Vertu memm

Keppni

Hér eru úrslitin úr keppnum RCW hátíðarinnar – Myndir

Birting:

þann

Reykjavík Cocktail Weekend 2017

Allir vinningshafar ásamt veislustjóra og rapparanun Erp Eyvindarson

Reykjavík Cocktail Weekend lauk í gærkvöldi í Gamla Bíói þar sem úrslit fóru fram í keppnum hátíðarinnar og verðlaunaafhendingin.

Veislustjórn hátíðarinnar var í höndum Erps Eyvindarsonar.

Úrslit urðu þessi:

Íslandsmót Barþjóna (IBA alþjóða reglur)
1. sæti – Elna María Tómasdóttir – Mar, með drykkinn Dionysus
2. sæti – Leó Ólafsson – Matarkjallarinn, með drykkinn Golden Luck
3. sæti – Stefán Ingi Gunnarsson – Apótek, með drykkinn Molinn

Vinnustaða keppni (frjáls aðferð)
1. sæti – Sævar Helgi Örnólfsson – Sushi Social, með drykkinn Dr. Steam Punk
2. sæti – Hanna Katrín Ingólfsdóttir – Apótek, með drykkinn Óreiða
3. sæti – Emil Tumi Víglundsson – Kopar, með drykkinn Esmeralda

Drykkurinn Flamboyant hlaut titilinn Reykjavík Cocktail Weekend, en það er Sandra Ösp Stefánsdóttir sem á heiðurinn að þeim drykk en hún starfar hjá Hilton Reykjavík Nordica.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir útlit drykkja og fagleg vinnubrögð:

Besta útlit og skreyting drykkjar í Vinnustaðakeppni (freestyle):
Leck Sukstul  – Hard Rock cafe

Besta útlit og skreyting drykkjar í  Íslandsmóti:
Leó Ólafsson – Matarkjallarinn

Fagleg Vinnubrögð í Vinnustaðakeppni (freestyle):
Alana Hudkins – Slippbarinn

Fagleg vinnubrögð í Íslandsmóti:
Leó Snæfeld Pálsson – Bláa Lónið

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Reykjavík Cocktail Weekend 2017

Elna María – Sandra Ösp – Sævar Helgi

Reykjavík Cocktail Weekend 2017

Elna María Tómasdóttir – Íslandsmeistari Barþjóna 2017

Reykjavík Cocktail Weekend 2017

Sævar Helgi Örnólfsson – Sushi social

Reykjavík Cocktail Weekend 2017

Sandra Ösp Stefánsdóttir – Hilton Reykjavík Nordica

 

Fleiri myndir eru væntanlegar og verða gerð góð skil á þeim hér á veitingageirinn.is.

Fleira tengt efni:

[feed url=“http://veitingageirinn.is/category/cocktail_weekend/feed/“ number=“6″ ]

 

Myndir: Ómar Vilhelmsson.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Nú fer hver að verða síðastur – Besta myndin (moment) verður valin á morgun 15. nóvember 2020

Birting:

þann

Sjálfsmynd - Selfie

English below!

Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir skemmtilegri keppni sem er einfalt að taka þátt í.

Keppnisfyrirkomulagið er að taktu mynd af þér gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt með Fernet Branca, settu á Instagram með töggunum:

#myfernetmoment2020 og @bartendericeland og þú ert orðin þátttakandi í keppninni.

Það má setja inn fleiri en eina mynd.

Besta myndin (moment) verður valin þann 15. nóvember 2020 af sérhæfðri Fernet Branca dómnefnd af bæði íslenskum og erlendum uppruna með Nicola Oliana Global Brand Ambassador sem yfirdómara.

Veglegir vinningar fyrir fyrstu þrjú sætin.

Aðalvinningur er 3 lítra Fernet Branca flaska, ferðavinningur innanlands fyrir 2 ásamt fleiru.

Nánari upplýsingar fást í gegnum [email protected]

English

„Capture the Moment“ competition

Well, Ladies and Gentlemen! The first cocktail competition of the year will be a little different than usual. „Capture the Moment“ is all about you and Fernet Branca!

How bright can you shine on a capture?

Create an amazing photo with you and Fernet branca, post on Instagram, tag it with: #myfernetmoment2020 and @bartendericeland and you’re in! The competition will be judged by both Icelandic and Foreign member.

Head judge is Nicola Oliana Global Fernet Branca Ambassador! Great prices for the first 3 places! Winner will be announced 15.11.2020!

Mynd: úr safni

Lesa meira

Keppni

Þessi eru tilnefnd til Bartender Choice Awards

Birting:

þann

bartender-choice-awards

Norðurlandakeppnin Bartender Choice Awards er haldin í ellefta sinn í ár. Hér er um að ræða hlutlausa bransakeppni og var Ísland þátttakandi í fyrsta sinn í fyrra.

Fjölbreytt og stór dómnefnd tilnefna í hverju landi fyrir sig. Úrslitin verða síðan kynnt 6. desember næstkomandi.

Þessi eru tilnefnd til Bartender Choice Awards 2020:

Bestu barþjónarnir

 • Bjartur Daly
 • Jónas Heiðarr Guðnason, Jungle
 • Jónmundur Þorsteinsson, Jungle

Bestu kokteilbarnir

 • Jungle Cocktail Bar, Reykjavík
 • Skál, Reykjavík
 • Veður, Reykjavík

Bestu kokteilseðlarnir

 • Jungle
 • Mat Bar
 • Skál

Bestu framþróunaraðilar bransans

 • Friðbjörn Pálsson
 • Hlynur Björnsson Maple
 • Ivan Svanur Corvasce

Bestu kokteilarnir

 • Block Rockin Beets, Jungle Cocktail Bar
 • Dillagin, Apótek
 • Pangea, Vikingur Thorsteinsson

Úrslit 2019

Eins og fram hefur komið þá tók Ísland í fyrsta sinn þátt í fyrra og úrslit voru þá:

Besti kokteilbarinn

 1. Slippbarinn

Besti nýi kokteilbarinn

 1. Fjallkonan

Besti kokteilseðillinn

 1. Slippbarinn

Besta upplifun

 1. Veður

Besti barþjónninn

 1. Jónas Heiðarr Guðnason

Besti framþróunaraðili bransans

 1. Siggi Sigurðsson

Besti veitingastaðurinn

 1. Mat Bar

Val fólksins

 1. Apótek

Besti kokteillinn

 1. Dillagin, Apótek

 

Lesa meira

Bocuse d´Or

Ísland í 4. sæti í Evrópukeppni Bocuse d’Or 2020 – Ísland með besta fiskréttinn

Birting:

þann

Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson Bocuse d´Or keppandi og Sturla Birgisson dómari.

F.v. Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson Bocuse d´Or keppandi og Sturla Birgisson dómari.

Evrópukeppni Bocuse d´Or var haldin í Tallinn Eistlandi í gær og í dag 15. og 16. október 2020. Alls kepptu 18 lið og einungis 10 lönd sem komust áfram.

Ísland tryggði sér sæti í úrslitakeppni Bocuse d´Or og lenti í 4. sæti, en úrslitakeppnin verður haldin í Lyon í Frakklandi í júní 2021.

Það var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem keppti fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmaður Sigurðar var Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari var Þráinn Freyr Vigfússon.

Úrslitin í Evrópukeppni Bocuse d´Or 2020:

1. sæti – Noregur – 1993 stig

2. sæti – Danmörk – 1962 stig

3. sæti – Svíþjóð – 1960 stig

4. sæti – Ísland – 1905 stig

5. sæti – Finnland – 1902 stig

6. sæti – Frakkland – 1851 stig

7. sæti – Eistland – 1843 stig

8. sæti – Sviss – 1803 stig

9. sæti – Ungverjaland – 1777 stig

10. sæti – Ítalía – 1679 stig

Besti aðstoðarmaðurinn – Anni PERÄKYLÄ

Besti fiskrétturinn – Ísland

Besti kjötrétturinn – Frakkland

Fréttin verður uppfærð

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

 

Mynd: aðsend

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag