Frétt
Hertar aðgerðir á landamærum Íslands hafa takmörkuð áhrif á rekstur Sigló hótels á Siglufirði
Bókunarstaða hjá Sigló hótel á Siglufirði næstu mánaða lítur vel út og svo virðist sem ekkert lát sé á fjölgun bókana.
Þetta segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hótelsins, í Morgunblaðinu í dag. Að hennar sögn gekk sumarið vonum framar.
„Sumarið hefur verið mjög gott og nýtingin var í raun svipuð og í fyrra. Þetta var jafnvel betra í júlí núna en á síðasta ári“
segir Kristbjörg og bætir við að reynt hafi verið að beina markaðssetningu að Íslendingum.
Þá segir hún ákvörðun stjórnvalda um hertar aðgerðir á landamærum rétta.
„Við erum að treysta á Íslendingana núna. Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun fyrir okkur að gera þetta með þessum hætti. Ef við værum að fá aðra bylgju myndi enginn koma hingað,“
segir Kristbjörg.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






