Keppni
Hinrik og Kristinn sigruðu í alþjóðlegri matreiðslukeppni í Grikklandi
Klúbbur matreiðslumeistara í Norður Grikklandi stóð fyrir alþjóðlegri matreiðslukeppni í dag sem haldin var í heimalandi þeirra.
Yfir 350 keppendur voru skráðir til leiks í mismunandi keppnisgreinum og kepptu þar Íslensku kokkarnir Hinrik Lárusson og Kristinn Gísli Jónsson í keppninni „Team of the year“.
Hinrik og Kristinn sigruðu í keppninni með glæsibrag.
Skylda var að nota bláskel, ólífuolíu, ólífur og rissotto grjón.
Keppnis-matseðillinn hjá Íslenska liðinu var eftirfarandi:
- Létt grafinn makríll, bláskel, dill og jurtir.
- Sjávarrétta súpa með blómkáli og ólífuolíu vinaigrette.
- Pönnusteikt íslenskt lambafillet með grænertu risotto, reyktum lauk, svörtum ólífum og soðgljáa.
Viktor Örn Andrésson dæmdi í keppninni fyrir Íslands hönd.
„Mér var boðið að koma að dæma hérna. Og í kjölfarið buðu þeir mér að taka keppendur frá Íslandi hingað út þar sem þetta er alþjóðleg keppni, m.a. með löndum frá Asíu og Evrópu.“
Sagði Viktor í samtali við veitigageirinn.is, aðspurður um þátttöku Íslands í keppninni.
Mynd: Viktor Örn Andrésson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






