Vertu memm

Starfsmannavelta

Gleðipinnar fá grænt ljós frá Samkeppniseftirlitinu

Birting:

þann

Jóhannes Ásbjörnsson

Jóhannes Ásbjörnsson

Eigendur Keiluhallarinnar, Saffran, Hamborgarafabrikkunnar og fleiri veitingastaða hafa nú formlega sameinast undir nafni Gleðipinna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samkeppniseftirlitið veitti samþykki sitt fyrir samrunanum í dag. Eigendur Gleðipinna eru þeir Jóhannes Ásbjörnsson, Guðmundur Auðunsson og Bjarni Stefán Gunnarsson ásamt feðgunum Jóhanni Þórarinssyni og Þórarni Ragnarssyni.

Vöruþróun í samstarfi við bestu kokka landsins

Veitingastaðirnir sem tilheyra Gleðipinnum eru Hamborgarafabrikkan, Saffran, Keiluhöllin, Shake&Pizza, American Style, Blackbox, Roadhouse, Eldsmiðjan, Aktu Taktu, Pítan og Kaffivagninn.

Gæða- og vöruþróunarvinna verður rauði þráðurinn í starfsemi Gleðipinna og hafa reynslumiklir matreiðslumenn verið fengnir til að leiða þá vinnu. Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson hefur undanfarið unnið með Hamborgarafabrikkunni og hannað nýja hamborgara á borð við Svöluna, Herra Hnetusmjör og Stefán Karl.

Þeir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson vinna nú að vöruþróun fyrir American Style, Saffran og Roadhouse og munu í framhaldinu vinna með fleiri stöðum undir merkjum Gleðipinna að nýjungum á matseðlum þeirra. En þess má geta að á næstunni verða kynntir nýir réttir á Saffran úr smiðju þeirra Viktors og Hinriks. Viðskiptavinir allra veitingastaða innan Gleðipinna geta því átt von á ýmsum nýjungum á næstu misserum en höfuðáherslan í þeim verður á aukin gæði matar og þjónustu.

Gleðipinnar

Veitingastaðirnir sem tilheyra Gleðipinnum eru Hamborgarafabrikkan, Saffran, Keiluhöllin, Shake&Pizza, American Style, Blackbox, Roadhouse, Eldsmiðjan, Aktu Taktu, Pítan og Kaffivagninn.

Glöð með græna ljósið. Viðskiptavinir geta séð breytingar strax

Viðskiptavinir veitingastaða Gleðipinna munu verða strax varir við breytingar. American Style veitingastaðurinn í Skipholti hefur fengið glænýtt útlit og Stælborgarinn klassíski hefur fengið gæðauppfærslu og innheldur nú 120 gr. af kjöti í stað 90 gr. áður og þá er hann borinn fram í nýrri gerð af hamborgarabrauði.  Þá má geta þess að Roadhouse hefur verið algjörlega endurnýjaður innanstokks og einnig hafa tveir af Saffran stöðunum fengið andlitslyftingu.

Jóhannes Ásbjörnsson segir:

„Við erum afskaplega glöð með að vera komin með græna ljósið. Við höfum skýra sýn á það hvert við stefnum og nú getum við loksins hafist handa og látið hendur standa fram úr ermum. Okkur hefur gengið vel með þá staði sem við höfum opnað, Fabrikkuna, Keiluhöllina og Shake&Pizza. Markmiðið með þessari sameiningu er að beita okkar aðferðafræði á hin vörumerkin í samstæðunni með það fyrir augum að hámarka gæði. Ég hef þá trú að ef þú setur þér skýr markmið og fylgir þeim eftir þá nærðu árangri.

Lykillinn er vinna af heilindum að því að skapa virði fyrir viðskiptavininn, bera virðingu fyrir þörfum hans og finna rétta jafnvægið á milli verðs og gæða. Við höfum jafnframt opnað nýja vefsíðu Gleðipinna þar sem fylgjast má með því sem ber hæst hjá veitingastöðum Gleðipinna hverju sinni. Hugmyndin er að opna dyrnar og leyfa viðskiptavinum okkar og starfsfólki að fylgjast með ferðalagi okkar næstu misserin og árin.

Þar verður hægt að fræðast um þær breytingar sem við hyggjumst gera og nálgast ýmsar skemmtilegar upplýsingar um starfsfólkið okkar og staðina.“

Jóhann Þórarinsson, einn eigenda Gleðipinna:

„Við fögnum þessari niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Við sameininguna verður til öflugt félag á veitingamarkaði sem hefur á að skipa frábæru starfsfólki. Framundan eru spennandi og krefjandi tímar sem munu fela í sér fjölmörg tækifæri sem við ætlum að nýta til enn frekari sóknar og uppbyggingar.

Aukin stærð og slagkraftur mun gera okkur kleift að hlúa enn frekar að okkar viðskiptavinum og starfsfólki og það er verkefni sem við hlökkum til að takast á við.“

María Rún Hafliðadóttir, mannauðsstjóri Gleðipinna:

„Hjá Gleðipinnum starfa um 700 manns af 38 þjóðernum á 26 veitingastöðum. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur heldur er markmið okkar að skapa gott umhverfi fyrir starfsfólkið og byggja upp fyrirtæki sem það er stolt að vinna hjá.

Ein stærsta áskorunin á okkar markaði er að laða að rétta fólkið og halda því sem lengst og einmitt með því að hlúa vel að okkar fólki þá byggjum við upp eftirsóknarverðan vinnustað.“

Nýr vefur Gleðipinna: www.gledipinnar.is

 

Mynd: úr einkasafni / Jóhannes Ásbjörnsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Starfsmannavelta

Kokkar af skornum skammti

Birting:

þann

Kokkur - Matreiðslumaður

Veitingageirinn.is hefur fengið fjölmargar fyrirpurnir um hvort vitað er um matreiðslumenn sem vantar vinnu.

Veitingahús og hótel hafa auglýst eftir matreiðslumönnum og lítil sem engin svör hafa komið við þeim auglýsingum.

Hér að neðan eru nokkrar auglýsingar sem óskað er eftir matreiðslumönnum í vinnu:

Metnaðarfullur Matreiðslumaður Óskast á Nýjan stað i 101 Rvk

Kokkur/Kokkar í veiðihús

Óskum eftir matreiðslumanni/vaktstjóra á Grand hótel

Óska eftir matreiðslumanni eða vönum starfsmanni í eldhúsi

Matreiðslumaður óskast á Veitingastað á Hvolsvelli

Fleiri atvinnuauglýsingar er hægt að skoða í facebook hóp á vegum veitingageirans hér: Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Starfsmannavelta

Orri Páll dregur sig úr verkefninu á Laugavegi 12

Birting:

þann

Orri Páll Vilhjálmsson er margverðlaunaður barþjónn

Orri Páll Vilhjálmsson er margverðlaunaður barþjónn

„Ég þarf að tjá mig, eftir að seinni umræða metoo hófst komu örfáir karlmenn og báðust afsökunar opinberlega. Ég var að vonast til að bylgja með gerendum að biðjast afsökunar væri að raungerist.“

Svona hefst tilkynning hjá Orra Páli á instagram story hans, en Orri hefur verið að undirbúa að opna nýjan veitingastað Botanica við Laugaveg 12 í Reykjavík.

„En það hefur ekki gerst og miðað við óendanlega margar frásagnir þá þurfum við karlmenn að horfast í augu við það að við þurfum að líta í baksýnisspegilinn og átta okkur á hvar við fórum yfir mörkin og gera betur í framtíðinni. Ég veit að ég hef gert mistök oftar en einu sinni. Því vil ég fara fram og biðjast afsökunar, því ég vil vera partur af lausninni, ekki vandamálinu.

Ég hef ákveðið að draga mig úr verkefninu á Laugavegi 12 og vonast til að þeim muni ganga allt í haginn.“

segir Orri Páll að lokum.

Arnór Bohic er eigandi Botanica, en staðurinn verður opnaður í sumar.  Botanica mun sigla í suður amerískum straumum, allt frá Kúbu og að suður strönd Argentínu, tveir matreiðslumenn frá venezuela og chile munu sjá um að töfra fram gómsæta og skemmtilega nýja rétti sem áður hafa ekki sést hér á landi.

Sjá einnig:

Einn besti barþjónn Íslands opnar nýjan veitingastað á Laugaveginum

Kokteilar á staðnum verða í Zero Waste stefnu sem einblínir á að hvert einasta hráefni sé nýtt eins og mögulegt er, mikið af tequila, mikið af rommi og stanslaus gleði.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Starfsmannavelta

Nýir rekstraraðilar taka við Tryggvaskála

Birting:

þann

Tómas Þóroddsson, Ívar Þór Elíasson og Margrét Rún Guðjónsdóttir hafa tekið við rekstri Tryggvaskála á Selfossi .

Fyrirtæki þeirra Tryggvaskáli ehf. mun áfram halda úti veitingarekstri í húsnæðinu og munu þau kynna helstu áherslur síðar en stefnt er á opnun staðarins eftir miðjan maí. Leigusamningurinn er til 5 ára með möguleika á framlengingu og hefur Tryggvaskáli ehf. nú tekið formlega við húsnæðinu.

Aðspurð um við hverju fólk megi búast segja þau:

„Það verða breytingar, reyndar ekki mikið hér inni. Andrúmsloftið verður hlýtt, en við komum þó til með að létta stemninguna töluvert. Maturinn verður allt öðruvísi og meira lagt upp úr að hægt sé að koma og fá sér drykk og eitthvað létt að borða. Tómas skýtur inn að matseðillinn verði stilltur af í verði og hægt að koma og fá sér að borða oftar en þegar fólk á afmæli. Svolítið hugsað að vera með minni rétti og hægt verði að deila matnum með borðinu. Steikurnar og fiskurinn eru ekkert að hverfa, en þetta verður fjölbreytt,“

að því er fram kemur á dfs.is sem fjallar nánar um málið hér.

Mynd: úr safni / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið