Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Heimabarinn er ný kokteilabók – Andri: „….með nákvæmlega sömu hugmynd í kollinum“

Birting:

þann

Heimabarinn

Heimabarinn er kokteilabók eftir barþjónana Ivan Svan Corvasce og Andra Davíð Pétursson.

Í bókinni má finna 63 uppskriftir af fjölbreyttum kokteilum, 19 uppskriftir af heimagerðum sírópum & líkjörum auk fróðleiks um baráhöld, glös, klaka og öll helstu vörumerkin sem notuð eru í nútíma kokteilagerð.

Bókin mun gefa þér innsýn inn í heim barþjónsins og auðvelda þér að koma þér upp þínum eigin Heimabar. Markmið bókarinnar er þú öðlast færni og þekkingu til að framreiða ómótstæðilega kokteila sem vel er tekið eftir.

„….með nákvæmlega sömu hugmynd í kollinum“

Heimabarinn

Ivan Svan Corvasce og Andri Davíð Pétursson

„Fyrir ári síðan í miðri covid bylgju komumst við Ivan Svanur að því að við værum með nákvæmlega sömu hugmynd í kollinum. Hugmyndin var að búa til íslenska kokteilabók sem yrði sérstaklega gerð fyrir fólk sem vill læra að gera kokteila heima hjá sér.  Enska hugtakið “great minds, think alike” á við í þessu samhengi, því að auki vorum við með sama nafn í huga. Bókin skyldi heita Heimabarinn. Við félagarnir ákváðum að snúa bökum saman og gera bókina í sameiningu.“

Skrifar Andri Davíð um bókina á facebook.

„Það reyndist hárrétt ákvörðun því samstarf okkar hefur verið gjörsamlega frábært.  Fyrir menn sem eiga gjarnan erfitt með að setjast niður einbeita sér að einum hlut í einu þá var ómetanlegt fyrir okkur að hafa hvorn annan. Með mikilli þrautseigju, tíma og vinnu þá náðum við markmiðinu okkar og erum að gefa fyrstu íslensku kokteilabókina sem hugsuð er fyrir heima barþjóninn“

Kokteilabókin Heimabarinn kemur bráðlega í forsölu á vefslóðinni www.heimabarinn.is

@Heimabarinn er á samfélagsmiðlum!

Facebook | Instagram

Fleiri fréttir af Andra hér og Ivan Svan hér.

Myndir: Heimabarinn.is

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið