Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Gyllta Glasið 2015

Birting:

þann

Gyllta Glasið 2015

Verðlaunavínin

Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2015 sem var haldin í 11 sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Í ár var verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og var 2014 og máttu vínin koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.

Gyllta Glasið 2015

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica mánudaginn og þriðjudaginn 4-5 maí. Þáttakan í Gyllta glasinu í ár var frábær viðað við verðflokkinn, en alls skiluðu sér 119 vín til leiks frá 13 vínbirgjum.

Í ár skreyttum við dómarapanelinn með þekktum vínsérfræðingum, vínbirgjum, reyndum vínáhugamönnum innan veitingariðnaðarins og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra bestu þakkir fyrir þáttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni.

Alls voru það 24 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá Sigrúnu Þormóðsdóttir Ástþóri Sigurvinssyni og Jóni Eggert Víðissyni og eiga þau endalausar þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert, svo má alls ekki gleyma Hilton Reykjavík Nordica fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu, þjónustu með frábærum veitinginum.

10 hvítvín og 10 rauðvín urðu svo fyrir valinu og hlutu Gyllta glasið 2015. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Verðlaunavín Gyllta Glasið 2015

Hvítvín

Verð
Vínbirgi
Bramito del Cervo Chardonnay 2014 2.799 Globus
Tariquet Réserve 2013 2.590 Vínekran
Willm Gewurztraminer Reserve 2013 2.999 Haugen
Willm Riesling Reserve 2013 2.699 Haugen
Terrunyo Sauvignon Blanc 2009 3.099 Mekka
Envoy Chardonnay 2011 2.758 Vífilfell
Jean Leon 3055 Organic Chardonnay 2014 2.790 KKK
Jacobus Riesling Trocken 2013 2.956 Berjamór
Domaine Tabordet Pouilly Fume 2013 2.965 Vífilfell
Vicar’s Choice Riesling 2012 2.499 Haugen

Rauðvín

Domaine de Villemajou Corbieres Boutenac 2013 3.199 Globus
Château La Sauvageonne Cuvée Pica Broca 2013 2.969 Globus
Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 2013 2.999 Mekka
Nederburg Manor House Cabernet Sauvignon 2012 2.599 Globus
Morandé Gran Reserva Merlot 2011 2.767 Vífilfell
Marques de Casa Concha Merlot 2012 2.999 Mekka
Coto de Imaz Gran Reserva 2005 3.499 Globus
Bodegas Montecillo Viña Monty Reserva 2009 2.998 Globus
Pujol Côtes du Roussillon Fûts de Chêne 2012 2.790 Vínekran
Marques de Caceres Reserva 2009 3.292 Vín Tríó

 

Vínþjónasamtökin vilja þakka öllum birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum sigurvegurum til hamingju.

f.h. Vínþjónasamtaka Íslands

Þorleifur Sigurbjörnsson

Ritari/gjaldkeri

 

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Keppni

Íslenskt gin hlaut silfurverðlaun í Englandi – 840 gintegundir tóku þátt í keppninni

Birting:

þann

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery hlaut silfurverðlaunin í keppninni International Wine and Spirit Competition í Englandi, en úrslit hennar voru tilkynnt þann í gær 7. ágúst.

Stuðlaberg gin er framleitt í Hafnafirðinum og er búið til úr okkar einstaka íslenska vatni ásamt sérvöldum hráefnum. Þetta er fyrsta keppnin sem Stuðlaberg gin tekur þátt í og fékk þar silfurverðlaunin með 92 stig af 100 mögulegum.

„Þessi keppni er mjög stór og þekkt enda voru þar 840 gintegundir sem tóku þátt alls staðar úr heiminum, það mætti þá segja að árangurinn hjá okkur sé gríðalega góður enda er varan bara nýkomin á markað sem gerir þessi verðlaun enn sætari fyrir vikið,“

segir Hákon Freyr eigandi Hovdenak Distellery.

Fyrirtækið var stofnað árið 2018 með það að markmiði að bjóða upp á gæðavöru sem er framleidd á Íslandi. Hægt er að nálgast Stuðlaberg gin hjá ÁTVR, fríhöfninni líka einnig hjá Drykk ehf. og á öllum betri veitingastöðum landsins.

Á þessum stutta tíma er varan komin til fjölmargra landa eins og til Danmerkur, Þýskalands, Bretlands, Kína og Singapúr ásamt öðrum löndum.

Lesa meira

Vín, drykkir og keppni

Einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi í skemmtilegu viðtali

Birting:

þann

Ásgeir Már Björnsson

Ásgeir Már Björnsson

Einn af frumkvöðlum kokteilmenningar á Íslandi Ásgeir Már Björnsson er gestur Viceman í hlaðvarpsþættinum Hristarinn sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér að neðan.

Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður, er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.

Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo árum skiptir enn skrefið var tekið örlítið lengra á Slippbarnum sem að mati margra varð til þess að kokteilar urðu fyrir valinu hjá áður bjór og vín þyrstum gestum landsins.

Kokteilarnir voru ögrandi og sama má segja um þann sem stjórnaði þessu öllu saman á bakvið barinn. Ási hefur í mörg ár verið eitt af stóru nöfnunum í barsenu landsins. Hann er barþjónn með sterkar skoðanir og hefur tekist að framkvæma margt sem síðar hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á þróun kokteilsins á Íslandi.

Ber þar að nefna Slippbarinn, Pablo Discobar og Reykjavík Bar Summit sem allt er krufið í þættinum Hristarinn. Hann starfar í dag á barnum Mikropolis í Danmörku og hægt er að fylgjast með honum á instagraminu @mixmasterflex.

Fleiri fréttir um Ása hér.

Mynd: Instagram / mixmastrerflex

Lesa meira

Vín, drykkir og keppni

Íslenskt viskí vinnur til gullverðlauna í London

Birting:

þann

Flóki Single Malt Whisky frá Eimverk Distillery vann gullverðlaun í London Spirits Competition 2020 - Íslenskt viskí vinnur til gullverðlauna í London

Flóki Single Malt Whisky frá Eimverk Distillery vann gullverðlaun í London Spirits Competition 2020, mánudaginn síðastliðinn. Keppnin hófst 6 Júlí og voru yfir 1000 vörur skráðar frá 69 löndum, þar af 122 viskí.

Flóki er fyrsta og eina íslenska viskíið og er framleitt úr íslensku byggi af Eimverk Distillery í Garðabænum. Nú þegar, hefur Flóki náð nokkuð góðum árangri á erlendum mörkuðum og er í dag fluttur út til yfir 20 landa, þar með talið til Þýskalands, Frakklands, Bandaríkjanna, Kína og Japan.

Flóki hlaut 93 stig í keppninni og aðeins 3 önnur viskí hlutu gullverðlaun af 122. Bragð vörunnar vegur hæst í stigagjöf og gefur allt að 50 stig. Síðan eru 25 stig gefin fyrir verðgildi og 25 stig fyrir útlit og framsetningu.

„Við erum gríðarlega ánægð og stolt af þessum árangri. Við eigum stórkostlega gott vatn og bygg hér á Íslandi og undanfarin 10 ár höfum við stöðugt verið að bæta okkur í viskígerð“

Segir Haraldur Þorkelsson forstjóri Eimverks í tilkynningu.

Eimverk Distillery var stofnað árið 2011 með það að markmiði að þróa og framleiða íslenskt viskí úr 100% íslenskum hráefnum. Flóki kom fyrst á markað árið 2014 og hefur verið í stöðugri þróun undanfarin 10 ár. Eimverk býður upp á verksmiðjuheimsóknir fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér framleiðsluna og vöruna nánar.

Flóki viskí er fáanlegt í Fríhöfninni, ÁTVR og á betri veitingastöðum landsins.

Mynd: aðsend

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag