Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Fosshótelið í Stykkishólmi opnar á ný eftir miklar endurbætur – Ómar rammar inn dönsku jólaveisluna – Myndir

Birting:

þann

Fosshótel Stykkishólmur

Í september opnaði Fosshótelið í Stykkishólmi eftir gagngerar breytingar. Mikið var um dýrðir þegar hótelið var formlega opnað á ný, þar sem gestir voru boðnir í kræsingar og tónlistaveislu sem að tónlistarfólk úr bænum sáu um að skemmta.

Það voru síðan bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson sem sáu um skemmtun fram eftir kvöldi.

Fosshótel Stykkishólmur

Fosshótel Stykkishólmur

Fosshótel Stykkishólmur

Miklar endurbætur voru gerðar við hótelið, en bætt var við hæð þar sem 14 ný herbergi bættust við, þar af 6 fjölskylduherbergi. Uppgerður salur (gamla félagsheimilið) salurinn fékk að halda útlitinu en búið er að taka allt í gegn.

Þar var bætt við gluggum, settur pallur, nýr skjávarpi sem býður nú upp á frábæra aðstöðu fyrir ráðstefnur/fundi og veislur af öllu tagi fyrir allt að 300 manns.

Í salnum er dansgólf (gryfja), svið, skjávarpi, tjald og fullkomið hljóðkerfi.

Nýr bar og glæsilegt seturými og ný móttaka.

Fosshótel Stykkishólmur

Fosshótel Stykkishólmur

Fosshótel Stykkishólmur

Fosshótel Stykkishólmur

Eins var gert ráð fyrir því í framkvæmdum að hægt verði að stækka hótelið enn meira í framtíðinni.

Ómar Stefánsson
Mynd: Magnús Örn Friðriksson

Yfirkokkur hótelsins er Ómar Stefánsson. Ómar lærði fræðin sín í Danmörku hjá meistaranum Erwin Lauterbach eiganda Saison á árunum 2003 til 2007. Hann var meðlimur í kokkalandsliðinu og hefur starfað á flestum betri veitingastöðum Reykjavíkur.

Veitingastaðurinn á Fosshótel Stykkishólmi leggur áherslu á hráefni af Breiðafjarðarsvæðinu svo sem bláskel, hörfuskel, ferskur fiskur, þörungar og fleira ( sjá matseðil hér). Frá veitingasalnum er einstakt útsýni yfir Stykkishólm og eyjarnar á Breiðafirði.

Dönsk jólaveisla í Stykkishólmi

Hér má sjá lystauka að hætti Ómars sem rammar inn dönsku jólaveisluna frá og með 25. nóvember.

Síld á rúgbrauði
sinnep, pikklaður skarlottulaukur, radísur, þurrkuð eggjarauða

Grafinn lax
agúrka, epli, hrogn, dill

Skarkoli
seljurótar remúlaði, fennel

Andabringa
rauðrófa, jarðskokkar, andagljái

Purusteik eða Kalkúnabringa
brúnaðar kartöflur, rauðkál, brún sósa, rifsber

Milliréttur
greni og jógúrt

Ris a la mande
Kirsuber og möndlur

Myndir: aðsendar

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið