Vertu memm

Markaðurinn

Hér eru vinningsuppskriftirnar í Smákökusamkeppni Kornax 2019

Birting:

þann

Smákökusamkeppni KORNAX er lokið.  Vel á annað hundrað uppskriftir bárust í keppnina, en þessi keppni hefur verið haldin í aðdraganda jólanna síðastliðin ár. Þá keppa áhugabakarar um bestu jólasmákökuna.

Mæru-lyst - Guðný Jónsdóttir

1. sæti – Mæru-lyst

1. sæti

Mæru-lyst – Guðný Jónsdóttir

150 g lint smjör
100 g dökkur púðursykur
100 g hrásykur
1 egg
200 g Kornax hveiti
1 tsk vínsteins lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
2 tsk gróft malað hafsalt
rifinn börkur af einni appelsínu
150 g Síríus karamellukurl.

Hrærið smjör, púðursykur og hrásykur vel saman.
Bætið við eggi, appelsínuberki og vanilludropum og hrærið vel.
Sigtið saman hveiti, vínsteins lyftiduft og matarsóda og bætið við ásamt karamellukurli og hafsalti og hrærið varlega saman við.

Setjið á bökunarplötu með lítilli teskeið, kökurnar renna dálítið út. Bakið við 180°C í 7-10 mín.

Skraut ofan á:
Hvítir súkkulaðidropar og Síríus karamellukurl.
Bræðið súkkulaðidropana í vatnsbaði og setjið yfir kökurnar. Stráið karamellukurli yfir.

Kókoskransar með ástaraldinfyllingu - Hildur Margrét Ægisdóttir

2. sæti – Kókoskransar með ástaraldinfyllingu

2. sæti

Kókoskransar með ástaraldinfyllingu – Hildur Margrét Ægisdóttir

Kókossmákökur:
100 g Kornax hveiti
100 g kókosmjöl
75 g sykur
100 g lint smjör
1/2 egg

Blandið þurrefnum saman og hrærið. Bætið smjöri og eggi út í og látið hnoðast aðeins í hrærivélinni. Nú þarf að hafa allar kökurnar með eins lögun, ég notaði botninn á non-stick muffins-formum í bakka. Fletjið þær snyrtilega út í botninn, ca 10 g af deigi í hvert form. Fyrir helminginn þarf svo að skera út miðjuna – ég notaði ca 1,5 cm í þvermál, vel hreinsað tússpennalok.

Bakið kökurnar við 180°C í ca 3 mín eða þar til brúnirnar eru farnar að dekkjast. Þær eiga svo að losna auðveldlega úr formunum ef slegið er létt á botninn. Kælið í ísskáp

Ástaraldin fylling:
Aldinkjöt með fræjum úr 3-4 ástaraldinum
1/2 msk sítrónusafi
1 tsk smjör
2 egg
2,5 dl sykur

Setjið öll hráefnin saman í skál, hrærið létt og setjið skálina yfir sjóðandi vatn, látið malla á lágum til meðalhita meðan smákökurnar eru útbúnar. Hrærið í við og við. Blandan á að þykkna töluvert. Látið kólna í ísskáp.

skreyting:
150 g hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus
smá kókosmjöl

Bræðið súkkulaðið í skál yfir heitu vatni. Dýfið sléttu hliðinni á kókoskökunni með útskornu miðjunni í súkkulaðið og dreifið örlitlu kókosmjöli yfir. Kælið í ísskáp. Smyrjið hrjúfu hliðina á heilu kókoskökunni með þykku lagi af ástaraldinfyllingunni. Búið svo til samloku sbr. mynd.

Pistasíudraumur með mjúkri mandarínu- og karamellufyllingu - Karen Lind Hilmarsdóttir og Snorri Viktor Gylfason

3. sæti – Pistasíudraumur með mjúkri mandarínu- og karamellufyllingu

3. sæti

Pistasíudraumur með mjúkri mandarínu- og karamellufyllingu – Karen Lind Hilmarsdóttir og Snorri Viktor Gylfason

Pistasíudraumur:
250 g smjör við stofuhita
250 g sykur
325 g Kornax hveiti
1 egg
150 g muldar pistasíur

Þeytið smjör og sykur saman þar til er létt og ljóst.
Bætið við egginu og þeytið þar til allt er vel blandað saman
Bætið við hveitinu hægt og rólega saman við.
Látið loks pistasíur útí og blandið vel saman.

Bakið litlar smákökur við 200°C í 7-9 mín.

Mandarínujello:
100 g mandarínusafi
20 g sykur
1 1/2 matarlímsblað
2 tsk sítrónusafi
börkur af einni mandarínu

Leggið matarlímið í kalt vatnsbað og leyfið því að standa í 5 mín.
Sjóðið saman mandarínusafa, sykur, sítrónusafa og sítrónubörk.
Þegar það er búið að sjóða í eina mínútu, kreistið vatnið úr matarlíminu og hrærið saman við blönduna.
Hellið blöndunni yfir bakka, með jöfnu þunnu lagi og kælið. Skerið út þá stærð og gerð sem óskað er eftir að fá á smákökurnar.

Karamellufylling:
75 g karamellukurl frá Nóa Síríus
75 g Rjómasúkkulaðidropar frá Nóa Síríus
40 g rjómi

Bræðið karamellukurlið og rjómasúkkulaðið saman yfir heitu vatnsbaði, bætið svo við rjómanum og blandið vel saman. Kælið í 10-15 mínútur áður en þið mótið fyllinguna.

Dómnefnd

Dómnefnd

Í dómnefnd voru:

  • Albert Eiríksson matarbloggari og lífsnautnaséntilmaður
  • Helga Beck markaðsstjóri hjá Nóa Síríus
  • Silvía Haukdal kökugerðarmeistari
  • Carola Ida Köhler fulltrúi Kornax og sigurvegari frá því í fyrra

Myndir: kornax.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið