Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Framkvæmdir á lokasprettinum – Myndir

Birting:

þann

Landssímareitur

Hótelið verður verður 160 herbergja

Þeir sem hafa átt leið hjá Landssímareitnum undanfarið hafa eflaust tekið eftir miklum breytingum frá því sem áður var, en þar mun Icelandair hótel starfrækja hótel undir merkjum Curio by Hilton.

Landssímareitur

Tónlistarsalurinn NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd og einnig verða veitingastaðir, íbúðir og safn á reitnum.

Þótt mikið hafi verið framkvæmt þykja byggingarnar, bæði nýjar og gamlar, falla mjög vel að þeirri götumynd sem fyrir er og öðrum húsum í nærumhverfinu.

Nú er komið að lokasprettinum í framkvæmdum, sem ætti að vera lokið að mestu í júní næstkomandi. Þótt vegfarendur sjái aðeins það sem fyrir augu ber utanhúss eru iðnaðarmenn í óðaönn að setja upp innréttingar í herbergjum, leggja gólfefni, ganga frá loftum og svo framvegis.

Landssímareitur

Í nýja NASA-salnum hefjast þeir brátt handa við að setja upp innréttingar. Flísalögn í heilsulind í kjallara Thorvaldsensstrætis er 6 komin vel á veg. Þá styttist í að lóðafrágangur hefjist.

Landssímareitur

Myndir: facebook / Landssímareitur

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið