Vertu memm

Uppskriftir

Harissa kryddaðar franskar með Tzatzikisósu – Smellpassar með grillmat

Birting:

þann

Harissa kryddaðar franskar með Tzatzikisósu

Harissa kryddaðar franskar með Tzatzikisósu

Algjörlega ómótstæðilegar franskar kartöflur með smá „kicki“ sem smellpassa með til dæmis grillmat eða kjúkling. Þetta er uppáhalds leiðin mín til að bera fram franskar kartöflur og Tzatzikisósan er ómissandi með.

Sem meðlæti fyrir 2:

Japanskt majónes, 40 ml
Sýrður rjómi, 40 ml
Tzatziki kryddblanda, 2 tsk / Kryddhúsið
Salt eftir smekk
Franskar kartöflur, 400 g / Ég nota Aviko Super Crunch
Marokkósk harissa kryddblanda, 0,5 tsk / Kryddhúsið
Hvítlauksduft, 0,5 tsk / Kryddhúsið
Paprikuduft, 0,5 tsk / Kryddhúsið
Kóríander eða steinselja, 3 g

Aðferð:

Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma og Tzatziki kryddblöndu. Smakkið til með salti og geymið í kæli.

Setjið frönsku kartöflurnar í stóra skál og veltið upp úr olíu og salti.

Dreifið frönsku kartöflunum yfir bökunarplötu með ofnpappír og bakið eftir leiðbeningum á umbúðum en hrærið í 2-3 yfir bökunartímann.

Saxið kóríander eða steinselju mjög smátt.

Færið bökuðu frönsku kartöflurnar í stóra skál á meðan þær eru enn heitar og kryddið með harissa kryddi, hvítlauksduft og papriku. Veltið kartöflunum vel upp úr kryddinu og stráið söxuðum kóríander eða steinselju yfir og blandið saman við frönsku kartöflurnar.

Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið