Vertu memm

Starfsmannavelta

Hendur í höfn í Þorlákshöfn lokar

Birting:

þann

Hendur í höfn Bistro-Café í Þorlákshöfn

Hendur í höfn Bistro-Café í Þorlákshöfn

„Sú þungbæra ákvörðun hefur verið tekin að loka Hendur í höfn. Kemur þar margt til ekki síst heimsfaraldur sl. tvö ár.  Uppbyggingin á fyrirtækinu var ákaflega skemmtilegt og gefandi verkefni og velgengnin framar öllum okkar vonum.“

Svona hefst tilkynningin sem að eigendurnir Dagný Magnúsdóttir og Vignir Arnarson birta á facebook síðu staðarins.

Hendur í höfn Bistro-café

Hendur í höfn hefur auglýst staðinn til leigu sem hægt er að lesa með því að smella hér.

Það er Dagný Magnúsdóttir sem er hugmyndasmiðurinn á bakvið Hendur í höfn og hefur hún staðið vaktina alveg frá opnun staðarins og eins í glervinnustofunni.

Staðurinn opnaði á sumardaginn fyrsta árið 2013 og varð fljótt einn vinsælasti veitingastaður Íslands.

Fljótlega varð Hendur í höfn algjörlega sprunginn og aðstæður þannig að Dagný þurfti að ákveða hvort hún ætlaði að halda áfram og ef svo þá yrði hún að flytja reksturinn í nýtt húsnæði. Úr varð að þau gerðu upp gamalt hús í hjarta bæjarins og var öll starfsemin flutt í maí 2018. Á nýja staðnum var hægt að taka á móti allt að 100 manns og aðstaðan til matargerðar og glerlistar var öll mun betri.

Sjá einnig:

TIL LEIGU vinsælt veitinga- og menningarhús í Þorlákshöfn

Suðurströndin | Fyrri hluti | Veitingarýni: Hendur í Höfn og Tryggvaskáli

Uppfært (14.10.2021): Hendur í höfn í Þorlákshöfn lokar: „Velgengnin varð okkur að falli“ 

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið