Vertu memm

Uppskriftir

Heit súkkulaðikaka

Birting:

þann

Heit súkkulaðikaka

Fyrir 10–12 manns

225 g gott dökkt súkkulaði
240 g smjör
7–8 egg
300 g sykur
120 g hveiti
12 einnota álform (muffinstærð)
smá hveiti

Aðferð:

Úðið álformin vel með olíuúða og húðið formið vel að innan með hveiti. Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í vatnsbaði.

Þeytið eggin og sykurinn vel saman og blandið við súkkulaðið. Sigtið hveitið saman við og hrærið vel í með písk.

Þá er soppunni hellt í formin upp að brún og sett í kæli. Þannig geymist kakan vel í nokkra daga.

Kakan er svo bökuð í 200° heitum ofni í u.þ.b. 12–16 mín.

Þegar hún er tilbúin er skorið niður kantana með hníf og hvolft í hendi og beint á disk (það þarf að nota snögg handbrögð til að brenna sig ekki).

Þegar stungið er í kökuna á hún að leka út.

Gott er að bera fram með vanillusósu eða ís.

Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson

Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari.

Sjá einnig:

Heit Vanillusósa – Cremé Anglaise

 

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Kampavínskokteill – Uppskrift

Birting:

þann

Kampavínskokteill - Styrmir Bjarki Smárason

Kampavínskokteill

Blandað í frekar stórt og mikið glas og setjið klakamola í botninn eftir smekk.

1 dropi af Appelsínu bitter
15 ml af Cointreau
fyllt upp (120-150ML) af Piper-Heidsieck Sauvage sem er rósa kampavínið frá Piper-Heidisieck

Hægt er að sjá í þættinum Matur & Heimili með Sjöfn Þórðar þegar Sjöfn heimsótti Fiskmarkaðinn og fékk að kynnast leyndardómnum bak við kampavíns sumarkokteilinn í ár.

Styrmir Bjarki Smárason

Höfundur: Styrmir Bjarki Smárason yfirþjónn á Fiskmarkaðinum.

Myndir: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Uppskriftir

Sangria – Spænskur sumardrykkur með jarðarberjum og bláberjum

Birting:

þann

Sangria - Spænskur sumardrykkur með jarðarberjum og bláberjum

Sangria er vinsæll sumardrykkur á Spáni sem er auðvelt að sníða að eigin smekk með ávaxtavali. Skerið ávexti, hrærið öllu nema sódavatninu saman við, kælið og njótið í góðra vina hópi!

Sangria:

Adobe Reserva – Cabernet Sauvignon, 1 flaska / 750 ml

Appelsínusafi, 300 ml

Hlynsíróp, 60 ml + meira eftir smekk

Brandý, 120 ml + meira eftir smekk

Appelsína, 1 stk

Epli, 1 stk

Jarðarber, 200 g

Bláber, 100 g

Sódavatn, 330 ml

Skerið appelsínu í þunnar sneiðar og epli og jarðarber í bita.
Blandið öllum hráefnum saman í a.m.k 1,5 ltr könnu. Smakkið til með brandý og hlynsírópi. Geymið í kæli í 2 klst.
Toppið með sódavatni og berið fram með klökum.

Mynd: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Lesa meira

Uppskriftir

Bufftartar hugmyndir – Hvernig varð bufftartar til?

Birting:

þann

Bufftartar

Bufftartar

Sagt er að uppskriftin að „tatarabuffi“ (bufftartar) hafi orðið til í gamla daga þegar tatarar settu hrátt kjöt milli hnakks og hest til að kjötið yrði meyrt meðan þeir voru á reið. Síðar komust menn að því, að ef kjötið var skafið varð það algjört sælgæti.

Óneitanlega eru bestu hrábuffin úr sköfnu nautakjöti, en algengast er að þau séu gerð úr hökkuðu nautakjöti. Notið lundir eða innanlæri.

Áríðandi er að kjötið sé nýhakkað og sé ekki handfjatlað meira en nauðsyn krefur.

Ótal afbrigði eru til af tatarabuffi. Hér eru nokkrar uppskriftir og í þeim er gert ráð fyrir 150 gr af hökkuðu kjöti á mann.

Franska hrábuffið

Hellið tveimur eggjarauðum á mann í skál, hrærið í með trésleif og bætið út í 1/2 matsk. af frönsku, ljósu sinnepi, 2 matsk. olíu, 1/2 matsk. söxuðum lauk, 1/2 matsk. kapers, tveim skvettum af Worcestershiresósu og tveim skvettum Tabasco sósu.

Hrærið og bætið síðan út í 150 g af hökkuðu kjöti á mann.

Hrærið í með gaffli, setjið svolítið salt og pipar, leggið farsið á disk og mótið buffið svo það sé um 1,5 sm að þykkt. Grillið buffið ef einhver vill það heldur þannig. Stráið yfir saxaðri steinselju. Berið hrásalat með, súrmeti og ólivur.

Tatarabuff

Hrátt buff með miklum pipar fyrir þá sem vilja sterkan mat. Blandið saman 1 tesk af rifnum lauk, 1 tesk chilidufti og einni matsk. chilisósu á mann og hrærið kjötinu saman við með gaffli.

Motið lítil buff og skreytið með söxuðum sveppum, saxaðri papriku og steinselju, og ólivusneiðum

Pan American tatarabuff

Mótið stór ferköntuð hrábuff, ekki of þykk og skreytið með svörtum kavíar, söxuðum lauk og eggjarauðu.

Venjulegt tatarabuff

Mótið buff úr hakkinu, gerið í það skorur með hnífsegg og skreytið meö kapers, piparrót, söxuöum rauðrófum og fíntsöxuðum lauk. Setjið eggjarauöu innan 1 laukhring á miðjuna og berið fram salt og svartan pipar, helst í piparkvörn.

Breskt tatarabuff

Hrátt hakkabuff er skreytt með enskum súrum „pickles“ og í miðjuna er sett hálft linsoðið egg.

Sólaruppkoma

Mótið lítil buff og skreytið með fínt saxaðri púrru, litlum sneiðum af kryddsíld og setjið hráa eggjarauðu í miðjuna.

Fróðleikur þessi var birtur í heimilistímanum árið 1977.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið