Vertu memm

Starfsmannavelta

Hótelið Hlemmur Square lokar eftir 7 ára rekstur

Birting:

þann

Pulsa eða Pylsa - Veitingastaður á Hlemmur Square hótel

Pylsa eða Pulsa er nýr veitingastaður á Hlemmur Square hótel

Þýski hótelmógúllinn Klaus Ortlieb sem hefur unnið í hótelbransanum í meira en þrjátíu og fimm ár, hefur ákveðið að loka hótelinu Hlemmur Square eftir 7 ára rekstur.

Meðal þeirra hótela sem hann hefur sett á fót og rekið eru meðal annars hin víðfrægu Claridge’s í London, Cooper Square, The Mercer, Gotham hotels og fleiri í New York og Hotel Modern í New Orle­ans.

Í tilkynningu frá Klaus segir m.a.:

„Í dag, með sorg í hjarta, tilkynni ég að sú erfiða ákvörðun hefur verið tekin að loka Hlemmur Square frá 15. nóvember 2020.“

Í tilkynningu segir jafnframt að reksturinn hafi orðið fyrir miklum áhrifum heimsfaraldursins sem geisar um allan heim og endar á því að þakka öllum gestum hótelsins samfylgdina í gegnum árin.

Sjá einnig:

Pylsa eða Pulsa nýr veitingastaður á Hlemmur Square hótel | Veitingarýni

Tilkynning í heild sinni:

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Starfsmannavelta

Kokkar af skornum skammti

Birting:

þann

Kokkur - Matreiðslumaður

Veitingageirinn.is hefur fengið fjölmargar fyrirpurnir um hvort vitað er um matreiðslumenn sem vantar vinnu.

Veitingahús og hótel hafa auglýst eftir matreiðslumönnum og lítil sem engin svör hafa komið við þeim auglýsingum.

Hér að neðan eru nokkrar auglýsingar sem óskað er eftir matreiðslumönnum í vinnu:

Metnaðarfullur Matreiðslumaður Óskast á Nýjan stað i 101 Rvk

Kokkur/Kokkar í veiðihús

Óskum eftir matreiðslumanni/vaktstjóra á Grand hótel

Óska eftir matreiðslumanni eða vönum starfsmanni í eldhúsi

Matreiðslumaður óskast á Veitingastað á Hvolsvelli

Fleiri atvinnuauglýsingar er hægt að skoða í facebook hóp á vegum veitingageirans hér: Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Starfsmannavelta

Orri Páll dregur sig úr verkefninu á Laugavegi 12

Birting:

þann

Orri Páll Vilhjálmsson er margverðlaunaður barþjónn

Orri Páll Vilhjálmsson er margverðlaunaður barþjónn

„Ég þarf að tjá mig, eftir að seinni umræða metoo hófst komu örfáir karlmenn og báðust afsökunar opinberlega. Ég var að vonast til að bylgja með gerendum að biðjast afsökunar væri að raungerist.“

Svona hefst tilkynning hjá Orra Páli á instagram story hans, en Orri hefur verið að undirbúa að opna nýjan veitingastað Botanica við Laugaveg 12 í Reykjavík.

„En það hefur ekki gerst og miðað við óendanlega margar frásagnir þá þurfum við karlmenn að horfast í augu við það að við þurfum að líta í baksýnisspegilinn og átta okkur á hvar við fórum yfir mörkin og gera betur í framtíðinni. Ég veit að ég hef gert mistök oftar en einu sinni. Því vil ég fara fram og biðjast afsökunar, því ég vil vera partur af lausninni, ekki vandamálinu.

Ég hef ákveðið að draga mig úr verkefninu á Laugavegi 12 og vonast til að þeim muni ganga allt í haginn.“

segir Orri Páll að lokum.

Arnór Bohic er eigandi Botanica, en staðurinn verður opnaður í sumar.  Botanica mun sigla í suður amerískum straumum, allt frá Kúbu og að suður strönd Argentínu, tveir matreiðslumenn frá venezuela og chile munu sjá um að töfra fram gómsæta og skemmtilega nýja rétti sem áður hafa ekki sést hér á landi.

Sjá einnig:

Einn besti barþjónn Íslands opnar nýjan veitingastað á Laugaveginum

Kokteilar á staðnum verða í Zero Waste stefnu sem einblínir á að hvert einasta hráefni sé nýtt eins og mögulegt er, mikið af tequila, mikið af rommi og stanslaus gleði.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Starfsmannavelta

Nýir rekstraraðilar taka við Tryggvaskála

Birting:

þann

Tómas Þóroddsson, Ívar Þór Elíasson og Margrét Rún Guðjónsdóttir hafa tekið við rekstri Tryggvaskála á Selfossi .

Fyrirtæki þeirra Tryggvaskáli ehf. mun áfram halda úti veitingarekstri í húsnæðinu og munu þau kynna helstu áherslur síðar en stefnt er á opnun staðarins eftir miðjan maí. Leigusamningurinn er til 5 ára með möguleika á framlengingu og hefur Tryggvaskáli ehf. nú tekið formlega við húsnæðinu.

Aðspurð um við hverju fólk megi búast segja þau:

„Það verða breytingar, reyndar ekki mikið hér inni. Andrúmsloftið verður hlýtt, en við komum þó til með að létta stemninguna töluvert. Maturinn verður allt öðruvísi og meira lagt upp úr að hægt sé að koma og fá sér drykk og eitthvað létt að borða. Tómas skýtur inn að matseðillinn verði stilltur af í verði og hægt að koma og fá sér að borða oftar en þegar fólk á afmæli. Svolítið hugsað að vera með minni rétti og hægt verði að deila matnum með borðinu. Steikurnar og fiskurinn eru ekkert að hverfa, en þetta verður fjölbreytt,“

að því er fram kemur á dfs.is sem fjallar nánar um málið hér.

Mynd: úr safni / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið