Vertu memm

Frétt

Guide Michelin fyrir Bretlandseyjar 2009

Birting:

þann

The Dining Room, Whatley Manor, Malmesbury, Wiltshire

The Dining Room, Whatley Manor, Malmesbury, Wiltshire

Fyrir stuttu var Guide Michelin fyrir Bretlandseyjar 2009 kunngerður og eru hér að neðan nýjustu útdeilingar á stjörnum í Englandi:

Nýjir staðir í Englandi með 2 stjörnur:

Utan London
The Dining Room, Whatley Manor, Malmesbury, Wiltshire

Í London
Alain Ducasse at the Dorchester
Hibiscus
L’Atelier de Joël Robuchon

Nýjir staðir með eina stjörnu

Utan London
Michael Wignall at the Latymer, Pennyhill Park, Bagshot, Surrey
The Terrace, Montague Arms, Beaulieu, Hampshire
Fraïche, Oxton, the Wirral, Cheshire
Purnell’s, Birmingham, West Midlands
Turners, Birmingham, West Midlands
The Burlington, Devonshire Arms hotel, Bolton Abbey, North Yorkshire
Lords of the Manor, Upper Slaughter, Gloucestershire
Casamia, Bristol
Manor House Hotel & Gold Club, Castle Combe, Wiltshire
The Neptune, Hunstanton, Norfolk
La Bécasse, Ludlow, Shropshire
The Nut Tree, Murcott, Oxon
Auberge du Lac, Welwyn Garden City, Hertfordshire
The Hambrough, Ventnor, Isle of Wight

Í London
Chapter One, Bromley, Kent
St John, Smithfield.
Ambassade de L’Ille, South Kensington
Hélène Darroze at the Connaught, Mayfair
Murano, Mayfair
Kai, Mayfair
Semplice, Mayfair
L’Autre Pied, Marylebone

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Frétt

Mjólkursamsalan biðst velvirðingar á óstöðugleika á rjómaostinum

Birting:

þann

Rjómaostur til matargerðar

Undanfarið hafa staðið yfir breytingar á framleiðslulínunni á rjómaostinum hjá Mjólkursamsölunni og er markmiðið að koma með mýkri og betri rjómaost.

Sjá einnig:

Rjómaostur til matargerðar mýkri en áður

Osturinn átti ekki að tapa neinum af eiginleikum þess gamla heldur að bæta við, segir í tilkynningu frá MS. Ný vél var keypt í framleiðsluna enda var sú sem fyrir var komin vel á aldur og úrelt á marga vegu. Nýja framleiðsluaðferðin tryggir mun betri nýtingu á mjólkinni og framleiðsla á rjómaosti er því mun umhverfisvænni en áður.

Í vöruþróunarferlinu var mikil áhersla lögð á að prófa rjómaostinn í matargerð og bakstur og tókust þær tilraunir vel. Nú þegar framleiðsla er hafin með nýju vélinni þá hafa komið upp vandamál og hefur osturinn stundum verið of linur eða kornóttur. Í sumum tilvikum breytist áferðin á rjómaostinum þegar hann er hitaður.

Unnið er hörðum höndum að ná stöðugleika í framleiðsluna og MS þykir mjög leitt að sumir viðskiptavinir hafi fengið ost sem stóðst ekki væntingar. Margar gagnlegar ábendingar hafa borist frá neytendum og er reynt að koma til móts við sem flesta og vonandi verða allir sáttir að lokum.

Biðst MS velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar breytingar hafa haft í för með sér og vonast er að þessir byrjunarörðugleikar heyri brátt sögunni til.

Mynd: ms.is

Lesa meira

Frétt

Málmbiti í grænmetislasagna

Birting:

þann

Lasagne - Amy´s Kitchen grænmetislasagn

Matvælastofnun varar við neyslu á Amy´s Kitchen grænmetislasagna vegna aðskotahlutar (málmbita) sem fannst í vörunni. Fyrirtækið Einstök matvæli ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

Vörumerki: Amy’s Kitchen
Vöruheiti: Vegetable Lasagne – Gluten Free
Nettómagn: 255 g
Strikanúmer: 0042272003747
Lotunúmer: 30-K269
Best fyrir lok: Nóvember 2021
Geymsluskilyrði: Frystivara
Innflytjandi: Einstök matvara ehf., Lambhagavegi 13, 113 Reykjavík
Dreifing: Verslanir Hagkaupa, Heimkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og verslanir Nettó

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga.  Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki upplýsingar um að neysla á vörunni hafi valdið neytendum skaða. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir starfsfólk Einstakrar matvöru í síma 557 1771.

Lesa meira

Frétt

COVID-19: Getur matur komið í veg fyrir sýkingar?

Birting:

þann

Kórónuveiran - COVID-19

Undanfarna daga hefur borið á því í fjölmiðlum, auglýsingum og á samfélagsmiðlum að kynntar séu ýmsar vörur sem eiga að styrkja ónæmiskerfi líkamans og koma í veg fyrir sýkingar, m.a. af völdum kórónaveira. Slíkar upplýsingar eða staðhæfingar eru rangar og villandi fyrir neytendur og Matvælastofnun varar við slíkum upplýsingum.

Fæðubótarefni eru matvæli og ekki má eigna þeim þá eiginleika að fyrirbyggja sýkingar eða lækna sjúkdóma. Þetta gildir einnig um matvæli almennt.

Það er vissulega rétt að virkt ónæmiskerfi skiptir höfuðmáli til að verjast sýkingum en það er engin ofurfæða eða fæðubótarefni sem geta komið í veg fyrir sýkingu af völdum kórónaveira.  Góð næring skiptir miklu máli fyrir eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins en langflestir hérlendis uppfylla næringarþarfir sínar með góðu og fjölbreyttu fæði. Á vef landlæknis má finna upplýsingar um mikilvægi góðrar næringar fyrir heilsu.

Besta leiðin til að verja sig gegn kórónaveirunni er fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis varðandi handþvott, hósta eða hnerra í olnbogabótina og takmarka náin samskipti s.s. handabönd og faðmlög.

Einnig er nú sem endranær rétt að benda á leiðbeiningar Matvælastofnunar um meðhöndlun matvæla við matargerð og spurt og svarað um COVID-19 og matvæli.

Mynd: úr safni

Lesa meira
  • Viceman kynnir nýjan liðsmann 29.03.2020
    Hjörvar Óli Sigurðsson hefur gengið til liðs við Viceman og mun sjá um bjór skrif inná síðunni. Taka skal fram að skrifin munu að engu leyti raska aðal starfi Hjörvars á Brewdog Reykjavík og munu fastagestir staðarins áfram getað notið nærveru Hjörvars þar. Hjörvar er eini Cicerone á Íslandi. Um er að ræða viðurkennda gráðu […]
  • Ivan Svanur Corvace 29.03.2020
    Ivan Svanur | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Það er óhætt að segja að Ivan sé einn allra vinalegasti barþjónn landsins. Hann hefur ekki langt að sækja það því hann er hálfur Ítali og þeir gjarnan þekktir fyrir mikla gestrisni.  Ivan hefur verið fyrirferða mikill barþjónn í barsenu Íslands á undanförnum árum. Hefur hann […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag