Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Fyrsta veislan á nýju bryggjunni á Völlum – Myndir

Birting:

þann

Á Völlum í Svarfaðardal hafa hjónin Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir ásamt góðu fólki staðið í framkvæmdum að undanförnu við að byggja veglegan pall við sælkerabúðina sem hefur fengið nafnið Bryggjan.

Fyrsta veislan á nýju bryggjunni á Völlum var haldin nú á dögunum úti í blíðunni.

Í boði var fiskisúpa að hætti Bjarna, brauð og aioli.

Með fylgja myndir frá veislunni.

Um Vellir

Á Völlum eru sjö gróðurhús sem fyllast af góðgæti á hverju vori og eru mörg hver í blóma langt inn í haustið. Bróður partur húsana eru nýttir til ræktunar á jarðarberjum en í hinum leyfa eigendur hugmyndafluginu að ráða ferðinni og það er aldrei að vita hverju þeim dettur í hug að sá, allt frá sterkum eldpiprum til safaríkra agúrkna.

Stærsti sólberjaakur Íslands er einnig staðsettur á jörðinni. Honum var komið á laggirnar vorið 2006 og hefur vaxið og dafnað vel síðan þá. Þegar berin eru fullþroska gefst gestum kostur á að tína sólber gegn vægu gjaldi.

Íslendingar eru þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga eitt besta villta ræktarland í heimi. Bláber, aðalbláber og krækiber má einnig finna á Völlum hvort sem þau séu fersk, sultuð eða í saftar formi.

Ásamt því að selja grænmeti og ber á Völlum þá er framleitt allskyns vörur fyrir sælkerann.

Vellir er staðsett við Skíðadalsveg, rétt fyrir utan bæinn Dalvík.

Litla sveitabúðin á Völlum er opin alla daga á milli 13:00-18:00

Heimasíða: www.vellir.is

Fleiri fréttir: Vellir í Svarfaðardal

Myndir: facebook / Vellir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

OktóberFest hefst í dag í stærstu Mathöll Íslands – Nýr veitingastaður bætist við í veitingaflóruna

Birting:

þann

Októberfest

Í dag 23. september hefst OktóberFest hjá Mathöll Höfða
Mynd: úr safni

Í dag hefst OktóberFest hjá Mathöll Höfða og stendur hátíðin yfir dagana 23. – 25. september, þar sem boðið verður upp á hressa októberfest stemmingu og tilboð á líters bjór alla dagana.

Dagskrá:
Fimmtudagur: hljómsveitin Plan B mun spila frá kl. 18-20.
Föstudagur: Rikki G mun halda uppi stuðinu frá kl. 17.30-19.30

Happy hour frá kl. 15-18
Sérstök verðlaun fyrir þá sem mæta í búning!
Hópapantanir á [email protected]

Stærsta Mathöllin á Íslandi

Dragon Dim Sum

Dragon Dim Sum er samstarfsverkefni veitingastaðanna Mat Bar á Hverfisgötu og Makake á Granda, en staðurinn hefur notið mikilla vinsælda á kínverskum hveitibollunum eða svokölluðum „dumplings“.
Mynd: facebook / Dragon Dim Sum

Ná á dögunum bættist 10. staðurinn við hjá Mathöll Höfða, Dragon Dim Sum. Veitingastaðurinn býður upp á austurlenska dumplings sem hefur heldur betur slegið í gegn.

„Við erum afar stolt af því að geta sagt að Mathöll Höfða sé nú orðin stærsta Mathöllin á Íslandi, með fjölbreytt úrval þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi. Veitingastaðirnir í Mathöllinni eru; Culiacan, Dragon Dim Sum, Flatbakan, Gastro truck, Hipstur, Indican, Pastagerðin, Svangi Mangi og Sætir snúðar.“

Að því er fram kemur í tilkynningunni frá Mathöll Höfða.

Lesa meira

Markaðurinn

Vinsæll veitingastaður á Húsavík til sölu

Birting:

þann

Naustið á Húsavík

Naustið á Húsavík

Til sölu er veitingastaðurinn Naustið á Húsavík. Staðurinn hefur verið rekinn við góðan orðstír sl. 11 ár og er með framúrskarandi einkunnir á öllum miðlum.

Naustið hefur verið einn vinsælasti veitingastaðurinn á norðurlandi meðal heimamanna jafnt sem ferðamanna frá upphafi. Staðsetningin er miðsvæðis við aðal hótel- og gistiþjónusvæði bæjarins og er með rekstarleyfi fyrir 60 manns. Mikil tækifæri í fallegum bæ sem er í örum vexti og með þekktustu áningastöðum landsins.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson, löggiltur fasteingasali, [email protected]

Naustið á Húsavík

Naustið á Húsavík

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Athafnamaðurinn Róbert á Siglufirði vill selja allar ferðaþjónustueignir sínar

Birting:

þann

Róbert Guðfinnsson

Róbert Guðfinnsson.
Mynd: úr einkasafni

Róbert Guðfinnsson, fjárfestir og athafnamaður á Siglufirði, hefur ákveðið að bjóða til sölu allar ferðaþjónustueignir sínar í bænum.

„Ég hef verið með tvær einingar í uppbyggingarfasa á Siglufirði, annars vegar í ferðaþjónustu og hins vegar í líftæknifyrirtækinu Genís. Það er nokkuð ljóst að Genís mun kalla á mjög mikla athygli á næstu misserum, enda liggja þar feikileg tækifæri. Ég verð því að velja á milli þess að sinna Genís vel eða ferðaþjónustunni,“

segir Róbert í samtali við ViðskiptaMoggann.

Eignirnar sem um ræðir eru Sigló hótel, Gistihúsið Hvanneyri og veitingastaðirnir Rauðka, Hannes Boy og veitingastaðurinn Sunna á Sigló hóteli.

Hótel Sigló - Rauðka - Hannes Boy - Sunna - Siglufjörður

Veitingastaðirnir Rauðka, Hannes Boy
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Gistihúsið Hvanneyri

Gistihúsið Hvanneyri
Mynd: skjáskot af google korti

Sigló hótel

Sigló hótel
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Hótel Sigló - Rauðka - Hannes Boy - Sunna - Siglufjörður

Veitingastaðurinn Sunna á Sigló hóteli
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið