Vertu memm

Keppni

Garðar Kári Garðarsson er Kokkur ársins 2018

Birting:

þann

Garðar Kári Garðarsson

Garðar Kári Garðarsson

Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í keppninni Kokkur ársins sem haldin var í Flóa í Hörpu í dag. Það var Garðar Kári Garðarsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2018. Sigurjón Bragi Geirsson í öðru sæti og Þorsteinn Kristinsson í þriðja sæti.

Um keppnina

Fréttayfirlit frá keppninni Kokk ársins hér.

Forkeppnin

Faglærðir kokkar sendu inn uppskriftir af þremur smáréttum úr ýsu, grískinn & kjúklingaskinni og rófum.

Dómnefnd valdi 8 bestu uppskriftirnar og elduðu keppendur þær á Kolabrautinni í Hörpu mánudaginn 19. febrúar fyrir dómara og gesti.

Keppendur í undanúrslitum um titilinn Kokkur ársins 2018 voru:

 • Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
 • Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
 • Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
 • Ingólfur Norbert Piffl, Hilton Reykjavík Nordica
 • Kristinn Gissurarson, Hörpudiski
 • Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
 • Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel Reykjavík
 • Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu

Úrslitakeppnin

Kokkur ársins 2018

F.v. Þorsteinn Geir Kristinsson, Garðar Kári Garðarsson og Sigurjón Bragi Geirsson

Samdægurs þ.e. mánudaginn 19. febrúar var tilkynnt hverjir fimm efstu keppendur keppa til úrslita laugardaginn 24. febrúar í Flóa í Hörpu:

 • Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
 • Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
 • Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
 • Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
 • Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu

Í úrslitakeppninni elduðu keppendur 3ja rétta matseðil úr svokallaðir leyni körfu. Þ.e. keppendur fengu að vita degi fyrir keppni úr hvaða hráefni þeir áttu að elda og höfðu svo 5 klst til að undirbúa matinn.

Kokkur ársins 2018

Keppendur í úrslitum 2018.
F.v. Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélaginu, Sigurjón Bragi Geirsson Garra, Iðunn Sigurðardóttir Matarkjallaranum, Bjartur Elí Friðþjófsson Grillmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm.

Kokkur ársins 2018

F.v. Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Harpa S. Óskarsdóttir aðstoðarmaður Garðars, Garðar Kári Garðarsson Kokkur ársins 2018, Dagur B Eggertsson borgarstjóri.

Verkefnið í úrslitakeppninni var að gera forrétt úr rauðsprettu, úthafsrækjum og sellerí. Aðalrétt úr nautalundum, nautakinnum og kálfabrisi og eftirrétturinn þurfti að innihalda mysuost, súrmjólk, sítrónu timían og salthnetur.

Dómarar - Kokkur ársins 2018

Dómarar
F.v. aftari röð: Friðgeir Eiríksson, Bjarki Hilmarsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Hákon Már Örvarsson, Bjarni Siguróli Jakobsson, Sturla Birgisson, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson og Bjarni Gunnar Kristinsson
Tveir fremstu eru Christopher William Davidsen og Viktor Örn Andrésson.
Mynd: facebook / Kokkur ársins

Dómarar í úrslitakeppninni:

 • Christopher William Davidsen – Yfirdómari
 • Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson
 • Bjarni Gunnar Kristinsson
 • Bjarni Siguróli Jakobsson
 • Hákon Már Örvarsson
 • Sigurður Helgason
 • Sturla Birgisson
 • Viktor Örn Andrésson
 • Þráinn Freyr Vigfússon
 • Bjarki Hilmarsson – Eldhúsdómari
 • Friðgeir Eiríksson – Eldhúsdómari

Christopher yfirdómari er margverðlaunaður í keppnismatreiðslu og hefur meðal annars unnið til silfurverðlauna í hinni þekktu Bocuse d‘Or keppni, hafði þetta um keppnina að segja:

“Það er greinilegt að keppendur koma vel undirbúnir til leiks og samkeppnin er hörð, ég verð að hrósa þessum ungu íslensku kokkum fyrir þeirra framlag og er sérstaklega hrifinn af Garðari Kára sem kom og heillaði dómnefndina með sínum flotta mat og faglegu vinnubrögðum. Ísland er hágæða matarland og íslenskir kokkar standa sig afar vel í alþjóðlegum samanburði svo sem í alþjóðlegum matreiðslukeppnum”.

Samhliða keppninni sáu Andri Freyr Viðarsson og Kokkalandsliðið um stemninguna þar sem Kokkalandsliðið lék við hvern sinn fingur og töfraði fram 4. rétta matseðil ásamt vel völdum drykkjum.

Matseðillinn hjá Kokkalandsliðinu var:

Fordrykkur

 • Crémant d´Alsace Rosé

Úrval smárétta:

 • Ýsa, grísakinn & kjúklingaskinn og rófur
  Vín: Las Moras Chardonnay Reserva
  Þorskhnakki, reykt þorskkinn, blómkál, seljurót, dill, „beurre blanc“ & silunga hrogn
  Vín: Las Moras Chardonnay Reserva

Aðalréttur:

 • Lambamjöðm með lauk-kartöflu, kartöflufroðu, sýrðum lauk, svartrót , grænertum, svörtum hvítlauk og lambagljáa
  Vín: El Padre Morende Adventure Cabernet Franc

Eftirréttur:

 • Súkkulaðimús með hindberjum og skyri, pralínkaka, hafrar og skyrís
  Vín: Paul Jaboulet Muscat de BdV Le Chant des Griolles

Með kaffinu Hardy Organic

Það var síðan klukkan 22:45 sem að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri krýndi Kokk ársins 2018 fyrir fullu húsi veislugesta.

Að lokinni verðlaunaafhendingu sáu Valdimar & félagar um að halda uppi fjörinu.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni eins og áður og byggir á sterkri sögu og hefð.

Hægt er horfa á upptöku af keppninni og úrslitunum í meðfylgjandi myndbandi:

 

Fréttayfirlit frá keppninni Kokk ársins hér.

Myndir: Sigurjón Ragnar

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Bocuse d´Or

Ísland í 4. sæti í Evrópukeppni Bocuse d’Or 2020 – Ísland með besta fiskréttinn

Birting:

þann

Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson Bocuse d´Or keppandi og Sturla Birgisson dómari.

F.v. Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson Bocuse d´Or keppandi og Sturla Birgisson dómari.

Evrópukeppni Bocuse d´Or var haldin í Tallinn Eistlandi í gær og í dag 15. og 16. október 2020. Alls kepptu 18 lið og einungis 10 lönd sem komust áfram.

Ísland tryggði sér sæti í úrslitakeppni Bocuse d´Or og lenti í 4. sæti, en úrslitakeppnin verður haldin í Lyon í Frakklandi í júní 2021.

Það var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem keppti fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmaður Sigurðar var Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari var Þráinn Freyr Vigfússon.

Úrslitin í Evrópukeppni Bocuse d´Or 2020:

1. sæti – Noregur – 1993 stig

2. sæti – Danmörk – 1962 stig

3. sæti – Svíþjóð – 1960 stig

4. sæti – Ísland – 1905 stig

5. sæti – Finnland – 1902 stig

6. sæti – Frakkland – 1851 stig

7. sæti – Eistland – 1843 stig

8. sæti – Sviss – 1803 stig

9. sæti – Ungverjaland – 1777 stig

10. sæti – Ítalía – 1679 stig

Besti aðstoðarmaðurinn – Anni PERÄKYLÄ

Besti fiskrétturinn – Ísland

Besti kjötrétturinn – Frakkland

Fréttin verður uppfærð

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

 

Mynd: aðsend

Lesa meira

Keppni

Barþjónaklúbbur Íslands kynnir kokteil-keppnina „Capture the Moment“

Birting:

þann

Sjálfsmynd - Selfie

English below!

Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir skemmtilegri keppni sem er einfalt að taka þátt í.

Keppnisfyrirkomulagið er að taktu mynd af þér gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt með Fernet Branca, settu á Instagram með töggunum:

#myfernetmoment2020 og @bartendericeland og þú ert orðin þátttakandi í keppninni.

Það má setja inn fleiri en eina mynd.

Besta myndin (moment) verður valin þann 15. nóvember 2020 af sérhæfðri Fernet Branca dómnefnd af bæði íslenskum og erlendum uppruna með Nicola Oliana Global Brand Ambassador sem yfirdómara.

Veglegir vinningar fyrir fyrstu þrjú sætin.

Aðalvinningur er 3 lítra Fernet Branca flaska, ferðavinningur innanlands fyrir 2 ásamt fleiru.

Nánari upplýsingar fást í gegnum [email protected]

English

„Capture the Moment“ competition

Well, Ladies and Gentlemen! The first cocktail competition of the year will be a little different than usual. „Capture the Moment“ is all about you and Fernet Branca!

How bright can you shine on a capture?

Create an amazing photo with you and Fernet branca, post on Instagram, tag it with: #myfernetmoment2020 and @bartendericeland and you’re in! The competition will be judged by both Icelandic and Foreign member.

Head judge is Nicola Oliana Global Fernet Branca Ambassador! Great prices for the first 3 places! Winner will be announced 15.11.2020!

Mynd: úr safni

Lesa meira

Keppni

Harmoni hreppti titilinn Bakarí ársins 2020 – Þetta er áhugaverð keppni fyrir Íslensku bakaríin

Birting:

þann

Bakarí ársins 2020 - Harmoni í bænum Porsgrunn í Noregi

Fredrik Lønne og Steffi Haldorsen í Harmoni

Iðnaðarsamtök bakara,- og Konditorbransans í Noregi stóð fyrir skemmtilegri keppni þar sem keppt var um titilinn Bakarí ársins 2020.

Er þetta í þriðja sinn sem að slík keppni er haldin á vegum samtakanna og þemað í ár var „Upplifun viðskiptavina“.

Til mikils er að vinna en vinningshafar frá fyrri keppnum er Edgars bakarí í bænum Mandal og Elda bakarí og fengu þau mikla athygli fjölmiðla í kjölfar verðlaunanna.

Í dómnefnd í ár voru:
Vigdis Myhre Næsseth
Beret Mette Haga
Hilde Mortvedt
Oddbjørn Roksvaag

Keppnisfyrirkomulag var að öllum var frjálst að senda inn tilnefningar um bakarí sem væru verðugir fulltrúar í keppnina. Einungis þrjú bakarí komust í úrslit.

„Við völdum þemað „Upplifun viðskiptavina“, þar sem baráttan um viðskiptavini snýst ekki bara um gæði og staðbundið hráefni, heldur snýst þetta að miklu leyti um þá upplifun sem viðskiptavinurinn fær þegar þeir heimsækja viðkomandi bakarí,“

sagði Vigdis Myhre Næsseth yfirdómari keppninnar.

Bakarí ársins 2020 - Harmoni í bænum Porsgrunn í Noregi

Handverksbakaríið Harmoni í bænum Porsgrunn í Noregi

Það var bakaríið Harmoni sem hreppti titilinn Bakarí ársins 2020.

„Það var mjög skemmtilegt að vinna… reyndar geðveikt gaman. Ég var reyndar ekki að búast við sigri en líklega hefði ég orðið fyrir miklum vonbrigðum ef við hefðu ekki unnið“,

sagði Fredrik Lønne, eigandi Harmon bakarí, hress í samtali við bakeri.no.

Þau bakarí sem kepptu til úrslita voru Hevd handverksbakarí í Þrándheimum, Maison Grabot í bænum Sandefjord og handverksbakaríið Harmoni í bænum Porsgrunn.

Myndir: facebook / Harmoni Håndverksbakeri

Lesa meira
 • Happy Hour – 50 þættir 10.10.2020
  Fyrir rúmlega ári síðan fékk ég þá hugmynd að búa til hlaðvarp þar sem eg spjallaði við fólk úr veitingabransanum. Verandi málglaður maður með ástríðu fyrir því sem ég hef gert hálfa ævina þótti mér tilvalið að ná að sameina þessa tvo hluti og varð til hlaðvarpið Happy Hour með the Viceman. Ég hafði ekki […]
 • Jónas Heiðarr 05.10.2020
  Jónas Heiðarr | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bang bang! Jónas Heiðarr er barþjónn sem á síðustu árum hefur komið eins og stormsveipur inn í barsenu landsins. Hann sigraði World Class Diageo bartender of the year árið 2017 og varð barþjónn ársins á Íslandi að mati Bartenders Choice Awards árið 2019. Hann er skagamaður […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag