Vertu memm

Frétt

Frestur til að kynna sér drög að nýjum gæða- og umhverfisviðmiðum Vakans að renna út

Birting:

þann

Kirkja

Endurskoðun gæða- og umhverfisviðmiða Vakans, fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu, hefur staðið yfir á þessu ári og mun ný útgáfa taka gildi um komandi áramót.  Um er að ræða 5. útgáfu almennra og sértækra gæðaviðmiða ásamt umhverfisviðmiðum. Á vefsíðu Vakans hefur aðilum gefist tækifæri á að kynna sér drögin um nokkurra mánaða skeið en frestur til að senda inn ábendingar eða athugasemdir rennur út 1. desember n.k.

Breyttar áherslur
Endurskoðun þessi tekur óhjákvæmilega mið af þeim veruleika sem við höfum búið í undanfarin misseri og breyttum áherslum í kjölfar Covid-19 sem birtist í aukinni áherslu á þrif og sóttvarnir. Auk þess er lögð enn meiri áhersla á öryggi viðskiptavina með því að bæta við viðmiðum sem snúa að bættri upplýsingagjöf.

Vakinn – Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu
Vert er að segja frá því að öll viðmið Vakans; umhverfis-, almenn- og sértæk gæðaviðmið, byggja að stórum hluta á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar þar sem kröfur Vakans tengjast á einn eða annan hátt þremur meginstoðum sjálfbærninnar þ.e. umhverfi, samfélagi og efnahag. Má í þessu sambandi t.a.m. nefna gátlistann Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu, sem er nauðsynlegt fylgigagn fyrir vottun Vakans, en vinna við endurskoðun gátlistans stendur nú yfir.

Núverandi drög, sem finna má á vefsíðu Vakans hér, sem hafa nú þegar tekið nokkrum breytingum. Ef áhugi er á að kynna sér uppfærð drög er aðilum bent á að senda póst á [email protected]

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Lesa meira
Auglýsingapláss

Frétt

Sektir vegna ferðagjafar stjórnvalda

Birting:

þann

Ferðagjöfin

Persónuvernd hefur lagt stjórnvaldssektir, annars vegar að fjárhæð 7.500.000 kr., á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og hins vegar að fjárhæð 4.000.000 kr. á fyrirtækið YAY ehf., vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda. Nánar tiltekið voru sektirnar lagðar á vegna brota gegn grundvallarreglum persónuverndarlöggjafarinnar, til dæmis um fræðsluskyldu, gagnsæi og öryggi persónuupplýsinga í smáforritinu Ferðagjöf.

Upphaf málsins má rekja til útgáfu ferðagjafar stjórnvalda sem hvetja átti landsmenn til ferðalaga innanlands sumarið 2020. Um er að ræða stafræn gjafabréf sem miðlað var til einstaklinga með smáforriti fyrirtækisins YAY ehf. Persónuvernd barst fjöldi ábendinga um að við notkun ferðagjafarinnar væri krafist umfangsmikilla persónuupplýsinga og víðtæks aðgangs að símtækjum notenda og var því frumkvæðisrannsókn sett af stað.

Niðurstaða Persónuverndar var sú að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, sem ábyrgðaraðili vinnslunnar, braut gegn mörgum grundvallarreglum persónuverndarlöggjafarinnar auk þess sem vinnslan var umfangsmikil. Má þar nefna að heimild skorti til vinnslu persónuupplýsinga, m.a. samkvæmt lögum, og að þær kröfur sem gerðar eru til samþykkis fyrir vinnslu voru ekki uppfylltar. Þá var sanngirni og gagnsæis ekki gætt við vinnsluna, þar sem notendum var einungis gert að samþykkja almenna notendaskilmála fyrirtækisins YAY, í stað þess að samþykkja sérstaklega vinnslu persónuupplýsinga við skráningu í forritið. Fræðsla var jafnframt ófullnægjandi um þá vinnslu persónuupplýsinga sem fór fram í reynd. Loks gerðu hvorki atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið né YAY ehf. viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja öryggi við vinnslu persónuupplýsinga, svo sem með aðlögun og mótun stillinga smáforritsins, auk þess sem ekki var gerður vinnslusamningur milli aðila svo sem lög kveða á um, en gerð slíks samnings telst til mikilvægra skipulagslegra ráðstafana vegna vinnslu persónuupplýsinga.

Þrátt fyrir ábendingar Persónuverndar um ófullnægjandi fræðslu var seint gripið til úrbóta og allt þar til verkefninu lauk var notendum gert að samþykkja ranga notendaskilmála við innskráningu í smáforritið.

Þá var, fyrir mistök YAY ehf., aflað víðtækra og ónauðsynlegra aðgangsheimilda í símtækjum notenda smáforritsins, meðal annars að viðkvæmum persónuupplýsingum, svo sem trúnaðarupplýsingum í dagatali. Hins vegar kom í ljós við rannsókn málsins að persónuupplýsingar notenda hefðu ekki verið sóttar á grundvelli fyrrgreindra aðgangsheimilda.

Fyrirtækið viðurkenndi að vinnslan hefði farið fram fyrir mistök og verið ónauðsynleg. Auk þess komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði ekki uppfyllt kröfur persónuverndarlaga um innbyggða og sjálfgefna persónuvernd við uppsetningu smáforritsins. Þá lágu ekki fyrir gögn sem sýndu að gerðar hefðu verið úttektir eða prófanir til að meta skilvirkni og stillingar forritsins, meðal annars með tilliti til þess hvaða persónuupplýsinga væri í reynd óskað við innskráningu í smáforritið og þeirra aðgangsheimilda sem aflað væri sjálfkrafa. Var háttsemi YAY ehf. því ekki talin samræmast persónuverndarlöggjöfinni hvað þessi atriði varðaði.

Ákvörðun í máli nr. 2020092288.

Vegna ákvörðunar Persónuverndar um Ferðagjöf

Vegna ákvörðunar Persónuverndar varðandi Ferðagjöf vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri:

Markmið Ferðagjafar var að hvetja til ferðalaga innanlands og styðja þannig við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19. Verkefnið var meðal þeirra skilgreindu aðgerða sem ætlað var að styðja við viðspyrnu efnahagslífsins, þá einkum ferðaþjónustunnar. Mikil áhersla var lögð á að veita Íslendingum hvata til að ferðast innanlands og nýta sér afþreyingu og þjónustu. Útbúin var tæknileg lausn í formi smáforrits sem gerði þetta kleift með skömmum fyrirvara.

Ráðuneytinu þykir miður að mistök hafi átt sér stað sem leiddu til þess að aflað var víðtækari persónuupplýsinga en efni stóðu til. Mistökin fólust m.a. í því að smáforrit Ferðagjafar aflaði upplýsinga um aldur og kyn einstaklinga fyrstu þrjá dagana eftir útgáfu smáforritsins. Líkt og fram kemur í ákvörðun Persónuverndar er það mat stofnunarinnar að sú tímaþröng sem verkefnið var unnið í hafi átt stærstan þátt í að umrædd vinnsla hafi farið fram. Um mannleg mistök var að ræða sem þegar í stað var ráðin bót á.

Ráðuneytið vill þó vekja sérstaka athygli á því, líkt og fram kemur í ákvörðun Persónuverndar, að enginn einstaklingur varð fyrir tjóni vegna vinnslunnar. Um leið og mistökin urðu ljós, var látið af umræddri öflun upplýsinga og þeim eytt í kjölfarið. Meðan á vinnslu málsins stóð var bætt úr öllum annmörkum og orðið við tilmælum Persónuverndar.

Persónuvernd hóf frumkvæðisathugun á málinu í september 2020 og hefur átt í samskiptum bæði við YAY ehf. og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, sem er ábyrgðaraðili framkvæmdarinnar en Stafrænt Ísland leiddi tæknilega útfærslu þess. Ráðuneytið fagnar framkomnum athugasemdum Persónuverndar.

Það er mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að þrátt fyrir minniháttar hnökra í upphafi verkefnisins, sem í einu og öllu hefur verið bætt úr, hafi framkvæmd Ferðagjafarinnar gengið vel og fjölmargir Íslendingar notið hennar í þágu íslenskrar ferðaþjónustu.

Lesa meira

Frétt

Nemendur kanna heim tómata með öllum sínum skynfærum

Birting:

þann

Eit food

Sýndarveruleiki matar – lærum um mat með öllum okkar skynfærum

“Tómatar eru mjög góðir fyrir frumurnar“ sagði nemandi í grunnskólanum CEIP Leopoldo Calvo Sotelo í Madrid í október síðastliðnum eftir að hafa lokið námskeiðinu Sýndarveruleiki matar – að læra um mat með öllum okkar skynfærum eða Food Imaginarium – learning about food with all senses eins og það útleggst á ensku.

Námskeiðið er tilraunaverkefni sem Matís leiðir, styrkt af EIT Foodog er eitt af nokkrum forverkefnum sem miða að því að prófa aðferðir til að virkja almenning og fræða sérstaklega yngri kynslóðir um hollar og sjálfbærar neysluvenjur. Í verkefninu var rúmlega 100 nemendum á aldrinum 10-12 ára boðið upp á ýmsar kennsluaðferðir, þar á meðal sýndarveruleika, með áherslu á ræktun, framleiðslu og neyslu tómata.

Verkefnið miðar að því að örva ímyndunarafl barna tengt mat, með gagnvirkum aðferðum sem kveikja áhuga og auka þekkingu. Markmiðið er að ná til barna á þeim aldri þegar þeim er hætt við að byrja að þróa með sér offitu og hjálpa þeim að tileinka sér hollar og sjálfbærar matarvenjur. Námsefnið leggur áherslu á heildræna sýn á mat og matarupplifun og snertir á ýmsum flötum s.s. ræktun, loftslagi og matarsóun.

Þemað í forverkefninu er tómatar en markmiðið með því er að prófa hugmyndafræði verkefnisins. Með sýndarveruleika myndböndum og líflegum þrautum, gátu nemendur kafað ofan í heim tómata og komist að næringargildi þeirra og því hvernig þeir eru ræktaðir á sjálfbæran hátt í mismunandi loftslagi.

Eit food

Með aðstoð sýndarveruleika ferðuðust börnin jafnframt á sjálfbæra tómataræktunarstöð á Íslandi þar sem þau horfðu á myndbönd og spiluðu spurningaleik. Þegar nemendurnir fóru út í ræktunargarð skólans gátu þeir einnig fengið kynnast útliti, bragði og lykt mismunandi tómatafbrigða sem eru ræktuð á Spáni, undir leiðsögn sérfræðinga. Þannig fengu börnin tækifæri til að skynja hvað gerir tómata heilsusamlega, hvernig þeir eru ræktaðir, lykta og bragðast.

Bein og óbein áhrif verkefnisins á þekkingu barnanna í CEIP Leopoldo Calvo Sotelo skólanum í Madrid voru mæld fyrir áframhaldandi þróun námsefnisins en verkefnishópurinn stefnir á að útvíkka verkefnið m.a. til Íslands á næstu árum.

Verkefnið er unnið í samvinnu við IMDEA Alimentación, EUFIC og Háskólann í Árósum.

Food imaginarium er byggt á tveimur fyrri verkefnum sem Matís hefur leitt: Future Kitchen og Krakkar kokka.  Í Future Kitchen  (einnig styrkt af EIT Food) voru hefðbundin myndbönd og sýndarveruleikamyndbönd um nýsköpun í matvælatækni og næringargildi matar (t.d. Tómatarækt á Íslandi) gerð  með notkun hugmyndafræði svokallaðrar skemmtimenntar (að mennta og skemmta). Sama hugmyndafræði var notuð í Krakkar kokka en það verkefni hlaut styrk frá Matarauði Íslands og er mennta- og menningarmálaráðherra Íslands verndari verkefnisins.

Þú getur horft á upplifun spænsku nemendanna á Food Imaginarium í myndbandinu hér að neðan:

Um EIT Food

EIT Food er stórt leiðandi evrópskt þekkingar- og nýsköpunarsamfélag um matvæli, undir Evrópusambandinu,  sem  vinnur að því að gera hagkerfi matvæla sjálfbærara, heilnæmt og traust.
Framtakið er byggt af nýsköpunarsamfélagi með lykilaðilum iðnaðarins yfir alla Evrópu, sem samanstendur af yfir 90 samstarfsaðilum og yfir 50 sprotafyrirtækjum frá 16 aðildarríkjum ESB. Það er eitt af þekkingar- og nýsköpunarsamfélögunum (KIC) sem voru stofnuð af stofnun Evrópu fyrir nýsköpun og tækni [European Institute for Innovation & Technology] (EIT), sem er sjálfstæð stofnun ESB  sett á fót 2008 til að efla nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi víðsvegar um Evrópu.

Þú getur fylgst með EIT Food í gegnum www.eitfood.eu eða í gegnum samfélagsmiðlana: TwitterFacebookLinkedInYoutube eða Instagram.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Frétt

Tilkynning frá SS vegna umræðu um hvað séu kótilettur og hvað ekki

Birting:

þann

Lambahryggur - Kótilettur

Vegna umræðu um hvað séu kótilettur og hvað ekki er rétt að sýna sögun hjá SS á hryggjum fyrir pakkningu með kótilettum sem komið hefur til umræðu.

Skv. Kjötbókinni þá er hryggur skilgreindur með eftirfarandi hætti.

„Lambahryggur fæst með sögun úr miðjum skrokk. Hryggurinn er aðskilinn frá læri og framparti með þverskurði milli 6. og 7. spjaldhryggjarliðar og 5. og 6. brjóskhryggjarliðar. Hann er aðskilinn frá slögum með langskurði 12 cm frá miðlínu hryggsins. Í þessum hrygg er hvorki mjaðmaspaði né herðablað.“

Í skrokk eru 13 rif svo þessi skilgreining miðar við að það séu 8 rif í hrygg. Hryggir sem SS selur eru með 7 rifjum og því betri vara en Kjötbókin lýsir.

Á meðfylgjandi mynd má sjá 7 rifja hrygg fyrir sögun. Þverskurðurinn sem snýr fram (að frampartinum) sést. Á hinni myndinni sjást kótiletturnar sem koma úr hálfum svona hrygg. Sneiðarnar sem eru vinstra megin eru úr rifjahluta hryggsins en þær sem eru hægra megin eru úr lundarhluta hryggsins.

Lambahryggur - Kótilettur

Sneiðarnar efst vinstra megin eru úr fremsta hluta hryggsins og svipaðar og þær sem birtar voru í fjölmiðlaumfjöllun.

Hver pakkning sem SS selur af þessum kótilettum er með um 16 kótilettum. Það er eðlilegt að af þessum 16 sneiðum þá séu 2-3 sem koma af fremsta hluta hryggsins.

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið