Vertu memm

Frétt

Hótel Keflavík kaupir eign VS – Umfangsmiklar endurbætur hafa staðið yfir á hótelinu

Birting:

þann

Hótel Keflavík kaupir eign VS

Steinþór Jónsson frá Hótel Keflavík og Stefán Sveinbjörnsson frá VR handsala kaupsamninginn

Hótel Keflavík hefur keypt húsnæði sem áður var eign Verslunarmannafélags Suðurnesja (VS). Þar með hefur hótelið eignast síðasta hlutann af Vatnsnesvegi 12-14. Undanfarin misseri hafa staðið yfir miklar endurbætur á Hótel Keflavík. M.a. er verið að endurnýja móttöku hótelsins.

Skrifstofur sem þar eru í dag munu flytja í rými verslunarmannafélagsins.

„Við erun að endurnýja móttökuna í sama anda og Diamond Suites. Sú eining hefur verið mikilvægur partur af velgengni fyrirtækisins. Að auki batnar aðgengi fyrir KEF restaurant mikið og nýir möguleikar skapast með nýjum rýmum, lúxus bar, fundarsölum og spennandi nýjungum sem munu vera kynntir samhliða þeim breytingum sem nú standa yfir. Ég held að sumt muni koma á verulega á óvart,“

segir Steinþór Jónsson hótelstjóri, í samtali við Víkurfréttir sem fjallar nánar um kaupin og uppbygginguna hér.

Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið