Vertu memm

Bocuse d´Or

Hótel Saga hélt boð til heiðurs Sigga Helga – Myndir

Birting:

þann

Alltaf hressir. Sigurður Helgason og Þráinn Freyr Vigfússon

Alltaf hressir.
Sigurður Helgason og Þráinn Freyr Vigfússon

Bocuse Akademían og Hótel Saga buðu vinum og velunnurum til veislu á Grillinu.  Margt góðra gesta og gott canapé í boði, farið yfir keppnissögu okkar Íslendinga frá fyrstu keppni Sturlu Birgissonar seint á síðustu öld og til okkar tíma, heilt yfir frábær árangur í gegnum árin og alltaf að verða flottari og slípaðri hópur sem stendur að Akademíunni.

Reyndar er  ekki von á öðru þegar saman eru komnir matreiðslumenn sem keppt hafa í matreiðslukeppnum víðsvegar og verið í landsliði Íslands í matreiðslu auk þess sem að sjö af þeim sem standa að Bocuse d´Or Akademíunni hafa keppt í þessari krefjandi keppni. Hægt er að skoða nánar um þáttöku Íslands inná www.bocusedor.is.

Sigurður Helgason fór til Stokkhólms í byrjun mánaðar og komst áfram, lenti í 7. sæti af 20 þátttökuþjóðum sem er glæsilegur árangur.  Við höfum tröllatrú á okkar manni enda einn af okkar færustu matreiðslumönnum í dag.  Við hjá veitingageirinn.is munum færa ykkur fréttir af æfingum og líta reglulega við í Síðumúlanum hjá Fastus til að taka púlsinn á Sigga og aðstoðamönnum hans fram að keppni.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í veislunni í Grillinu:

 

/Matthías

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið