Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Fresti til umsókna um sveinspróf að ljúka – Umsóknarfesturinn til 1. nóvember 2021

Birting:

þann

Sveinspróf í matreiðslu og framreiðslu - Desember 2018

Frá sveinsprófi í matreiðslu – Desember 2018

IÐAN fræðslusetur auglýsir á heimasíðu sinni frest til að sækja um sveinspróf í matvælagreinum.  Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn er umsóknarfesturinn til 1. nóvember 2021, eða til næsta mánudags.

Sveinspróf í þessum greinum fara fram í janúar en nánari dagsetningar prófa verða birtar á vef IÐUNNAR um leið og þær liggja fyrir, að því er fram kemur á matvis.is.

Hér er umsóknareyðublað vegna sveinsprófs.

Mynd: facebook / Menntaskólinn í Kópavogi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Metnaðarfull eftirréttakeppni Striksins á Akureyri – Myndir

Birting:

þann

Eftirréttakeppni á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri

Keppendurnir fjórir: Kristinn Hugi Arnarson, Elvar Fossdal, Aðalsteinn Óli Magnússon, Elmar Freyr Aðalheiðarson og Árni Þór Árnason yfirmatreiðslumaður Striksins og Logi Helgason eldhúsdómari

Nú á dögunum fór fram eftirréttakeppni á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri, en keppendur starfa allir á staðnum.

„Við höfum við verið ansi dugleg að vera með nemakeppni annað hvort eftirrétta-, eða forréttakeppni.  Vissulega hafa keppnirnar legið í dvala núna yfir covid en vonandi erum við að fara af stað aftur núna.“

Sagði Árni Þór Árnason yfirmatreiðslumaður á Strikinu í samtali við veitingageirinn.is og bætir við:

„Keppendur fá 3-4 hráefni og þema og vinna sig í kringum það.

Í þetta skiptið voru 4 keppendur sem allir vinna og/eða eru nemar á Strikinu.  Flestir að taka sín fyrstu skref í eldhúsi svo ég ákvað að hafa hráefni í auðveldari kantinum. Dökkt og/eða hvítt súkkulaði, appelsína og þemað er íslensk jól.

Allt annað átti að vera frjáls aðferð og vinningshafi leystur út með flottum vinningum frá KEA hotels, Innnes og Strikinu.„

Dómarar voru:

Hallgrímur Sigurðarson, matreiðslumeistari og eigandi R5.

Haraldur Már Pétursson, matreiðslumeistari og eigandi Salatsjoppunnar.

Sigurður Már Harðarson yfirmatreiðslumaður, Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA).

Logi Helgason vaktstjóri á Strikinu var eldhúsdómari.

Keppendur máttu koma með allt tilbúið í eftirréttina og fengu að fara í eldhúsið klukkutíma fyrir skil. Fyrstu skil voru klukkan 15:15 og á korter fresti eftir það.

Eftirréttakeppni á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri

Elmar Freyr Aðalheiðarson

Það var síðan Elmar Freyr Aðalheiðarson sem bar sigur úr bítum með hvítsúkkulaði skyrmousse með piparkökubotn, piparkökumulning, Cointreau appelsínu ís, melónusalsa og appelsínusósu.

Mjög mjótt var á munum á milli keppenda og skipti hvert stig greinilega máli. En 100 stig voru í pottinum frá hverjum dómara, vægi stiga var sem hér segir:

Bragð og áferð 50 stig:

Vinna 15 stig.
Útlit 15 stig.
Eldhús 10 stig.
Mappa 10 stig:

„Heilt yfir stóðu strákarnir sig mjög vel og komu nýliðirnar mikið á óvart, en þeir höfðu greinilega kynnt sér reglur og annað mjög vel.„

Sagði Árni Þór að lokum.

Myndir: Aðsendar / Strikið

Lesa meira

Nemendur & nemakeppni

Austurlenskt þema hjá nemendum í grunndeild matvæla- og ferðagreina – Myndir

Birting:

þann

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri byggja smám saman upp þekkingar- og reynslubanka. Æfingin skapar meistarann og fá nemendur fá alltaf að glíma við eitthvað nýtt.

Þrisvar í viku er verkleg kennsla og er grunndeildarkrökkunum skipt í þrjá hópa, tveir þeirra eru í eldhúsinu með kennurunum Ara Hallgrímssyni og Marínu Sigurgeirsdóttur og þriðji hópurinn er í borðsalnum og meðtekur þar boðskap Eddu Bjarkar Kristinsdóttur um allt mögulegt er lýtur að framreiðslu matar, að leggja á borð eftir kúnstarinnar reglum o.fl.

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Þegar litið var inn í verklegan tíma í liðinni viku var vel unnið á öllum vígstöðvum. Þema dagsins var austurlenskur matur; m.a. svínakjötspottréttur, núðluréttur, nautakjötsstrimlar og meðlæti var m.a. nýbökuð naan brauð og gúrku raita.

Grunndeild matvæla gefur nemendum gott og hagnýtt nám, hvort sem þeir kjósa að halda áfram í þeim greinum sem námið er grunnur að, matreiðsla, bakstur, framreiðsla, kjötiðn eða matartækni, eða eru bara að læra fyrir lífið sjálft.

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Ari Hallgrímsson kennir réttu handtökin

Allir þurfa jú að elda fyrir sig og sína og þá kemur sér vel að hafa farið í gegnum tveggja anna grunnnám í VMA. Nemendurnir sem hófu nám sitt í upphafi þessa skólaárs halda áfram eftir áramót og ljúka grunndeildinni næsta vor.

Í námi eins og í grunndeild matvæla eru snertifletirnir vissulega margir. Ætla mætti því að á tímum covid þurfi að fara sérstaklega gætilega og passa upp á hlutina.

Ari Hallgrímsson matreiðslumeistari og brautarstjóri segir að það sé vissulega rétt en hreinlæti sé eitt af fyrstu og mikilvægustu boðorðunum sem nemendur læri í náminu á matvælabraut og því þurfi þeir frá fyrsta degi að tileinka sér strangar hreinlætis- og heilbrigðiskröfur – óháð því hvort covid heimsfaraldur er í gangi eða ekki.

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Fleiri myndir er hægt að skoða með því að smella hér.

Myndir: vma.is

Lesa meira

Keppni

Íslandsmót iðn- og verkgreina – Mótið fer fram í mars og apríl 2022

Birting:

þann

Frá Íslandsmót iðn- og verkgreina 2019

Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin dagana 31. mars til 2. apríl 2022 í Laugardalshöll, en mótið átti að fara fram dagana 11. – 13. mars s.l. en var frestað í ljósi fjöldatakmarka í tengslum við Covid-19.

Framhaldsskólakynningin sem haldin er samhliða, er í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Á síðasta móti sem var haldið árið 2019 var keppt í 27 greinum og voru tvær sýningargreinar. 33 framhaldsskólar tóku þátt og tólf aðrir sýnendur.

Sjá einnig:

Úrslit í Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2019

Á Íslandsmótinu munu keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reyna á skipulagshæfileika og fagmennsku. Tilgangur keppna af þessu tagi er að vekja áhuga grunnskólanema og annarra á iðn- og verknámi með því að láta ungt fólk sýna handbrögð og tækni sinnar greinar. Áhorfendur munu einnig fá tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagmanna í ýmsum greinum.

Gestir verða velkomnir á opnunartíma: Fimmtudag 31. mars og föstudaginn 1. apríl er opið frá 9-17. Laugardaginn 2. apríl er opið frá 10.-16.00.

Fleiri fréttir frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina hér.

Samsett mynd frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina / skillsiceland.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið