Vertu memm

Uncategorized

Frönsk Katalónía til Íslendinga…sumarið framlengt!

Birting:

þann

Roussillon-héraðÍ fyrsta skipti verður haldin Vínpressu hátíð í hér á landi!

Það dugar ekkert annað en 300kg af Carignan þrúgum frá Roussillon-héraðinu sem stöppuð verða af íslenskum vínþjónum í miðborg Reykjavíkur í portinu bak við Jómfrúna.

Vínekran Bourgogne ehf, Roussillon héraðið og Jean Luc Pujol í samstarfi við Vínþjónasamtökin, Franska Sendiráðið, og Alliance Francaise standa að þessum skemmtilega viðburði.

Styrktaraðilar sem koma að þessi eru m.a. Icelandair Cargo, Seglagerðin Ægir.

Pressu hátíðin er upphaf á Roussillon kynningu því þann 20. október hefjast Roussillon dagar á Vox restaurant með Gilles Bascou, matreiðslumeistara frá Roussillon og meðlimur í SlowFood og Pujol heimsækir okkur í nóvember.

Vínpressuhátíðin, laugardaginn 15. október í portinu milli Hótel Borgar og Jómfrúarinnar,  á undan Norðurlandakeppni   vínþjóna eða frá kl.14.00.

Komið og smakkið þrúgurnar, safann og takið þátt í víngerðinni !

Vínsmakkarinn
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið