Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Hornfirðingar ánægðir með nýja veitingastaðinn

Birting:

þann

ÚPS veitingastaður í Höfn í Hornafirði

Eigendur ánægðir með þær viðtökur sem ÚPS hefur fengið

ÚPS er nýr veitingastaður sem staðsettur er við Hafnarbraut 34 í Höfn í Hornafirði.

Opið er frá klukkan 11:00 til 23:00, þriðjudaga til laugardaga og eldhúsið er opið til 22:00.

Úps hefur fengið góðar viðtökur hjá Hornfirðingum og annarra sælkera eins og lesa má í facebook færslu hjá ÚPS nú fyrir stuttu:

„Takk elsku bestu Hornfirðingar fyrir frábærar móttökur! Við erum uppnumin og ótrúlega stolt af því hvernig þetta ævintýri hefur farið af stað og þeim viðtökum sem við höfum fengið. Þegar við skelltum í lás í kvöld var hreinlega næstum allt uppselt!“

ÚPS býður upp á djúpsteikt súrdeig, kjúklingavængi, þrísteiktar kartöflur, taco rétti, grillað grísakjöt, íssamloku svo fátt eitt sé nefnt.

Veitingastaðurinn býður upp á bjór frá brugghúsi Jóni Ríka á Hólmi á Mýrum.  Þorgrímur Tjörvi Halldórsson er bruggmeistari Jóns Ríka og einn eigenda Úps.

Á krana er bjór hússins sem er IPA bjór og er 6%, en hann heitir ÚPS Mosaic og citra. Næst er það Right Said Red sem er Amber bjór og er 5%. Oatmeal Stout 6.6 % og Hólmur Farmhouse Ale 6.5%.

Myndir: facebook / ÚPS Craft Beer & Restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Lesa meira
Auglýsingapláss

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Götumarkaðurinn og Just Wingin It opna fyrir „take away“ um helgina og næstu daga við Klapparstíg 28-30

Birting:

þann

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 Reykjavík

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 er nýr „pop up“ veitingastaður þar sem áhersla er lögð á nýja spennandi söluaðila til að prófa sig áfram með ný skemmtileg konsept.

Götumarkaðurinn var með mjúk opnun þar síðustu helgi við frábærar undirtektir og var fyrirhugað að opna fyrir gesti strax helgina eftir.

„Í ljósi aðstæðna þá var það sett á ís, en nú í vikunni þá ætlum við að framlengja okkar mjúk opnun og verður því opið í „take away“ hjá Just Wingin It – Vængjavagninum.“

að því er fram kemur í tilkynningu.

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 Reykjavík

Hægt verður að panta fyrirfam í gegnum netið. Þess má geta að Just Wingin It sigruðu í keppninni um besta Götubitan 2020 í flokknum „Besti smábitinn 2020“ og var dómnefnd sammála um að þetta væru bestu kjúklingavængir á landinu.

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 Reykjavík

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 Reykjavík

Þegar samkomutakmörkunum léttir þá verða 4 aðilar starfræktir á Götumarkaðinum. Þeir aðilar sem verða fyrst um sinn eru Just Wingin It – Vængjavagninn, Rvk Raclette, Mónópól bar og svo verða hinir ýmsu aðilar í kjallara húsnæðisins, og verður sú dagskrá auglýst nánar síðar en það eru gríðarlega spennandi ný konsept eins og, Borðhaldið, Sono matseljur sem einblína á grænkerafæði. Silli Kokkur mun svo vera með nokkurskonar yfirtöku á öllum staðnum með villibráða veislu í Nóvember.

Einnig eru aðstandendur Götumarkaðarins með til skoðunar að breyta húsnæðinu í takmarkaðan tíma í lítið „China Town“ eins og við þekkjum erlendis frá og þá verða 4 mismunandi asískir veitingastaðir sem verða með yfirtöku á húsnæðinu.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Matlifun er nýtt veitingafyrirtæki á Akureyri

Birting:

þann

Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, framreiðslumeistari og Sveinn Hólmkelsson, matreiðslumeistari

Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, framreiðslumeistari og Sveinn Hólmkelsson, matreiðslumeistari

Á næstunni opnar nýtt veitingafyrirtæki á Akureyri. Eigendur eru hjónin Sveinn Hólmkelsson, matreiðslumeistari og Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, framreiðslumeistari.

Fyrirtækið heitir Matlifun og mun selja foreldaða rétti til heimamanna, allt fyrir eldamennskuna sent heim að dyrum.

Matlifun er nú orðið að veruleika

„Við leitumst við að hafa eldamennskuna fyrir viðskiptavininn ekki meira en 15-30 mínútur. Til að byrja með erum við í tímabundu leiguhúsnæði. Varanlegt húsnæði er væntanlegt eftir áramót. Viðskiptavinir geta skoðað úrval rétta og pantað í gegnum heimasíðuna okkar, síðan verða allar sendingar verða keyrðar út hér á Akureyri.

Hugmyndin hefur verið lengi að malla í hausnum á okkur og hefur hún legið fullmótuð niðrí skúffu í einhvern tíma. Nú er hinsvegar tíminn til að hugsa hlutina upp á nýtt og láta verkin tala. Matlifun er nú orðið að veruleika og eru stór plön fyrir framtíðina.“

Jóhanna og Sveinn ætla að fara rólega af stað fram að áramótum en síðar munu þau bjóða uppá fjölbreyttari rétti og vel valdar sælkeravörur.

Matarnámskeið í vottuðu eldhúsi

Fljótlega eftir áramót mun Matlifun bjóða upp á allskonar námskeið fyrir matgæðinga ásamt öðrum spennandi viðburðum.

„Ætli pastanámskeiðið verði ekki fyrsta námskeiðið sem haldið verður, það hefur verið mikil eftirspurn eftir því. Draumurinn í framtíðarhúsnæðinu er síðan að geta boðið utanaðkomandi aðilum að koma inn og vera með matarnámskeið í vottuðu eldhúsi.“

Jóhanna Hildur og Sveinn eru bæði uppalin á Akureyri. Þau hafa starfað í veitingageiranum um árabil bæði hér á landi sem og erlendis.

„Okkur langaði mikið að leggja okkar að mörkum til að efla menningarlífið hér á Akureyri. Nú þegar er góð flóra veitingahúsa hér og því langaði okkur að gera eitthvað aðeins öðruvísi.

Við erum mjög spennt að heyra hvernig heimamenn taka á móti okkur.“

Mynd: aðsend

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Aggi Sverris opnar nýjan veitingastað á Hverfisgötu – Myndir

Birting:

þann

No Concept á Hverfisgötu 6, Reykjavík

No Concept á Hverfisgötu 6 í Reykjavík.
Mynd: facebook / No Concept

Agnar Sverrisson matreiðslumaður hefur opnað nýjan bar sem býður einnig upp á girnilegan matseðlil.

No Concept

Veitingastaðurinn No Concept er staðsettur við Hverfisgötu 6

Agnar Sverrisson, stofnandi Michelin veitingastaðarins Texture í London sem lokaði í fyrir nokkrum mánuðum, sagði í samtali við Hafliða Halldórsson í öðrum þætti Máltíðar, að hann væri hvergi nærri hættur.

No Concept

Bræðurnir Valþór Örn Sverrisson og Agnar Sverrisson

No Concept

Jón Örn Jóhannesson við eldhúsið

Agnar er í samstarfi við Jón Örn Jóhannesson sem er sonur Jóa í Múlakaffi og bróðir Agnars, Valþór Örn Sverrisson sem þekktastur er fyrir 24 Iceland úrin.

Nýi staðurinn sem ber nafnið No Concept er staðsettur við Hverfisgötu 6 þar sem Essensia var áður til húsa.

Boðið er upp á gott úrval af víni, kokteila og léttan matseðil.

 

No Concept á Hverfisgötu 6 í Reykjavík.

No Concept á Hverfisgötu 6 í Reykjavík.

Myndir: Styrmir Bjarki Smárason / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag