Vertu memm

Uppskriftir

Frönsk súkkulaðikaka

Birting:

þann

Súkkulaði

Smjör og suðusúkkulaði brætt saman

Botn:
200 gr smjör
200 gr suðusúkkulaði brætt saman, kælt.

4 egg
2 dl sykur þeytt saman.

1 dl hveiti blandað varlega saman við eggjablöndu og síðan er súkkulaði blandan sett út í. Sett í smurt springform og bakað við 160° C í 30 mínútur.

Bráð: 150 gr suðusúkkulaði og 70 gr smjör blandað saman og kælt.
2 msk sýróp settar út í.

Hellt yfir botninn og fryst. Gott með þeyttum rjóma og ávöxtum.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á frettir@veitingageirinn.is

Uppskriftir

Brioche brauð

Birting:

þann

Brioche brauð

Brioche er eitt frægasta franska brauðið, en það er bæði létt og sætt og hentar vel með fjölmörgum réttum. Upprunanlega uppskriftin var gerð árið 1404 í bænum Cotgrave. Brioche er einstaklega gott með paté og einnig ljúffengt með Foie Gras.

18 gr ger – leyst upp í volgu vatni.
50 gr sykur.
500 gr hveiti.
1 tsk salt – skál með geri.
6 stk egg – pískuð og hellt útí í mjórri bunu – hrært á meðan.
250 gr stofuheitt smjör – blandað útí í þrennu lagi – hrært í á meðan.

Látið hvílast í kæli yfir nótt. Sett í form og látið hefast á volgum stað. Bakað á 160 gráðum í 30-40 mínútur.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Uppskriftir

Ciabatta Brauð

Birting:

þann

Ciabatta Brauð

Efni í fjóra hleifa

Sponge-blanda:
1 tsk þurrger
250 ml volgt vatn
350 gr sigtað hveiti

Blandið saman vatni og geri og látið standa í 3-4 mínútur. Blandið hveiti saman við. Leggið stykki yfir og látið standa í herbergishita í 12 klukkustundir.

Deig:
1,5 tsk þurrger
5 msk heit mjólk
1 msk ólífuolía
250 ml heitt vatn
600 gr hveiti
2-3 tsk salt

Blandið saman geri og mjólk og látið standa í 3-4 mínútur. Blandið sponge-blöndunni, vatni og olíu saman við. Hrærið saman rólega í hrærivél með krók. Blandið hveiti og salti saman við, og vinnið rólega saman.

Deigið ætti að vera mjög mjúkt viðkomu án þess að klessast við fingurnar. Það gæti þurft að þynna degið með heitu vatni. Látið hefast í skálinni í klukkustund eða þar til degið hefur þrefaldast. Skiptið í 4 jafna hluta og setjið á bökunarplötur. Penslið með ólífuolíu eða grænu pesto. Látið hefast undir plastfilmu í 90 mínútur. Deigið mun ekki rísa mikið á þeim tíma.

Bakið í 25-30 mínútur og kælið. Gott að úða brauðin þrisvar fyrstu 10 mínuturnar með vatni.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Uppskriftir

Tacos með risarækjum, mangósalsa og hvítlauks-lime sósu

Birting:

þann

Uppskrift: Tacos með risarækjum, mangósalsa og hvítlauks-lime sósu

Hér höfum við ómótstæðilegar tacos með hvítlauksmarineruðum risarækjum, lárperu, klettasalati og frískandi mangósalsa. Ótrúlega bragðgóður og frískandi réttur sem er enga stund að verða til.

Fyrir þennan rétt er mikilvægt að finna sér passlega þroskað mangó þar sem óþroskuð mangó eru ekki nægilega sæt en ofþroskuð eru of mjúk og sæt. Reynið því að velja mangó sem gefa örlítið eftir þegar þau eru kreist, en eru þó nokkuð stinn.

Fyrir 2:
Risarækjur, 400 g
Klettasalat, 40 g
Kirsuberjatómatar, 125 g
Mangó, 1 lítið
Rauðlaukur, 35 g
Kóríander, 10 g
Majónes, 60 g
Sýrður rjómi 10%, 60 g
Límóna, 1 stk
Hvítlauksrif, 2 stk
Avacado, 1 stk
Litlar tortillur (6“), 8 stk

Aðferð:

 • Þerrið rækjurnar á hreinu eldhússtykki eða með eldhúspappír. Setjið rækjurnar svo í skál með smá olíu og salti. Pressið 1 hvítlauksrif saman við og blandið vel saman. Látið marinerast á meðan unnið er í öðru.
 • Hrærið saman sýrðum rjóma og majónesi. Rífið börkinn af límónunni og pressið 1 hvítlauksrif. Hrærið límónuberki og pressuðum hvítlauk saman við sósuna ásamt 1 msk a límónusafa. Smakkið til með salti og meiri límónusafa ef þarf.
 • Skerið mangó og tómata í litla bita, saxið kóríander (líka stilkana) og sneiðið rauðlauk í þunna strimla. Blandið saman í skál.
 • Hitið um 1 msk af olíu við meðalháan hita. Steikið rækjurnar í 2 mín á annari hliðinin og svo 1-2 mín á hinni hliðinni eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Þetta er best að gera í 2 skömmtum svo rækjurnar steikist sem best. Smakkið til með salti og kreistu af límónusafa.
 • Hitið tortilla kökur í stutta stund eftir leiðbeiningum á umbúðum og sneiðið avacado.
 • Raðið klettasalati, rækjum, mangó salsa, avacado og hvítlauks lime sósu í tortillurnar og berið fram.

Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Lesa meira

Könnun

Þegar ég elda heima, þá:

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...
 • Hjörvar Óli Sigurðsson 05.12.2019
  Hjörvar Óli Sigurðsson | BjórdælanHappy Hour með The Viceman Viceman heldur áfram að breikka sjóndeildarhringinn þegar kemur að veigum í fljótandi formi. Að þessu sinni með fyrsta þátt af Bjórdælunni þar sem fyrsti bjór spekingurinn var Hjörvar Óli Sigurðsson sem starfar á Brewdog Reykjavík. Hjörvar er alinn upp á Akureyri en eftir að hafa heillast […]
 • Selma Slabiak 03.12.2019
  Happy Hour með The VicemanSelma Slabiak | Íslandsvinurinn Selma er frá Danmörku en fluttist til New York til að vinna með og læra af þeim bestu í heimi kokteilana. Síðan þá hefur hún smátt og smátt orðið einskonar sendiherra Norrænu kokteilsenunar sem hún tekur hinsvegar fram að hafi komið til vegna uppruna síns í Danmörku […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar