Vertu memm

Frétt

Hlemmur mathöll og Grandi mathöll efna til opinnar umræðu um götubitann og íslenska matarmenningu

Birting:

þann

Hlemmur - Mathöll

Hlemmur – Mathöll

Hlemmur mathöll og Grandi mathöll efna til opinnar umræðu um götubitann og íslenska matarmenningu hinn 25. október við Grandabryggju og hefst hann kl. 17:00.

Um þessar mundir eru ýmsir aðilar að koma fram með hugmyndir um opnun staða á borð við mathallirnar á Hlemmi og á Granda. Það er kraftur í íslensku athafnafólki og þegar ágætlega hefur gengið með mathallirnar þá er ekki að sökum að spyrja; nú ætla margir frumkvöðlar að opna götubitastaði. Götubitamenning hefur eflst mikið víða um hinn vestræna heim en svo virðist sem hún verði hvergi hraðari en á Íslandi á næstu misserum. Það er ágætt að staldra við og huga að því hvernig svona umbreyting í götubitamenningu geti orðið sem skemmtilegust og fjölbreyttust hérlendis.

Grandi - Mathöll

Grandi – Mathöll

Markmiðið er að vekja athygli á þeim spennandi tækifærum sem íslenskir framleiðendur og frumkvöðlar standa frammi fyrir í ljósi breytinga á matarvenjum og hvernig Íslendingar geti nýtt sér eiginleika og sérstöðu landsins til að mæta, og jafnvel móta, kröfur neytenda framtíðarinnar.

Fimm einstaklingar halda örfyrirlestra um þróun götubitamenningar (street food) hérlendis og erlendis og hvernig Íslendingar og íslenska eldhúsið geti meðtekið þann áhuga sem er á götubitanum um allan heim.

Fyrirlesarar:

 • Lotte Kjær Andersen framkvæmdastjóri Torvehallerne: „Overall trends of street food and food markets“.
 • Róbert Aron Magnússon stofnandi Box Street food: „Reynslan af rekstri Box Street Food“.
 • Steingrímur Sigurgeirsson vinotek.is: „Götubitinn frá sjónarhóli sælkerans“.
 • Laufey Haraldsdóttir lektor við Háskólann á Hólum: „Íslenska eldhúsið og götubitinn“.
 • Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður: „Reykjavík, skipulag götubitasölu“.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

COVID-19: Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað tímabundið

Birting:

þann

Skál - Bjór - Gleði - Pöbb - Skemmtistaður

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu, tímabundið í fjóra daga frá og með deginum í dag 18. september til 21. september.

Þetta er gert til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur þegar tekið gildi. Meðfylgjandi er minnisblað sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um þessar ráðstafanir.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að á þremur sólarhringum þar sem greindust alls 38 smit hafi a.m.k. fjórðungur þeirra tengst heimsókn á ákveðnar krár og skemmtistaði í Reykjavík fyrir rúmri viku. Bregðast þurfi við sem fyrst með markvissum aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiddan faraldur með tilheyrandi afleiðingum segir í minnisblaðinu.

Lokunin tekur til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi. Í 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 eru taldar upp og skilgreindar mismunandi tegundir veitingastaða.

Í tilvikum þar sem staðir eru með rekstrarleyfi fyrir fleiri tegundum veitingastaða en krám og skemmtistöðum er áframhaldandi starfsemi heimil hvað þær tegundir varðar. Þannig geta veitingastaðir sem í rekstrarleyfi eru skráðir sem veitingahús eða kaffihús, haldið áfram starfsemi á þeim grundvelli, en kráar- og skemmtistaðastarfsemi er óheimil.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Eldstæðið opnar dyr fyrir matarfrumkvöðla

Birting:

þann

Eldstæðið

Undanfarna fjóra mánuði hefur frumkvöðullinn Eva Michelsen, ásamt góðu teymi, unnið hörðum höndum að því að standsetja húsnæði í Kópavogi og gera það klárt fyrir Eldstæðið, deilieldhús fyrir matarfrumkvöðla, smáframleiðendur og áhugasama um matgæðinga.

Sjá einnig:

Eldstæðið – Atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur opnar í sumar

Eldstæðið er nú komið með starfsleyfið og fyrstu framleiðendur að hefja starfsemi.

„Við erum afskaplega ánægð með viðtökurnar sem við höfum fengið og streyma inn allskonar fyrirspurnir í tengslum við aðstöðuna og hvað sé hægt að gera þar,“

segir Eva.

Icelandic Startups tilkynnti á dögunum að valin hefðu verið tíu sprotafyrirtæki úr hópi 70 umsókna til þátttöku í 10 vikna viðskiptahraðli fyrir nýjar lausnir í landbúnaði, haftengdum iðnaði og smásölu sem hefur göngu sína í byrjun næstu viku [21. september]. Stór hluti þeirra lausna byggir á framleiðslu og vinnslu matvæla og hefur Matarauður Íslands veitt Eldstæðinu styrk til að taka á móti hópnum án endurgjalds meðan á hraðlinum stendur.

„Við erum afskaplega stolt og þakklát að geta unnið með frumkvöðlunum sem taka þátt í viðskiptahraðlinum,“

bætir hún við.

„Markmiðið með hraðlinum er að aðstoða frumkvöðla við að byggja upp næstu kynslóð fyrirtækja með því að veita þeim faglega undirstöðu og hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra, aðgangur að Eldstæðinu er því kærkomin og mikilvæg viðbót við verkefnið“

segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, sem hefur umsjón með hraðlinum í samstarfi við Íslenska sjávarklasann með stuðningi Nettó, Matarauðs Íslands og Landbúnaðarklasans.

Um þessar mundir er verið að vinna úr öllum þeim umsóknum sem Eldstæðinu hafa borist. Til stendur að hafa opið hús þegar aðstæður leyfa þar sem áhugasömum gefst tækifæri til að kynna sér aðstöðuna og það sem Eldstæðið hefur upp á að bjóða.

Nánari upplýsingar eru að finna á www.eldstæðið.is og samfélagsmiðlum.

Aðsend mynd.

Lesa meira

Frétt

Fersk eða frosin aðalbláber beint heim að dyrum

Birting:

þann

Vellir - Svarfaðardal - Dalvík

Litla sveitabúðin á Völlum í Svarfaðardal býður upp á virkilega flott aðalbláber, þá bæði fersk og frosin.

Í boði er að senda um land allt og er fimm kíló lágmarkið, fást líka í Melabúðinni, Kjötkompaní og Hagkaup, í smærri umbúðum.

Allar nánari upplýsingar á www.vellir.is

Einnig er til fullt af allskonar spennandi vörum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Lesa meira
 • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
  Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]
 • Hákon í Hovdenak Distillery 09.09.2020
  Hákon Freyr Freysson | Í Fljótandi Formi Happy Hour með The Viceman Hovdenak Distillery er eitt af fáum handverks eimhúsum á Íslandi og hefur verið starfandi í rúmlega ár. Í handverks eimhúsum sem á ensku nefnist micro distillery eru eimingartæki sem notuð eru til að framleiðla á sterkvín. Að eima gin og annað sterkvín frá […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag