Vertu memm

Uppskriftir

Grillað risarækjusalat með lime hunangsdressingu

Birting:

þann

Grillað risarækjusalat með lime hunangsdressingu

Grillað risarækjusalat með lime hunangsdressingu

800 g risarækjur
1 msk reykt paprika
1 tsk cummin
4 hvítlauksrif
4 msk ólífuolía
Salt og pipar
Þerrið rækjurnar mjög vel áður en þið marinerið þær. Það er algjör lykill þegar grilla á rækjur og annan fisk að hráefnið sé ekki blautt þegar það fer á grillið. Blandið öllu saman í skál og marinerið rækjurnar í amk 30 mín og mesta lagi 2 klst í ísskáp. Grillið þær svo á rjúkandi heitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið.

Salatið
2 hausar romanin salat
1 stk mangó
1 askja litlir tómatar
¼ ananas
Ég grillaði mangóið, tómatana og ananasinn létt á grilli. Penslað í smá með olíu og kryddað í svo eftir á með salti og pipar. Salatið er bara skorið og skolað.

Lime hunangs dressing
2 msk lime safi
Fínt rifinn börkurinn af einu lime
1 msk eplaedik
2 msk hunang
2 rif rifinn hvítlaukur
6 msk ólífuolía
Blandið öllu saman í skál.

Hrefna Rósa Sætran

Hrefna Rósa Sætran
Mynd: Björn Árnason

Myndir og höfundur: Hrefna Sætran matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið