Vertu memm

Keppni

Hér eru öll úrslitin í Norðurlandamóti kokka og þjóna

Birting:

þann

Desirré Jaks og Ola Wallin

Tvöfaldur sigur hjá Svíþjóð.
Desirré Jaks sigraði Ungkokka keppnina og Ola Wallin hreppti titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda 2018.
Mynd: kocklandslaget.se

Það var Ola Wallin sem hreppti titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda. Wallin er meðlimur í Kokkalandsliðinu í Svíþjóð, en hann starfar hjá SK Mat & Människor í Gautaborg.

Svíþjóð hefur verið mjög framarlega í keppninni s.l. ár en árið 2014 hreppti Svíþjóð annað sæti og gullverðlaun fór til Svíþjóð frá árunum 2015 til 2018.

Úrslitin urðu á þessa leið:

Matreiðslumaður Norðurlanda 2018:
1. Ola Wallin – Svíþjóð
2. Mathias Åhman – Finnland
3. Kjell Patrick Ørmen – Noregur

Ungkokkar:
1. Desirré Jaks – Svíþjóð
2. Hinrik örn Lárusson – Ísland
3. Niall Larjala – Finnland

Framreiðslumaður Norðurlanda:
1. Christian Neve – Danmark
2. Noora Sipilä – Finnland
3. Emma Ziemann – Svíþjóð

Einnig voru veitt aukaverðlaun, en þar fékk Danmörk fyrir góða liðsheild. Christian Neve frá Danmörku fyrir besta ostinn, Tommy Jespersen frá Danmörku besta heilsufræði og Kristoffer Aga frá Noregi fyrir bestu umhellinguna.

Það var Klúbbur matreiðslumeistara sem sendi þrjá keppendur á Norðurlandamótin, en keppnin fór fram í Herning í Danmörku samhliða matvælasýningunni Foodexpo. Skipulag keppninnar var í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara.

Keppendur sem tóku þátt fyrir hönd Íslands:

Hafsteinn Ólafsson

Hafsteinn Ólafsson

Hafsteinn Ólafsson keppti um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda. Hafsteinn er Kokkur ársins 2017 og starfar á Sumac Grill + Drinks

Lúðvík Kristinsson

Lúðvík Kristinsson

Lúðvík Kristinsson keppti um titilinn Framreiðslumaður Norðurlanda. Lúðvík starfar á Grillinu.

Hinrik Lárusson

Hinrik Lárusson

Hinrik Lárusson keppti í Ungkokka keppninni og eins og kunnugt er þá vann hann til silfurverðlauna í keppninni. Hinrik er mikill keppnismaður, en hann var aðstoðarmaður þegar Viktor Örn Andrésson hlaut brons verðlaunin í Bocuse d´Or 2017. Hinrik hreppti titilinn Matreiðslunemi ársins 2015 og 2017. Sigraði grillhátíðina Kótilettan 2016 í flokki fagaðila.
Hinrik undirbýr sig núna að keppa fyrir Íslands hönd í Norrænu nemakeppninni sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 20. – 21. apríl næstkomandi.

Með í för voru Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Hafliði Halldórsson matreiðslumaður var fararstjóri og Bjarni Gunnar Kristinsson var í eftirlitsnefnd með keppninni “Culinary Committie”.

Gabríel Kristinn Bjarnason tók þátt í norrænu ungliðastarfi og Ingimundur Elí nemi á Sumac var sérlegur aðstoðarmaður við keppendur.

Íslenskir fagmenn áberandi í myndbandi frá Foodexpo

Foodexpo er ein stærsta matvæla- og vínsýning Norðurlanda og býður upp á fjölmargar keppni.  Í meðfylgjandi myndbandi sem sýnir brot af því besta frá keppnunum og sýningunni má sjá meðal annars Axel Þorsteinsson bakara og Viktor Örn Andrésson sem sigraði Matreiðslumaður Norðurlanda eftirminnilega árið 2014.

Myndir af íslensku keppendum: aðsendar / Chef.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Úrslit í fagkeppni MFK

Birting:

þann

Logo MFK - Meistarafélag kjötiðnaðarmanna

Breytt fyrirkomulag var á fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna í ljósi aðstæðna vegna COVID-19, en í stað veglegrar verðlaunadagskrár var gefinn út í staðinn veglegur bæklingur þar sem dómarar og verðlaunavörur kynntar.

Smellið hér til að sjá öll úrslitin í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.

Lesa meira

Keppni

Heimsmeistarakeppni í kjötskurði frestað

Birting:

þann

Heimsmeistarakeppni í kjötskurði - World Butchers Challenge - WBCHeimsmeistarakeppni í kjötskurði (World Butchers Challenge – WBC) sem átti fara fram í Sakramentó í Bandaríkjunum í september næstkomandi hefur verið frestað.

Nú vikunni tilkynnti stjórn WBC að heimsmeistarakeppnin verður frestuð til 13. – 14. ágúst 2021, vegna óvissu sem nú ríkir vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Íslenska landsliðið í kjötiðn hefur æft reglulega síðan haustið 2018, eða frá stofnun þess.

Sjá einnig:

Landslið Kjötiðnaðarmanna að verða að veruleika

Æfingar hafa verið að jafnaði einu sinni í viku á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri og svo sameiginlegar æfingar einu sinni í mánuði þar sem liðið hefur komið saman ýmist fyrir norðan eða hér fyrir sunnan.

Er þetta í fyrsta sinn sem að Ísland tekur þátt í heimsmeistarakeppni í kjötskurði, en liðið skipa kjötiðnaðarmenn og -meistarar víðsvegar af landinu.

To our competitors and supporters, After what can only be described as the most extreme and challenging moments most…

Posted by World Butchers' Challenge on Tuesday, March 17, 2020

Fleiri greinar hér.

Lesa meira

Keppni

Instagram mynd febrúar mánaðar 2020

Birting:

þann

Kokkalandsliðið

Íslenska Kokkalandsliðið sigursælt

Instagram myndin sem vakti mesta athygli okkar í febrúar var mynd frá Kokkalandsliðinu.

Myndin er í takt við það sem veitingageirinn.is fjallar hvað mest um, en það er að sýna á bak við tjöldin í veitingabransanum.

Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni.

Sjá einnig:

Íslenska Kokkalandsliðið á verðlaunapall – „Við erum þriðja besta kokkalandslið Í HEIMI!!“

Fleiri Instagram myndir mánaðarins hér.

Mynd: Instagram / Icelandic Culinary Team

Lesa meira
  • Vínsmakk með Gumma Kiro 28.05.2020
    Vínsmakk með Viceman og Gumma Kiro Á mánudaginn 25. mai var World Wine Day og eins og nafnið gefur til kynna er nauðsynlegt að drekka góð vín á slíkum degi. Guðmundur Birkir Pálmason er Kírópraktor, myndlistamaður og mikill vín áhugamaður. Viceman og Gummi ákváðu að gera sér mat úr þessum degi eða öllu heldur “gera […]
  • Gummi Kiro 28.05.2020
    Guðmundur Birkir Pálmason | Fyrir Framan BarinnHappy Hour með The Viceman Guðmundur Birkir Pálmason er Kírópraktor að mennt og er eigandi Kírópraktor stöðvar Reykjavíkur, Þess fyrir utan er hann abstract myndlistarmaður og málar einstaklega falleg málverk undir listamanna nafninu Norr. Það er óhætt að segja að Gummi Kiro (eins og hann er gjarnan kallaður) sé […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag