Vertu memm

Uppskriftir

Grillaður Lax með Coriander pesto

Birting:

þann

Laxasteikur - Lax - Ferskur

Grillaður Lax með Coriander pesto

Aðalréttur fyrir 4

4x 120 gr laxastykki
salt og svartur pipar úr kvörn
ólífuolía til penslunar

Coriander pesto:
1 búnt ferskt coriander
1 búnt steinselja
100 gr furuhnetur
1 tsk sítrónusafi
1 msk balsamico edik
salt og svartur pipar úr kvörn
75 ml ólífuolía
30 gr parmesanostur
2 saxaðir hvítlauksgeirar

Sítrónugrassósa:
2 stk sítrónugras (lemongrass)
-má nota niðursoðið
50 gr saxaður charlottulaukur
100 ml hvítvín
1 tsk turmeric
100 ml fisksoð
100 ml rjómi
2 msk ólífuolía
2 msk smjör

Meðlæti:
Soðnar kartöflur og salat

Aðferð:
Kryddið laxinn með salti og pipar og penslið með ólífuolíu. Grillið á vel heitu grilli í 1-2 mínútur á hvorri hlið.

Pesto:
Blandið öllu saman í matvinnsluvél og látið snúast í nokkra hringi. Setjið ofaná laxinn og bregðið stutta stund undir vel heitt grill.

Sósa:
Skerið sítrónugrasið í litla bita og svitið í heitri olíunni ásamt lauk. Kryddið til með turmeric, salti og pipar. Hellið hvítvíni og fisksoði í pottinn og látið sjóða niður um 2/3. Setjið rjómann í og sjóðið aftur niður um helming. Hrærið köldu smjörinu saman við og látið ekki sjóða eftir það.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið