Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað

Birting:

þann

Bjór - Snakk

Ráðherra hefur orðið við áskorun Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og lagt fram frumvarp sem myndi heimila handverksbrugghúsum að selja beint frá framleiðslustað.

Sjá einnig:

Gæti bjargað tugum starfa um allt land

Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir smáa framleiðendur um land allt. Gestir sem heimsækja brugghúsin gætu þá tekið með sér ferskar vörur heim, framleiddar á staðnum, sem oft fást ekki á almennum markaði vegna kostnaðar við markaðssetningu eða fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Ef frumvarpið yrði samþykkt yrði það mikil lyftistöng fyrir smáu brugghúsin í landinu sem nú eiga undir högg að sækja vegna faraldurs, lokana og fækkun gesta.

Nánar um „Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað“ í Samráðsgáttinni.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Vín, drykkir og keppni

Ríkið tekur 83% af verði léttvínskassans

Birting:

þann

Áfengisskattar

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar hækkar áfengisgjald, sem framleiðendum og innflytjendum áfengis er gert að greiða, um 2,5% um áramótin. Hæstu áfengisskattar í Evrópu hækka því enn. Félag atvinnurekenda hefur tekið saman nýjar tölur um hlutdeild ríkisins í útsöluverði áfengis í Vínbúðum ÁTVR miðað við þessa breytingu.

Farin var sú leið að þessu sinni að taka ekki stikkprufur af einstökum vörum, heldur reikna út meðalverð á öllum eftirfarandi vörum í Vínbúðinni: Þriggja lítra kassa af léttvíni, 750 ml léttvínsflösku, eins lítra vodkaflösku og 500 ml bjórdós. Áfengisprósentur í samanburðinum eru sömuleiðis meðaltöl.

Auk áfengisgjaldsins rennur álagning ÁTVR, skilagjald af umbúðum og virðisaukaskattur á áfengi til ríkisins. Af umbúðum kassavíns er ekki greitt skilagjald, segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda.

Eins og sjá má á myndunum hér að neðan sem birtar voru á vefnum atvinnurekendur.is, hækkar hlutdeild ríkisins í verði léttvínskassa úr 81,6% í ár upp í 83,1% á næsta ári ef hækkun áfengisgjaldsins, upp á rúmlega 92 krónur, gengur eftir.

Af verði meðal-léttvínsflöskunnar renna 65,1% til ríkisins á næsta ári í stað 64,1% á þessu ári. Skýringin á því að áfengisgjald er mun hærri hluti útsöluverðs léttvínskassa en léttvínsflösku er að hér er um meðaltöl að ræða og kassavínin eru að jafnaði ódýrari vín en þau sem sett eru á flöskur. Áfengisgjaldið leggst mun þyngra á ódýrari vín, sem almenningur leyfir sér fremur að kaupa, en þau dýrari af því að gjaldið miðast við áfengisinnihald en ekki innkaupsverð vörunnar.

Þegar horft er á vodkaflöskuna hækkar hlutdeild ríkisins í útsöluverðinu úr 92,3% í ár í 94,1% á næsta ári. Af verði bjórdósarinnar tekkur ríkið í dag 76,6% en á næsta ári 77,8% ef hækkun áfengisgjaldsins nær fram að ganga. Í öllum tilvikum tekur íslenska ríkið til sín drjúgan meirihluta af verði vörunnar.

Áfengisskattar

Áfengisskattar

Myndir: atvinnurekendur.is

Lesa meira

Vín, drykkir og keppni

Breytingar hjá Port 9 vínbar – Nýr framkvæmdastjóri og Gunnar Páll Rúnarsson lætur af störfum

Birting:

þann

Port 9 vínbar

Port 9 vínbar
Mynd: aðsend

Lára Sigríður Haraldsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sútarans ehf. sem rekur Port 9 vínbar.

Lára Sigríður, sem jafnframt er gæða- og þjónustustjóri hjá RR hótel, mun áfram sinna störfum fyrir RR hótel sem er meirihlutaeigandi Sútarans.

Lára Sigríður Haraldsdóttir

Lára Sigríður Haraldsdóttir
Mynd: Gunnar Guðmundsson

Fráfarandi framkvæmdastjóri og meðeigandi Sútarans Gunnar Páll Rúnarsson, sem lætur nú af störfum, hefur ásamt starfsfólki Port 9 unnið frábært starf við uppbyggingu og þróun þessa vinsæla vínbars.

Gunnar Páll Rúnarsson

Gunnar Páll Rúnarsson er matreiðslumaður að mennt
Mynd: Grímur Kolbeinsson / grimkol.is

Port 9 er vínbar og morgunverðarstaður fyrir viðskiptavini RR hótels og aðra gesti. Port 9 mun áfram leggja megin áherslu á góða og notalega stemningu þar sem boðið er uppá góð vín og létta smárétti að hætti vínsérfræðinga Port 9.

Port 9 mun halda óbreyttum rekstri morgunverðarstaðar sem notið hefur mikilla vinsælda en þar er boðið uppá fimm rétta matseðil. Morgunverðarstaðurinn hefur frá opnun verið í efstu sætum á Tripadvisor í flokki veitingastaða í Reykjavík. Sú starfsemi hefur legið niðri um hríð vegna COVID-19 en mun opna á ný um leið og aðstæður leyfa.

Port 9 opnaði fyrir 4 árum síðan:

Góðar viðtökur á nýjum vínbar í Reykjavík – Myndir

Stjórn Sútarans þakkar Gunnari Páli fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.

Fleiri Port 9 fréttir hér.

Lesa meira

Vín, drykkir og keppni

Vandaður þáttur um vinsælasta bandaríska viskí heims – Vídeó – National Geographic

Birting:

þann

Víski - Jack Daniel’s

Á hverju ári eru framleiddar um 120 milljón flöskur sem seldar eru út um allan heim.
Mynd: skjáskot úr myndbandi

Það er eflaust erfitt að finna viskíaðdáanda sem þekkir ekki vel til Jack Daniel’s, en það er söluhæsta og vinsælasta bandaríska viskí heims.  Það er bruggað í bænum Lynchburg í Tennessee fylki í Bandaríkjunum, en þar hafa heimkynni Jack Daniel’s verið frá stofnun þess árið 1875. Eru þar nú framleiddar um 120 milljón flöskur af ári sem seldar eru út um allan heim.

Við framleiðslu þessa rafgullna viskís er gríðarmikil áhersla lögð á fyrsta flokks hráefni og skilar það sér svo sannarlega í bragðinu, sem einkennist sérstaklega af brenndum sykurhlyn og hinum handgerðu eikartunnum sem viskíið er geymt í eftir bruggun.

Þökk sé þessu vandaða framleiðsluferli og hágæða hráefni trónir Jack Daniel’s á öllum helstu topplistum yfir vinsælustu og söluhæstu viskí heimsins – og þegar þú smakkar það munt þú skilja af hverju.

Stikla úr þættinum er í spilaranum hér fyrir neðan, en National Geographic þáttinn er hægt að horfa í heild sinni á Sky, Virgin Media, TalkTalk, og BT.

Lesa meira

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag