Vertu memm

Markaðurinn

Game of Thrones maltviskí

Birting:

þann

Maltviskí - Game of Thrones

Nóttin brestur á og nú hefst vaktin mín. Veturinn er kominn og með honum hin hættulega góðu Game of Thrones maltviskí frá DIAGEO sem hafa verið framleidd í takmörkuðu upplagi til að fagna einni vinsælustu sjónvarpsseríu fyrr og síðar. Hvert þessara fágætu maltviskía hefur verið parað við fjölskyldu í Westeros ásamt Næturvaktinni þannig að aðdáendur geta kynnst konungsdæmunum sjö enn betur og eignast þessa safngripi.

Þetta eru átta viskí frá þekktustu og ástsælustu viskíframleiðslum í Skotlandi sem hafa verið pöruð við húsin og fjölskyldurnar í Westeros. Allt frá Clynelish með gróskumiklum og frjósömum lendum House Tyrell í suðri til Dalwhinnie í norðurhluta þar sem House Stark er með opið vígi við Winterfell og Oban með Næturvaktinni við Múrinn svo eitthvað sé nefnt.

Ef skosk viskí eru Westeros þá eru viskíframleiðslurnar þessar mögnuðu konungsfjölskyldur. Frá sætu og leyndardómsfullu bragði af Royal Lochnagar til ríkulegs reyks Lagavulin og strandsvæða Talisker, ísins frá frosti Dalwhinnie Winter´s Frost til eldsins í Cardhu Gold Reserve – hér finnur þú persónur þessa heims, eimaðar.

Það er hægt að sérpanta þau í gegnum Vínbúðina og einnig eru þau fáanleg frá Ölgerðinni á vel völdum veitingahúsum landsins.

Maltviskí - Game of Thrones

Maltviskí - Game of Thrones

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið