Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Gamla kaupfélagið breytti heildarkonseptinu og er nú matstofa

Birting:

þann

Gamla kaupfélagið á Akranesi

Gamla kaupfélagið á Akranesi var enduropnað með nýjum áherslum fimmtudaginn 18. júní síðastliðinn.

„Við breyttum heildarkonseptinu og nú er þetta ekki hefðbundinn veitingastaður lengur, heldur matstofa,“

segir Gunnar Hafsteinn Ólafsson, einn af eigendum Gamla kaupfélagsins í samtali við Skessuhorn.

Matstofan er opin alla virka daga frá kl. 11:30-14 og boðið er upp á fimm heita rétti alla daga, einn rétt dagsins, sem breytist milli daga, purusteik, sem er alltaf í boði og þrjá rétti vikunnar, kjúklingarétt vikunnar, vegan rétt vikunnar og fiskrétt vikunnar.

Gamla kaupfélagið á Akranesi

Að auki fylgir öllum réttum súpa dagsins og kaffi.

„Hugmyndin er að þetta sé heimilislegt, notalegt og skemmtilegt. Fólk á að geta komið og borðað hjá okkur þó það taki bara stutt matarhlé. Það á ekki að vera nein bið eftir matnum og þú átt að geta farið inn og út á korteri ef þú kýst,“

segir Gunnar í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um breytingarnar hér.

Myndir: facebook / Gamla kaupfélagið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið