Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Hákon Már er maðurinn á bakvið matseðilinn á nýjum veitingastað í Keflavík

Birting:

þann

Fiskbarinn

Á meðal rétta á matseðli Fiskbarsins er pönnusteiktur þorskhnakki, kirsuberjatómatar, grilluð paprika, ólífur, bankabygg, sítrónu-möndlukremsósa.

Sjávarréttir, kjöt og grænmeti úr næsta umhverfi leika lykilhlutverk á matseðli á nýjum veitingastað í Keflavík.

Staðurinn hefur fengið nafnið Fiskbarinn og er staðsettur á Hótel Berg sem er glæsilegur gististaður við smábátahöfnina í hjarta Keflavíkur. Það var Haf Studio sem umbreytti veitingasalnum á hótelinu, sem var áður einungis nýttur fyrir morgunverð og fundi á hótelinu.

Hótel Berg - Fiskbarinn

Hótel Berg er glæsilegur gististaður við smábátahöfnina í hjarta Keflavíkur.

Fiskbarinn rúmar 30 matargesti og verður opinn fimmtudaga til laugardaga frá kl 17: – 22:00.

Fiskbarinn - Hákon Már Örvarsson

Hákon Már Örvarsson

Hákon Már Örvarsson hannar matseðilinn

Það er enginn annar en Hákon Már Örvarsson matreiðslumeistari og brons Bocuse d‘Or verðlaunahafi sem er maðurinn á bakvið matseðilinn á Fiskbarnum. Það þarf vart að kynna Hákon fyrir veitingabransanum, en hann hefur meðal annars verið yfirkokkur á veitingastaðnum Vox, yfirkokkur á veitingastað Hótel Holt og starfað á Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg.

Matseðillinn er síbreytilegur eftir árstíðum og byggir á því sem ferskast er og best hverju sinni. Vínlistinn er vandaður og einfaldur. Í takt við matseðilinn samanstendur hann af níu léttvínstegundum sem falla fullkomlega að réttunum. Einnig er í boði úrval gosdrykkja sem og bjór, bruggaður á Suðurnesjum.

Opnar árið 2021

Áætlað er að opna Fiskbarinn um mánaðarmótin janúar og febrúar 2021.

Fiskbarinn

Fiskbarinn

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið