Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Horfðu hér á Street Food þáttinn þegar Ainsley kíkti í heimsókn á Kaffivagninn

Birting:

þann

Guðmundur Viðarsson og Ainsley Harriott á Kaffivagninum

Guðmundur Viðarsson matreiðslumeistari, eigandi Kaffivagnsins og Ainsley Harriott á Kaffivagninum

Ainsley Harriott, einn þekktasti sjónvarpskokkur Bretlands, en flestir kannast við hann frá TV þáttunum Ready-Steady-Cook, kom í heimsókn á Kaffivagninn fyrir nokkrum mánuðum til að taka upp nýjasta sjónvarpsþáttinn sinn „Street Food“ sem sýndur er í Bretlandi.

Ainsley fylgdist vel með Guðmundi Viðarssyni eða Gumma Chef eins og hann er oft kallaður og lærði að búa til Fiskibollur sem er einn vinsælasti réttur Kaffivagnsins.

Í meðfylgjandi myndbandi er hægt að sjá þegar Chef Ainsley kemur í heimsókn á Kaffivagninn, en í þættinum sýnir Ainsley einnig nokkur myndbrot frá Grillmarkaðinum; þremur Frökkum, Hótel Geysir ofl.:

Ainsley Harriott, einn þekktasti sjónvarpskokkur UK! Flestir kannast við hann frá TV þáttunum Ready-Steady-Cook, kom í heimsókn til okkar fyrir nokkrum mánuðum til að taka upp nýjasta sjónvarpsþáttinn sinn „Street Food“ sem sýndur er í UK. Ainsley fylgdist vel með Gumma Chef og lærði að búa til Fiskibollur sem er einn okkar vinsælasti réttur af matseðli! Hér getið þið séð þegar Chef Ainsley kemur í heimsókn á Kaffivagninn!
Erum yfir okkur stolt að hafa fengið að vera partur af þessum sjónvarpsþætti! #Ainsleyharriott

Posted by Kaffivagninn on 18. júní 2015

 

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið