Vertu memm

Uppskriftir

Grískur Sítrónukjúklingur með Ólífum og Koriander

Birting:

þann

Grískur veitingastaður - Grikkland

Klassískur grískur veitingastaður.
Sítrónur eru mikið notaðar í grískri matargerð. Forngrísk matargerð einkenndist af sparsemi og voru þrjú hráefni meginuppistaða í matargerðinni sem voru oft kölluð „Miðjarðarhafsþríeykið“: hveiti, ólífuolía og vín. Kjöt var sjaldan á boðstólnum, en fiskur mun algengari. Sítrónur voru t.a.m. notaðar í læknisfræðilegum tilgangi í matargerð.

Þessi réttur var á Grískum matseðli sem ég setti saman í tilefni af Grískri menningarviku á veitingastaðnum Café Óperu í febrúar 1998.

Sítrónukjúklingur

Sítrónukjúklingur

Innihald:

½ tsk kanelduft
½ tsk turmeric
1 stk kjúklingur (1.5 kg)
30 ml olífuolía
1 stór laukur sneiddur þunnt
1 msk fínsöxuð engiferrót
600 ml kjúklingasoð
2 stk sítrónur, skornar í báta og í tvennt
75 gr góðar ólífur
15 ml tært hunang
4 msk saxað ferskt koriander
Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190 gráður. Blandið saman í skál turmeric, kanel, salti og pipar og nuddið kjúklinginn jafnt upp úr kryddblöndunni.
  2. Hitið olíuna í stórum potti eða á stórri pönnu og brúnið kjúklingin jafnt á öllum hliðum. Færið kjúklinginn upp á ofnfast fat.
  3. Bætið lauknum á pönnuna og steikið í 3 mínútur. Setjið saxað engifer í pönnuna ásamt kjúklingasoði, látið sjóða við vægan hita. Hellið yfir kjúklinginn og lokið forminu með t.d. álpappír. Bakið í 30 mínútur.
  4. Takið úr ofninum og bætið sítrónum, ólífum og hunangi saman við, bakið áfram í 30 mínútur loklaust.
  5. Að bökun lokinni skal strá söxuðu kóriander yfir og smakka réttinn til.

Skreytt með kórianderlaufum og framreitt strax.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið