Vertu memm

Uppskriftir

Heilsubrauð

Birting:

þann

Heilsubrauð

Þetta brauð er ofur heilsusamlegt og bragðgott:

5 bollar heilhveiti
12 tsk lyftiduft
2,5 tsk salt
2 bollar sólblómafræ
2 bollar graskersfræ
1,5 bolli hörfræ
3 msk síróp
1 liter AB-mjólk

Blandið saman þurrefnum og fræjum. Blandið saman sírópi og AB-mjólk, hrærið saman við þurrefnin. Setjið í form og bakið 90 mín við 180 gráður, í blástursofni.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Harissa kryddaðar franskar með Tzatzikisósu – Smellpassar með grillmat

Birting:

þann

Harissa kryddaðar franskar með Tzatzikisósu

Harissa kryddaðar franskar með Tzatzikisósu

Algjörlega ómótstæðilegar franskar kartöflur með smá „kicki“ sem smellpassa með til dæmis grillmat eða kjúkling. Þetta er uppáhalds leiðin mín til að bera fram franskar kartöflur og Tzatzikisósan er ómissandi með.

Sem meðlæti fyrir 2:

Japanskt majónes, 40 ml
Sýrður rjómi, 40 ml
Tzatziki kryddblanda, 2 tsk / Kryddhúsið
Salt eftir smekk
Franskar kartöflur, 400 g / Ég nota Aviko Super Crunch
Marokkósk harissa kryddblanda, 0,5 tsk / Kryddhúsið
Hvítlauksduft, 0,5 tsk / Kryddhúsið
Paprikuduft, 0,5 tsk / Kryddhúsið
Kóríander eða steinselja, 3 g

Aðferð:

Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma og Tzatziki kryddblöndu. Smakkið til með salti og geymið í kæli.

Setjið frönsku kartöflurnar í stóra skál og veltið upp úr olíu og salti.

Dreifið frönsku kartöflunum yfir bökunarplötu með ofnpappír og bakið eftir leiðbeningum á umbúðum en hrærið í 2-3 yfir bökunartímann.

Saxið kóríander eða steinselju mjög smátt.

Færið bökuðu frönsku kartöflurnar í stóra skál á meðan þær eru enn heitar og kryddið með harissa kryddi, hvítlauksduft og papriku. Veltið kartöflunum vel upp úr kryddinu og stráið söxuðum kóríander eða steinselju yfir og blandið saman við frönsku kartöflurnar.

Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Lesa meira

Uppskriftir

Girnilegur Piccata kjúklingur með ljúffengu pasta og lúxus tricolore salati

Birting:

þann

Piccata kjúklingur með ljúffengu pasta og lúxus tricolore salati

Piccata kjúklingur með ljúffengu pasta og lúxus tricolore salati

Það spannst talsverð umræða í dag um hvaða kjúklingarétt ætti að elda í kvöld. Ég stakk upp á Kjúkling Parmigiano – en Snædís var ekki spennt. Vilhjálmur stakk upp á þessum rétti og ég varð að játa að ég hafði aldrei heyrt hann nefndan. Og er ég þó nokkuð lesinn í ítölskum réttum.

En það er gaman að láta koma sér á óvart – og eftir smá lestur varð þessi réttur til. Ég beygði aðeins frá uppskriftinni sem oftast var að finna á netinu og bætti smá lauk, hvítlauk og rjóma saman við það sem ég hafði kynnt mér um daginn.

Og úr varð þessi uppskrift.

4 kjúklingabringur
4 msk hveiti
2 tsk Ítalinn, pizzakrydd frá Kryddhúsinu og grgs.is
salt og pipar
50 g smjör til steikingar
góð jómfrúarolía til steikingar

Fyrir sósuna

1/2 gulur laukur
2 hvítlauksrif
50 g smjör
jómfrúarolía
3 msk kapers
safi úr einni sítrónu
handfylli steinselja
100 ml gott hvítvín
200 ml rjómi
salt og pipar

Rustichella D’Abruzzo spaghetti
30 g smjör
sítrónuólía frá Olio Principe

Salatið

1 buffalo mozzarella
6 piccolotómatar frá Friðheimum
1 msk ferskt basil (sem við fengum að gjöf frá Helenu í Friðheimum)
salatlauf
olía
góð balsamic olía
salt og pipar

Piccata kjúklingur með ljúffengu pasta og lúxus tricolore salati

Aðferð

Byrjið á því að bragðbæta hveitið með kryddinu (þ.m.t. salti og pipar).

Blandið vel saman og hjúpið kjúklinginn rækilega.

Bræðið smjör á pönnu og bætið olíunni saman við og steikið kjúklinginn að utan. Setjið svo í eldfast mót og haldið heitu í ofni.

Sneiðið laukinn, hvítlaukinn og steikið úr smjöri og olíu þangað til mjúkur. Bætið svo hvítvíni á pönnuna og sjóðið niður.

Bætið næst kapers, sítrónusafa og sjóðið í tvær mínútur.

Svo rjóma – og sjóðið í fimm mínútur.

Bætið svo handfylli af steinselju saman við. Kúfaðri handfylli!

Notið gott pasta. Það breytir öllu!

Á meðan sósugerðin stendur yfir – sjóðið pastað í ríkulega söltuðu vatni, nógu af vatni. Ég er með 8 l pott sem ég fylli. Salta með fullt af salti – tvö grömm fyrir lítra af vatni.

Þegar kjúklingur er eldaður í gegn er honum bætt saman við sósuna. Skreytt með steinselju og sítrónusneiðum raðað með.

Með matnum bárum við fram klassískt salat – tricolore. Fann buffalo mozzarella í búðinni og lagði á beð af fersku salati ásamt piccolo tómötum og fersku basil. Nóg af jómfrúarolíu, ljúffengri balsamic olíu, salti og pipar.

Svo er bara að raða á disk.

Með matnum nutum við Piccini Memoro – sem er blanda af fjórum þrúgum frá Ítalíu. Þetta vín er ljúffengt, bragðríkt og með mjúkt eftirbragð. Og er líka ljúft fyrir budduna.

Bon appetito!

Myndir og höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson, einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu.

Lesa meira

Uppskriftir

Kartöflu-Tómatsúpa með rifnum osti

Birting:

þann

Tómatsúpa

Hægt er að nota grófsaxaða tómata í staðinn fyrir fínhakkaðir

Þessi súpa er kraftmikil og góð súpa t.d. í hádeginu með góðu brauði.

Hráefni:
1 msk smjör
1 msk ólífuolía
200 gr saxaður smálaukur
500 gr kartöflur, afhýddar og skornar í smáteninga
500 ml grænmetissoð
400 gr fínhakkaðir tómatar úr dós
70 gr tómatmauk
gróft salt
6 dropar tabasco sósa
150 gr rifinn ostur

Aðferð:
Svitið laukinn í ólíunni og smjörinu. Bætið öllu öðru saman við, nema osti og látið sjóða rólega í 20 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar meyrar.  Saltið ef þurfa þykir.  Hellið í 4 skálar og stráið osti yfir. Skreytið með coriander-laufum.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Paloma dagurinn 22.05.2020
    Í dag er Alþjóðlegi Paloma dagurinn.  Hvað er Paloma?  Paloma er þjóðar kokteill Mexíkó búa. Um er að ræða einfaldan kokteil sem inniheldur Tekíla, límónu safa og greipaldin gos. Paloma er ferskur kokteill með sítrustónum sem mynda virkilega góða bragðsamsetningu með góðu Tekíla. Margir halda að heimsfrægi kokteillinn Margaríta sé þjóðar drykkur Mexíkó enn staðreyndin […]
  • Ameríski Handverks Bjórdagurinn 19.05.2020
    Síðastliðin sunnudag var hin árlegi American Craft Beer Day haldin. Í tilefni þess ákváðu Viceman og bjórsérfæðingurinn Hjörvar Óli að halda Bjórsmakk á facebook síðu Viceman. Teknir voru fyrir sex bjór stílar og tveir bjórar smakkaðir í hverjum stíl. Annarsvegar Amerískur bjór og hinsvegar Íslenskur bjór. Samtals voru því smakkaðir tólf bjórar í heildina . […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag