Vertu memm

Uppskriftir

Granateplasalat

Birting:

þann

Granateplasalat

Granateplasalat

100 g ferskt spínat (eða annað salat)
1 granatepli (bara innvolsið notað)
1 msk. dijon-sinnep
3 msk. ferskt grænt krydd að eigin vali
2 msk hvítvínsedik
½ tsk. Maldon-salt
½ tsk. svartur nýmalaður pipar
2 dl olía

Aðferð:

1
Hrærið sinnepi, ediki, salti og pipar saman. Hellið olíunni út í og hrærið stöðugt í. Setjið smátt saxað krydd út í. Hellið dressingunni í flösku og hristið vel fyrir hverja notkun.

2
Skolið salat og spínat og leggið í stóra skál. Skerið fenniku í bita og setjið út í salatskálina ásamt innvolsinu úrgranateplunum.

Setjið dressinguna yfir salatið rétt áður en það er borið fram.

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson

Mynd og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Grafin gæs

Birting:

þann

Hótel Húsafell

Gæsabringa
Mynd: úr safni / Smári / Veitingageirinn.is

2 gæsabringur

1dl sykur

1dl salt

1dl nítritsalt

Þessu er blandað saman, hyljið bringurnar og látið standa í stofuhita í 4-5 tíma og skolið þær svo og þerrið.

Kryddblanda

1 msk timjan

1 msk rósmarín

1 msk rósapipar

1 msk sinnepsfræ

1 tsk dill

Hyljið bringurnar með kryddblöndunni

Og geymið í kæli yfir nótt

Bláberjasósa

600g frosin bláber

1 dl sultu sykur

2 tsk timjan

Hnífsoddur kanill

Hnífsoddur gróft salt

Þetta er látið sjóða í 1-2 tíma

Fosshótel Húsavík

Hrólfur Jón Flosason

Höfundur: Hrólfur Jón Flosason matreiðslumaður.

Lesa meira

Uppskriftir

Gæsapaté

Birting:

þann

Gæsapaté - Grafinn svartfugl

Gæsapaté
Mynd: aðsend

500 g soð

440 g svínafita

400 g gæsakjöt

330 g svínalifur

50 g koníak

40 g hveiti

30 g undanrennuduft

15 g kryddblanda

10 g nitritsalt

10 g matarsalt

2 g hvítur pipar

Aðferð:

Góð kryddblanda er t.d. úr majoran, oreganó, rósmarín, rósapipar, grænpipar, svörtum heilum eða muldum pipar og grófmuldum einiberjum.

Svínafitan er soðin með kjötinu í potti. Gott er að setja smá lauk og þrjú lárviðarlauf með í soðið. Kjötið er hakkað gróft og geymt þar til síðast.

Svínalifur og soðin fita hökkuð og látin í matvinnsluvél. Salti, undanrennudufti og hveiti bætt við og unnið saman.

Hrært þar til góð binding hefur náðst.

Þá er kryddblöndunni og piparnum bætt við. Soðinu er hellt hægt út í og hrært vel. Að lokum er koníaki og grófhökkuðu kjötinu bætt út í og blandað saman með sleif. Form er klætt að innan með smjördegi og bakað með farsinu í um 30 mínútur við 220°C. Kælt vel í forminu. Hlaup er útbúið úr 5 dl af vatni og 1 dl af rifsberjasaft. Einnig má nota aðra berjasaft eða púrtvín.

Níu blöð af matarlími eru brædd og vökvanum bætt í. Hellt yfir patéið og látið stífna.

Landslið Kjötiðnaðarmanna

Friðrik Þór Erlingsson
Mynd úr safni / Jóhannes Geir Númason

Höfundur: Friðrik Þór Erlingsson, kjötiðnaðarmeistari

Lesa meira

Uppskriftir

Kryddlegin hjörtu Læknisins í Eldhúsinu

Birting:

þann

Haustin eru í sérstöku upphaldi hjá mér. Ég hlakka til að snúa aftur til vinnu eftir verðskuldað sumarleyfi. Svo eru haustin tími dásamlegrar uppskeru af fersku grænmeti og nýju lambakjöti. Ég verð að játa að ég hef aldrei tekið slátur, þó ég kunni vel að meta ferskan innmat – eins og soðna lifrarpylsu og steikta blóðmör borna fram með heimagerðri bláberjasultu.

Þennan rétt hef ég ekki gert oft áður – en hann varð til þegar ég var að gera uppskriftir fyrir eina af matreiðslubókunum mínum. Ég veit enn þann dag í dag ekki af hverju hún komst ekki í bókina. Það er hreinlega stundum þannig – en hún er alveg nógu ljúffeng. Heit og seðjandi.

Það er mikilvægt að elda hjörtun nægilega vel. Hjartað er vöðvi sem inniheldur litla fitu og er heldur undir tönn þegar hann er of lítið eldaður. En eldaður við lágan hita í 1,5 til 2 klst verður bitinn lungamjúkur.

Kryddlegin hjörtu Læknisins í Eldhúsinu

Kryddlegin hjörtu - Sláturtíð

Fyrir fjóra

4 lambahjörtu
1 rauður chili
2 hvítlauksrif
1/2 tsk cheyenne pipar
1 tsk þurrkuð sterk papríka (sterk)
2 msk jómfrúarolía (það má nota chilibragðbætta jómfrúarolíu)
4 msk hveiti
salt og pipar

4 gulrætur
1 rauðlaukur
1 sellerísstöng
2 hvítlauksrif
1 msk tómatmauk
150 ml rauðvín
500 ml lambasoð
1 tsk Yfir holt og heiðar kryddblanda
50 g smjör
salt og pipar
2 íslenskar rauðar papríkur
pæklaður íslenskur chilipipar til skrauts

hrísgrjón
salat að eigin vali

Kryddlegin hjörtu - Sláturtíð

1. Sneiðið og skolið hjörtun undir köldu vatni og setjið í skál.
2. Bætið smátt skornum chili ásamt hvítlauk, chilidufti, papríkudufti, jómfrúarolíu, salti og pipar og blandið vandlega saman og látið marínerast í að minnsta kosti klukkustund í kæli.
3. Brúnið upp úr blöndu af smjöri og jómfrúarolíu og setjið til hliðar. Hrærið hveitið saman við.
4. Skerið laukinn, hvítlaukinn og selleríið smátt og steikið í olíunni, saltið og piprið.
5. Bætið kjötinu út í pottinn og blandið vel saman. Flysjið gulræturnar og setjið heilar saman við.

Kryddlegin hjörtu - Sláturtíð

6. Hækkið hitann undir pottinum og þegar allt kraumar rækilega hellið þið víninu saman við og sjóðið upp – og svo niður um helming.
7. Bætið lambasoðinu saman við og hitið að suðu og setjið svo inn í 160 gráðu heitan, forhitaðan ofn og látið dvelja þar í 90 mínútur.
8. Þegar hálftími er eftir sneiðið þið tvær papríkur niður í lengjur og hrærið saman við kássuna.
9. Takið pottinn úr ofninum og setjið á hlóðirnar og blandið smjörinu saman við.
10. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og fersku salati úr nýju íslensku grænmeti.
11. Skreytið kássuna með pækluðum chili (uppskriftin verður í nýju bókinni minni).

Kryddlegin hjörtu - Sláturtíð

Kryddlegin hjörtu Læknisins í Eldhúsinu

12. Og skálið fyrir haustinu í öllum sínum ljóma!

Myndir og höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson, einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu.

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið