Vertu memm

Uppskriftir

Hrognakæfa

Birting:

þann

Hrognakæfa - Þorskhrogn

Þorskhrogn

Hrognakæfa

500 g þorskhrogn
2 msk. bráðið smjör
2 egg
2 msk. kartöflumjöl
salt, paprika
graslaukur eöa blaðlaukur

Aðferð:

Byrjið á því að sjóða hrognin í saltvatni. Færið þau upp úr pottinum og láti þau kólna. Losið svo hrognin úr pokanum sem heldur þeim saman og fjarlægið æðar og himnur. Hrærið svo fínt saxaðan graslauk eða blaðlauk saman við hrognin ásamt smjörinu. Kryddið hræruna með paprikudufti og örlitlu af salti ef með þarf. Hellið svo hrærunni í eldfast fat sem áður hefur verið smurt að innan.

Stingið fatinu eða mótinu inn í 175° heitan ofn og bakið hrognakæfuna í 45 mín.

Látið kæfuna kólna og þar með er þessi réttur tilbúinn.

Sósa

Ef hrognakæfan er höfð sem forréttur þá má búa til góða sósu úr sýrðum rjóma.

Það sem þarf er:

1 box sýrður rjómi
l msk. sítrónusafi
4 msk. sýrðar agúrkur, fínt saxaðar
hvítur pipar, nokkur korn

Aðferð:

Þessu er öllu blandað saman.

Uppskrift þessi var birt í Dagblaðinu 28. janúar 1984

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið