Vertu memm

Pistlar

Fyrsta Matreiðslubókin

Birting:

þann

Matreiðslubók - Einfalt matreiðslu vasakver fyrir heldir manna húsfreyjurNú upp á síðkastið hefur komið út nokkur fjöldi Íslenskra Matreiðslubóka, bæði uppskriftabóka, viðtalsbóka, og við skulum ekki gleyma alfræðiorðabókum um mat. En hvenær kom fyrsta íslenska matreiðslubókin út og hver er höfundurinn?

Fyrsta bókin kom út aldamótaárið 1800 og hét „Einfalt matreiðslu vasakver fyrir heldir manna húsfreyjur“. Í þá daga þótti ókarlmannlegt með meiru að sjá um eldamennsku og hvað þá að gefa út matreiðslubók og því var Marta María Stephensen skrifuð fyrir bókinni, en hún var dóttir danska einokunarkaupmannsins Diðriks Hölter. Maðurinn hennar var Stefán Stephensen amtmaður, bróðir Magnúsar Stephensens dómstjóra.

Talið er að hlutdeild Mörtu Maríu hafi verið lítil eða engin þó hún sé skráður höfundur, formála bókarinnar skrifar Stefán eiginmaður hennar og Magnús bróðir hans hjálpaði til með orðalag og undirbjó kverið til prentunar.

Í sjálfsævisögu Magnúsar sem lést 1833 ljóstrar Magnús upp leyndarmálinu um það, hvernig fyrsta íslenska matreiðslubókin varð til. Árið 1783 var Magnús sendur til Íslands til að rannsaka Skaftárelda og þá hungursneyð sem fylgdi í kjölfarið. Siglingin gekk ílla og þegar þeir höfðu rekið til Noregs þrívegis var ákveðið að hafa þar vetursetu. Þar kynntist Magnús fornvin föðursins, Þorkel Fjeldsted, sem orðinn var mektarmaður í Noregi. Hann var kvæntur norskri konu og hafði Magnús mikið dálæti á henni enda dugnaðarkona til alls, hvað varðar hreinlæti og þrif, bestu matreiðslu og varðveislu matvæla, ölbruggun og fleirra. Sjálf dáfríð, ágætlega menntuð og siðuð.
Magnús segir einnig í sjálfsævisögu að frú Fjeldsted eigi heiðurinn að fyrstu Íslensku matreiðslubókinni en Magnús hvað eftir henni smám saman uppskriftir, sneri þeim síðan yfir á Íslensku, fékk nafn mágkonu sínnar lánað og til að gangast fyrir hverinu, auk þess sem Magnús skrifaði formála bókarinnar undir nafni bróður síns.

Það var rík ástæða fyrir því að gefa ekki út matreiðslubókina í eign nafni þar sem það þótti mjög svo kvennlegt verk að semja matreiðslubók. Árið 1780 var gefinn út bæklingur sem var nefndur „Fáeinar skýringargreinar um smjör og ostbúnað“ og hlaut höfundur ekkert að launum annað en háð og spott almennings. Þessi vísa var kveðinn um hann:

Ólafur ostur, Ólafur smjer
Ólafur huppur og síða,
Ólafur lýgur, Ólafar sver
Ólafur stelur víða.

Það er kannski ekki rétt að segja að fyrsta íslenska matreiðslubókin hafi i raun veri íslensk þar sem hún er í raun Dönsk, bókin lýsir alls ekki íslenskri matreiðslu heldur kynnir hún fyrir Íslendingum, heldra fólki þær kræsingar sem tíðkuðust meðal erlendra höfðingja, aðallega í Danmörku og Noregi.

Hér er svo uppskrift úr bókinni en uppskriftirnar voru alls ekki eins og við eigum að venjast í dag þar sem hráefni er gefið upp sér, svo aðferðalýsing og oft er einnig komið með góð ráð og fleirra en hér er uppskriftin eins og hún kemur fyrir í bók Gylfa Gröndal „Þjónusta, Matur og menning“
„Mandel terta gerist af einu pundi af sætum, og 4 lóðum af bitrum mandelum, skálduðum í heitu vatni og flegnum úr hýðinu. Þetta smásteytist með rauðu úr eggjum. Smásteytt og sigtað pund af hvítu sykri er ásamt 14 eggjarauðum í tréskál vel samanhrært með birktum vendi, einn fjórðung stundar eða lengur. Svo eru steyttu mandelin látin þar og, ef til er, nokkuð af rifnum sítrónuberki, sem allt er einn vel hrært saman einn fjórðung stundar. Hvítan úr þeim 14 eggjum er með þeim á minnstum vendi slegin eður þyrluð vel upp í froðu. 2 hnefar af smá rifnu hveitibrauði eru hrærðir inn í mandeldeigið ofur vel ásamt eggjafroðunni uns vel er jafnað. Í tertupönnu eður formi vel innan smurðu með smjöri og rifnu hveitibrauði á nú þessi mandelterta við hægar glæður að bakast.“

Auðvitað er þessi uppskrift mjög úrelt hvað varðar orðalag og auðvitað voru ekki neinir bakaraofnar né hrærivélar til í þá daga, í staðin var notast við birkivendi til að hræra og orð eins og steyta þýðir að mylja, og skálda þýðir að afhýða í sjóðandi vatni. Mælieiningin Lóð mun hafa verið 20 gr.

Greinin er úrdráttur úr bókinni Þjónusta, matur og menning eftir Gylfa Gröndal og er fjallað mun nánar um fleiri heimildir um matreiðslubækur og gömul hver í henni og má nefna að elsta heimildin um íslenskt rit með Frönskum uppskriftum eru frá 15 öld en telst þó ekki til matreiðslubókar.

Elvar Örn Reynisson tók saman

mars 2002

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið