Vertu memm

Markaðurinn

Hafliði kynnti íslenskt lambakjöt í Berlín með Michelin stjörnukokkinum Tom Wickboldt

Birting:

þann

Kynning á íslensku lambi í Berlín

Hafliði Halldórsson og Tom Wickboldt

Á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlin var íslensku lambakjöti gerð góð skil með kynningu og sölu til mótsgesta. Að verkefninu koma vörumerki þýskra seljenda Vikingyr ofl samstarfsaðilar. Vikingyr kaupir sitt kjöt frá Kjarnafæði í gegnum innflytjandann RW Warenhandel. Icelandic Lamb styður við verkefnið með gerð auglýsingaefnis og birtinga auk þess að leggja þjóðverjunum lið við viðburði sem þennan.

Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Icelandic Lamb tók þátt í kynningu og matreiðslu með þýska teyminu með michelin stjörnukokkinum Tom Wickboldt. þar sem þúsundir gesta smökkuðu lambið í ýmsum útfærslum á lamba veitingastað Vikingyr.

Að auki bauð Vikingyr og Icelandic lamb gestum í 50 ára afmæli FEIF ( International Federation of Icelandic Horse Associations) á bás Horses Of Iceland upp á lambarétti sem Hafliði framreiddi.

Myndir: aðsendar / úr einkasafni Hafliða.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið