Vertu memm

Keppni

Hér eru öll úrslitin í Norðurlandamóti kokka og þjóna

Birting:

þann

Desirré Jaks og Ola Wallin

Tvöfaldur sigur hjá Svíþjóð.
Desirré Jaks sigraði Ungkokka keppnina og Ola Wallin hreppti titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda 2018.
Mynd: kocklandslaget.se

Það var Ola Wallin sem hreppti titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda. Wallin er meðlimur í Kokkalandsliðinu í Svíþjóð, en hann starfar hjá SK Mat & Människor í Gautaborg.

Svíþjóð hefur verið mjög framarlega í keppninni s.l. ár en árið 2014 hreppti Svíþjóð annað sæti og gullverðlaun fór til Svíþjóð frá árunum 2015 til 2018.

Úrslitin urðu á þessa leið:

Matreiðslumaður Norðurlanda 2018:
1. Ola Wallin – Svíþjóð
2. Mathias Åhman – Finnland
3. Kjell Patrick Ørmen – Noregur

Ungkokkar:
1. Desirré Jaks – Svíþjóð
2. Hinrik örn Lárusson – Ísland
3. Niall Larjala – Finnland

Framreiðslumaður Norðurlanda:
1. Christian Neve – Danmark
2. Noora Sipilä – Finnland
3. Emma Ziemann – Svíþjóð

Einnig voru veitt aukaverðlaun, en þar fékk Danmörk fyrir góða liðsheild. Christian Neve frá Danmörku fyrir besta ostinn, Tommy Jespersen frá Danmörku besta heilsufræði og Kristoffer Aga frá Noregi fyrir bestu umhellinguna.

Það var Klúbbur matreiðslumeistara sem sendi þrjá keppendur á Norðurlandamótin, en keppnin fór fram í Herning í Danmörku samhliða matvælasýningunni Foodexpo. Skipulag keppninnar var í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara.

Keppendur sem tóku þátt fyrir hönd Íslands:

Hafsteinn Ólafsson

Hafsteinn Ólafsson

Hafsteinn Ólafsson keppti um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda. Hafsteinn er Kokkur ársins 2017 og starfar á Sumac Grill + Drinks

Lúðvík Kristinsson

Lúðvík Kristinsson

Lúðvík Kristinsson keppti um titilinn Framreiðslumaður Norðurlanda. Lúðvík starfar á Grillinu.

Hinrik Lárusson

Hinrik Lárusson

Hinrik Lárusson keppti í Ungkokka keppninni og eins og kunnugt er þá vann hann til silfurverðlauna í keppninni. Hinrik er mikill keppnismaður, en hann var aðstoðarmaður þegar Viktor Örn Andrésson hlaut brons verðlaunin í Bocuse d´Or 2017. Hinrik hreppti titilinn Matreiðslunemi ársins 2015 og 2017. Sigraði grillhátíðina Kótilettan 2016 í flokki fagaðila.
Hinrik undirbýr sig núna að keppa fyrir Íslands hönd í Norrænu nemakeppninni sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 20. – 21. apríl næstkomandi.

Með í för voru Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Hafliði Halldórsson matreiðslumaður var fararstjóri og Bjarni Gunnar Kristinsson var í eftirlitsnefnd með keppninni “Culinary Committie”.

Gabríel Kristinn Bjarnason tók þátt í norrænu ungliðastarfi og Ingimundur Elí nemi á Sumac var sérlegur aðstoðarmaður við keppendur.

Íslenskir fagmenn áberandi í myndbandi frá Foodexpo

Foodexpo er ein stærsta matvæla- og vínsýning Norðurlanda og býður upp á fjölmargar keppni.  Í meðfylgjandi myndbandi sem sýnir brot af því besta frá keppnunum og sýningunni má sjá meðal annars Axel Þorsteinsson bakara og Viktor Örn Andrésson sem sigraði Matreiðslumaður Norðurlanda eftirminnilega árið 2014.

Myndir af íslensku keppendum: aðsendar / Chef.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Íslenskt gin hlaut silfurverðlaun í Englandi – 840 gintegundir tóku þátt í keppninni

Birting:

þann

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery hlaut silfurverðlaunin í keppninni International Wine and Spirit Competition í Englandi, en úrslit hennar voru tilkynnt þann í gær 7. ágúst.

Stuðlaberg gin er framleitt í Hafnafirðinum og er búið til úr okkar einstaka íslenska vatni ásamt sérvöldum hráefnum. Þetta er fyrsta keppnin sem Stuðlaberg gin tekur þátt í og fékk þar silfurverðlaunin með 92 stig af 100 mögulegum.

„Þessi keppni er mjög stór og þekkt enda voru þar 840 gintegundir sem tóku þátt alls staðar úr heiminum, það mætti þá segja að árangurinn hjá okkur sé gríðalega góður enda er varan bara nýkomin á markað sem gerir þessi verðlaun enn sætari fyrir vikið,“

segir Hákon Freyr eigandi Hovdenak Distellery.

Fyrirtækið var stofnað árið 2018 með það að markmiði að bjóða upp á gæðavöru sem er framleidd á Íslandi. Hægt er að nálgast Stuðlaberg gin hjá ÁTVR, fríhöfninni líka einnig hjá Drykk ehf. og á öllum betri veitingastöðum landsins.

Á þessum stutta tíma er varan komin til fjölmargra landa eins og til Danmerkur, Þýskalands, Bretlands, Kína og Singapúr ásamt öðrum löndum.

Lesa meira

Bocuse d´Or

Sigurður Laufdal: „Við hlökkum til Bocuse d´Or 2020“ – Vídeó

Birting:

þann

Bocuse d’Or 2020 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Forkeppni Bocuse d’Or 2020 fer fram dagana 15. til 16. október í Tallinn Eistlandi í höllinni Saku Suurhall. Matreiðslumenn frá 19 Evrópulöndum taka þátt í keppninni og 11 efstu keppendurnir komast í Bocuse d´Or 2021 sem haldin verður í Lyon í Frakklandi.

Það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu sem keppir fyrir hönd Íslands í forkeppninni.

Þjálfari Sigurðar er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmenn eru Gabríel Kristinn Bjarnason og Sigþór Kristinsson.

Þau lönd sem keppa eru:

Land Kandítat
Spain Albert Boronat
Netherlands Marco van der Wijngaard
Turkey Serhat Eliçora
Iceland Sigurður Laufdal
Estonia Artur Kazaritski
Denmark Ronni Vexøe Mortensen
Sweden Sebastian Gibrand
Georgia Erik Sarkisian
Poland Jakub Kasprzak
Belgium Lode  De Roover
Latvia Dinārs Zvidriņš
Croatia Jurica Obrol
Hungary István Veres
Finland Mikko Kaukonen
France Davy Tissot
Switzerland Alessandro Mordasini
Italy Alessandro Bergamo
Russia Viktor Beley
Norway Christian Andre Pettersen

Vídeó

Nýtt myndband af Íslenska liðinu hefur verið birt á facebook síðu Bocuse d’Or sem sjá má hér að neðan:

/ Team portrait N°12 🇮🇸 / Will the forces of nature carry Chef Sigurður Laufdal and his Commis Gabríel Bjarnason to victory 🏆 for Iceland?

Posted by Bocuse d'Or on Thursday, July 30, 2020

Sjá fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Keppni

Silli kokkur sigraði í Besti Götubitinn 2020 – Kjósið um Götubita fólksins hér

Birting:

þann

Götubitahátíð Íslands

Frá Götubitahátíð Íslands

Úrslit er nú kunn úr keppninni „Besti Götubiti Íslands“ í samstarfi við European Street Food Awards og eru þau eftirfarandi:

Besti Götubitinn 2020 – Sillikokkur.is

Besti smábitinn – Vængjavagninn

Besti grænmetisrétturinn – MOSI – streetfood

Besta framsetning – Sillikokkur.is

Sigvaldi Jóhannesson, matreiðslumaður eða Silli kokkur eins hann er gjarnan kallaður

Kosning um Götubita fólksins

Götubiti fólksins verður svo tilkynnt á morgun sunnudaginn 19. júlí, en hægt er að kjósa um hann hér.

Formleg afhending verðlauna verða afhent á morgun, sunnudaginn 19. júlí, kl 17.00 á Miðbakkanum.

Götubitahátíð Íslands á Miðbakkanum 18 – 19 júlí

Við hvetjum alla að kíkja á Götubitahátíð Íslands sem haldin er á Miðbakkanum í Reykjavík nú um helgina.

20 matarvagnar, bjór og bubblur á svæðinu, leiktæki fyrir börnin og plötusnúðar! Opið frá klukkan 13.00-18.00, kannski lengur ef veður og stemming leyfir.

Sjá einnig:

Silli kokkur með nýjan matarvagn

Myndir: aðsendar

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag