Vertu memm

Frétt

Grátandi starfsfólki hótela og veitingastaða veitt áfallahjálp eftir þurftafreka Íslendinga

Birting:

þann

Grátandi

„Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem hefur komið hvað harðast út úr Covid-19 faraldrinum. Ýmis teikn eru á lofti um að viðspyrna ferðaþjónustunnar geti hafist fyrir alvöru um mitt sumar ef áætlanir um bólusetningar ganga eftir.

Sú kynning sem Húsavík hefur aflað ferðaþjónustunni í gegnum Óskarsævintýrið verðu eflaust eins og eldflaugareldsneyti á þá viðspyrnu þegar gáttirnar ljúkast upp; sem og eldsumbrotin á suðvesturhorninu. Það eru margir sem eiga allt sitt undir, um allt land.“

Svona hefst leiðarapistill Vikublaðins þar sem Egill P. Egilsson fjallar um hegðun íslenskra ferðamanna, en þar segir hann meðal annars:

„Undir niðri kraumaði þó sannleikur sem enginn þorði að segja upphátt. Sannleikur sem nú nærir ótta þjónustufólks. Svo virðist nefnilega vera sem of stór hluti Íslendinga gleymi öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. Starfsfólkið sem hafði það hlutverk að þjónusta þurftafreka Íslendinga hefur aldrei kynnst öðru eins álagi eins og síðasta sumar.

Það er með ólíkindum framkoma sumra íslenskar ferðamanna. Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar.

Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks. Dæmi voru um að Íslendingar hreiðruðu um sig á hótellobbíum með sínar eigin áfengisbyrgðir, djömmuðu fram í roða; og virtu að vettugi öll tilmæli starfsfólks.“

Pistilinn er hægt að lesa í heild sinni hér.

Mynd: úr safni.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið