Vertu memm

Uppskriftir

Heit Súkkulaðikaka með blautum kjarna

Birting:

þann

Heit Súkkulaðikaka með blautum kjarna

Fyrir 16 persónur

Innihald:

  • 50 ml mjólk
  • 4 egg
  • 230 gr suðusúkkulaði
  • 30 gr flórsykur
  • 70 ml rjómi
  • 60 gr sykur
  • 60 gr smjör
  • 50 gr hveiti

Aðferð:

  1. Þeytið saman eggin og sykurinn í hrærivél þar til blandan er létt og ljós.
  2. Sjóðið upp á mjólkinni og rjómanum, takið af hitanum og bætið söxuðu súkkulaðinu og smjörinu saman við.
  3. Bætið súkkulaðiblöndunni varlega út í eggjablönduna og bætið við flórsykri og hveiti.
  4. Setjið blönduna í litlar hitaþolnar skálar eða kakóbolla sem þola hitann vel og búið er að smyrja að innan og dusta með hveiti.
  5. Bakið við 200 gráður í 8-10 mínútur.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið