Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Glæný þáttaröð hjá viceman.is – Kokteilar með Viceman & Wiseguy

Birting:

þann

Glæný þáttaröð hefur hafið göngu sína í Happy Hour hlaðvarpinu hjá viceman.is. Um er að ræða þætti þar sem Andri Viceman og Valgarður Finnbogason aka Valli Wiseguy kryfja sögu og staðreyndir 50 vinsælustu kokteila í heimi að mati Drinks International.

Í hverjum þætti eru fimm kokteilar teknir fyrir og ræddir til þaula.

Valla þekkja flestir í bar bransanum hér á landi en hann býr yfir mikilli reynslu á bakvið barinn og hefur komið víða við á sínum barþjónaferli. Hægt er að lesa meira um Valla hér.

Í fyrsta þættinum af Kokteilar með Viceman & Wiseguy voru kokteilarnir Jungle Bird, Long Island Icead Tea, Gin Gin Mule, White Lady og El Diablo teknir fyrir. Framundan eru níu þættir til viðbótar þar sem fleiri kokteilar verða teknir fyrir.

Uppskriftir af kokteilunum er hægt að skoða með því að smella hér.

Áhugaverður þáttur sem vert er að hlusta á:

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Vín, drykkir og keppni

Nóg um að vera hjá Mekka á RCW hátíðinni

Birting:

þann

Salat

Hátíðin Reykjavík Cocktail Weekend Online hófst í dag með frábærum fyrirlestrum og hina ýmsu viðburði.

Fjölmargir samstarfsaðilar Mekka W&S eru á hátíðinni eins og sjá má hér að neðan:

Í dag kl.14 verður:
Pekka Pellinen, Global Brand Mixologic Finlandia Vodka

Á morgun:
Juho Eklund, Brand Ambassador Bacardi

Nicola Olianas, Global Brand Ambassador Fernet Branca

Benoit De Trushis, Export director Joseph Cartron

Á föstudaginn:
Sarah Södersten, Brand Ambassador Patrón Tequila

Roberta Mariani, Global Brand Ambassador Martini

Johan Bergstöm, Nordic Brand Ambassador Jack Daniel‘s og Woodford

Flottir viðburðir með stöðum bæjarins:
Grillmarkaðurinn með Patrón popup 12-15. maí.
Port9 American Whiskey popup með Jack Daniel’s og Woodford Reserve í kvöld.
Public house með Finlandia PopUp 13-15. maí.
Sjáland með Finlandia popup 13-15. maí.
Port9 með Martini popup 14-15. maí.
Gaukurinn með Jack Friday 14. maí.
Petersen svítan með Patrón popup 13. maí.
American Bar með Bacardi Tango nights 13. maí.
Sæta svínið með 4 trylltar tegundir af Bacardi mojito á tilboði 12-15. maí.

Mælum með að fylgjast með þessum snillingum og kíkja á viðburðina.

Nánar um RWC hátíðina hér.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Vín, drykkir og keppni

Hátíðin „Reykjavík Cocktail Weekend 2021“ hafin

Birting:

þann

Reykjavík Cocktail Weekend 2021

Vegna Covid-19 þá var vinsæla hátíðin Reykjavík Cocktail Weekend ekki haldin í fyrra.  Í dag miðvikudaginn 12. til 15. maí 2021 hefst míni útgáfa af hátíðinni, þar sem fjölmargir viðburðir eru aðgengilegir á netinu.

Þessa daga eru spennandi fyrirlestarar í boði fyrir þá sem hafa áhuga á drykkjum og barmenningu og vilja auka við þekkingu sína.

Samhliða netráðstefnunni verður fjöldinn allur af míni pop-up viðburðum á veitingastöðum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

Jafnt innlendir sem og erlendir sérfræðingar munu miðla af þekkingu sinni og reynslu.

Reykjavík Cocktail Weekend 2021

Skannaðu þennann QR-kóða og náðu í appið.
QR kóðinn færir þig beint í appið og á viðburðinn.

Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir hér á þessari síðu, sem og í appi.

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem á veg og vanda af hátíðinni.

Lesa meira

Vín, drykkir og keppni

Carlsberg býður Íslendingum upp á frían Kranabjór

Birting:

þann

Gefins.is

Á næstu vikum ætlar Carlsberg að bjóða Íslendingum sem aldur hafa til upp á ókeypis kranabjór, í samstarfi við vel valda veitingastaði og krár.

Allir sem náð hafa aldri geta sótt sér frían kranabjór í gegnum appið Gefins, sem hægt er að sækja á snjallsíma í gegnum AppStore og GooglePlay.  Með þessu vill Carlsberg Group sýna veitingamönnum samstöðu í verki, enda hefur veitingageirinn gengið í gegnum gríðarlega krefjandi tíma, og hvetja Íslendinga til að styðja við bakið á greininni.

Listinn yfir þáttökustöðum má finna í appinu – ef þinn staður hefur áhuga á að taka þátt veita sölumenn Ölgerðarinnar allar nánari upplýsingar.

Mynd: skjáskot af heimasíðunni Gefins.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið