Vertu memm

Uppskriftir

Grillaðar kartöflur með blaðlauk og rósmarín

Birting:

þann

Grillaðar kartöflur með blaðlauk og rósmarín

Grillaðar kartöflur með blaðlauk og rósmarín

Fyrir 4

150 g smjör
½ stk blaðlaukur
2 rif hvítlaukur
1 grein rósmarín
12 stk möndlukartöflur eða einhverjar aðrar litlar kartöflur
Parmesan ostur
Salt og pipar
Olía

Aðferð:

Setjið smjörið og laukana í pott og hitið við vægan hita þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. Saxið rósmarínið fínt niður og bætið út í smjörið. Skerið kartöflurnar í tvennt og penslið þær í sárið með olíu.

Grillið á miðlungs heitu grillinu og snúið reglulega þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Kryddið smjörið til með salti og pipar og líka sjálfar kartöflurnar.

Setjið kartöflurnar á disk og ausið smjörinu yfir og raspið svo parmesanostinn yfir í lokin.

Höfundur er Hrefna Sætran.

Mynd: Björn Arnason

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið