Vertu memm

Starfsmannavelta

Gleðipinnar fá grænt ljós frá Samkeppniseftirlitinu

Birting:

þann

Jóhannes Ásbjörnsson

Jóhannes Ásbjörnsson

Eigendur Keiluhallarinnar, Saffran, Hamborgarafabrikkunnar og fleiri veitingastaða hafa nú formlega sameinast undir nafni Gleðipinna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samkeppniseftirlitið veitti samþykki sitt fyrir samrunanum í dag. Eigendur Gleðipinna eru þeir Jóhannes Ásbjörnsson, Guðmundur Auðunsson og Bjarni Stefán Gunnarsson ásamt feðgunum Jóhanni Þórarinssyni og Þórarni Ragnarssyni.

Vöruþróun í samstarfi við bestu kokka landsins

Veitingastaðirnir sem tilheyra Gleðipinnum eru Hamborgarafabrikkan, Saffran, Keiluhöllin, Shake&Pizza, American Style, Blackbox, Roadhouse, Eldsmiðjan, Aktu Taktu, Pítan og Kaffivagninn.

Gæða- og vöruþróunarvinna verður rauði þráðurinn í starfsemi Gleðipinna og hafa reynslumiklir matreiðslumenn verið fengnir til að leiða þá vinnu. Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson hefur undanfarið unnið með Hamborgarafabrikkunni og hannað nýja hamborgara á borð við Svöluna, Herra Hnetusmjör og Stefán Karl.

Þeir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson vinna nú að vöruþróun fyrir American Style, Saffran og Roadhouse og munu í framhaldinu vinna með fleiri stöðum undir merkjum Gleðipinna að nýjungum á matseðlum þeirra. En þess má geta að á næstunni verða kynntir nýir réttir á Saffran úr smiðju þeirra Viktors og Hinriks. Viðskiptavinir allra veitingastaða innan Gleðipinna geta því átt von á ýmsum nýjungum á næstu misserum en höfuðáherslan í þeim verður á aukin gæði matar og þjónustu.

Gleðipinnar

Veitingastaðirnir sem tilheyra Gleðipinnum eru Hamborgarafabrikkan, Saffran, Keiluhöllin, Shake&Pizza, American Style, Blackbox, Roadhouse, Eldsmiðjan, Aktu Taktu, Pítan og Kaffivagninn.

Glöð með græna ljósið. Viðskiptavinir geta séð breytingar strax

Viðskiptavinir veitingastaða Gleðipinna munu verða strax varir við breytingar. American Style veitingastaðurinn í Skipholti hefur fengið glænýtt útlit og Stælborgarinn klassíski hefur fengið gæðauppfærslu og innheldur nú 120 gr. af kjöti í stað 90 gr. áður og þá er hann borinn fram í nýrri gerð af hamborgarabrauði.  Þá má geta þess að Roadhouse hefur verið algjörlega endurnýjaður innanstokks og einnig hafa tveir af Saffran stöðunum fengið andlitslyftingu.

Jóhannes Ásbjörnsson segir:

„Við erum afskaplega glöð með að vera komin með græna ljósið. Við höfum skýra sýn á það hvert við stefnum og nú getum við loksins hafist handa og látið hendur standa fram úr ermum. Okkur hefur gengið vel með þá staði sem við höfum opnað, Fabrikkuna, Keiluhöllina og Shake&Pizza. Markmiðið með þessari sameiningu er að beita okkar aðferðafræði á hin vörumerkin í samstæðunni með það fyrir augum að hámarka gæði. Ég hef þá trú að ef þú setur þér skýr markmið og fylgir þeim eftir þá nærðu árangri.

Lykillinn er vinna af heilindum að því að skapa virði fyrir viðskiptavininn, bera virðingu fyrir þörfum hans og finna rétta jafnvægið á milli verðs og gæða. Við höfum jafnframt opnað nýja vefsíðu Gleðipinna þar sem fylgjast má með því sem ber hæst hjá veitingastöðum Gleðipinna hverju sinni. Hugmyndin er að opna dyrnar og leyfa viðskiptavinum okkar og starfsfólki að fylgjast með ferðalagi okkar næstu misserin og árin.

Þar verður hægt að fræðast um þær breytingar sem við hyggjumst gera og nálgast ýmsar skemmtilegar upplýsingar um starfsfólkið okkar og staðina.“

Jóhann Þórarinsson, einn eigenda Gleðipinna:

„Við fögnum þessari niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Við sameininguna verður til öflugt félag á veitingamarkaði sem hefur á að skipa frábæru starfsfólki. Framundan eru spennandi og krefjandi tímar sem munu fela í sér fjölmörg tækifæri sem við ætlum að nýta til enn frekari sóknar og uppbyggingar.

Aukin stærð og slagkraftur mun gera okkur kleift að hlúa enn frekar að okkar viðskiptavinum og starfsfólki og það er verkefni sem við hlökkum til að takast á við.“

María Rún Hafliðadóttir, mannauðsstjóri Gleðipinna:

„Hjá Gleðipinnum starfa um 700 manns af 38 þjóðernum á 26 veitingastöðum. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur heldur er markmið okkar að skapa gott umhverfi fyrir starfsfólkið og byggja upp fyrirtæki sem það er stolt að vinna hjá.

Ein stærsta áskorunin á okkar markaði er að laða að rétta fólkið og halda því sem lengst og einmitt með því að hlúa vel að okkar fólki þá byggjum við upp eftirsóknarverðan vinnustað.“

Nýr vefur Gleðipinna: www.gledipinnar.is

 

Mynd: úr einkasafni / Jóhannes Ásbjörnsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Starfsmannavelta

Michelin veitingastaðir í gjaldþrot

Birting:

þann

Michelin Kadeau

Félagið Kadeau Group í Danmörku hefur lýst yfir gjaldþroti, en á meðal veitingastaða sem félagið rekur eru Michelin veitingahúsin Kadeau í Kaupmannahöfn og á eyjunni Bornholm.

Auk Michelin-veitingastaðanna tveggja rekur félagið hótel í Bornholm og fjölda annarra veitingastaða á landinu. Öll dótturfélög og starfsemi eru í gjaldþrotabeiðninni.

Haft er eftir framkvæmdastjóra Kadeau Group, Magnus Klein Kofoed í tilkynningu:

„Við höfum þurft að lýsa yfir gjaldþroti, en þessi kórónuveira kom á versta tíma.“

Magnus Klein Kofoed útskýrir að veturinn er ekki besta árstíðin fyrir Kadeau veitingahúsin.

„Svo ég sé hreinskilinn, þá vitum við ekki neitt um framtíðina. Kannski getum við haldið áfram einhverri starfsemi hinum megin við kreppuna.“

Segir hann Magnus og bætir við:

„Stjórnarmeðlimir Kadeau Group byrjuðu á því að lækka í launum. En það var ekki nóg og hinir ýmsu aðstoðarpakkar stjórnvalda voru ekki nóg til að bjarga félaginu.“

Kadeau í Kaupmannahöfn er með tvær Michelin-stjörnur og veitingastaðurinn á Bornholm er með eina stjörnu.

Mynd: Kadeau.dk

Lesa meira

Starfsmannavelta

Kaffihúsið Varmó í Vestmannaeyjum lokar

Birting:

þann

Café Varmó í Vestmannaeyjum

Café Varmó í Vestmannaeyjum

Kaffihúsið og mötuneytið Varmó í Vestmannaeyjum við Strandveg 51 á horni Herjólfsgötu og Strandvegs hefur lokað fyrir fullt og allt, en þetta tilkynntu eigendur viðskiptavinum sínum í morgun.

Eigendur eru Aldís Atladóttir og Kristinn Andersen.

„Því miður er komin upp sú staða að ég verð að loka Café Varmó, það eru 10 ár í dag 1. apríl síðan við Kiddi opnuðum“

segir Aldís í tilkynningu, en reksturinn hefur verið erfiður síðustu mánuði og svo bættist kórónuveiru-faraldurinn við sem gerði útslagið.

Café Varmó í Vestmannaeyjum

Í gegnum árin hefur kaffihúsið Varmó boðið upp á góðar tertur, kaffi og brauðmeti og heitan mat í hádeginu og á kvöldin alla virka daga. Eigendur eru Aldís Atladóttir frá Varmadal (Varmó) og Kristinn Andersen (Kiddi á hótelinu).

Café Varmó í Vestmannaeyjum

Staðurinn bauð upp á fjölbreyttan heimilismat

Myndir: facebook / Café Varmó

Lesa meira

Starfsmannavelta

Thelma Theodórsdóttir ráðin hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík

Birting:

þann

Thelma Theodórsdóttir

Thelma Theodórsdóttir

Nýr hótelstjóri, Thelma Theodórsdóttir, hefur verið ráðin á Fosshótel Reykjavík sem er stærsta hótel landsins með alls 320 herbergi auk fullkominni funda- og ráðstefnuaðstöðu.

Einnig rekur hótelið Bjórgarðinn og hinn rómaða veitingastað Haust Restaurant. Hótelið er hluti af Íslandshótelum sem er stærsta hótelkeðja landsins.

Í tilkynningu kemur fram að Thelma lauk Bachelor of International Business in Hotel and Tourism Management, frá háskólanum César Ritz í Sviss árið 2010 eftir að hafa lokið diplómanámi í hótel og veitingahúsarekstri frá Menntaskólanum Kópavogi í samstarfi við César Ritz. Meðal fyrirtækja sem Thelma hefur starfað fyrir eru César Ritz, Centerhotels og Icelandair Hotels en hún hefur starfað í hótelgeiranum frá árinu 2003. Thelma starfaði í þrjú ár í bandaríska sendiráðinu þar sem hún gengdi stöðu siðameistara.

Thelma hefur starfað hjá Íslandshótelum frá árinu 2015 þegar hún kom að opnun Fosshótel Reykjavík og gegndi þar stöðu aðstoðarhótelstjóra til ársins 2018. Þar kom hún einnig að rekstri Haust Restaurant og Bjórgarðinum. Thelma tók í framhaldi við sem hótelstjóri á Hótel Reykjavík Centrum í mars 2018 ásamt rekstri á veitingastöðunum Uppsölum og Fjalakettinum. Thelma hefur setið í fagnefndum Íslandshótela og komið að stefnumótun og innleiðingum ferla hjá hótelkeðjunni. Að auki starfar Thelma sem kennari í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri við Opna háskólann í Reykjavík í samstarfi við César Ritz háskólann í Sviss.

Íslandshótel á og rekur 17 hótel með yfir 1.800 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Þetta eru Grand Hótel Reykjavík sem er stærsta ráðstefnuhótel landsins, Hótel Reykjavík Centrum og 15 Fosshótel hringinn í kringum landið. Auk þess er nýtt glæsilegt fjögurra stjörnu hótel í byggingu við Lækjargötu sem er fyrirhugað að opni árið 2021.

Mynd: Sigurjón Ragnar

Lesa meira
  • Páska Bjór Smakk 2020 08.04.2020
    Hér fyrir neðan má lesa umfjallanir um þá páska bjóra sem ég (Hjörvar Óli) og Viceman smökkuðum í hinu árlega páska bjórsmakki Viceman. Neðst í fréttinni má svo horfa á smakkið í heild sinni. Páska Púki Dokkan á Ísafirði er eitt af yngri brugghúsum landsins, stofnað 2018. Með því að vera fyrsta vestfirska brugghúsið tókst […]
  • National Beer Day 07.04.2020
    Í dag 7. mars er bjórdagurinn haldinn hátíðlegur í Bandríkjunum. Af því tilefni ákvað Viceman að fá með sér Hjörvar Óla nýjasta liðsmanninn í Páska Bjórsmakk.Í heildina voru 11 páskabjórar smakkaðir allir frá Íslenskum handverks brugghúsum. Hér að neðan má sjá smakkið í heild sinni enn upptökuna má einnig nálgast í hljóðformi í Happy Hour […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag