Vertu memm

Veitingarýni

Flottur staður með farsæla sögu

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg

Kol við Skólavörðustíg lætur ekki mikið yfir sér en þessi vinsæli staður ber vel sex árin sem hann hefur verið starfandi. Staðurinn hefur náð að skapa sér gott orð í veitingaflóru Reykjavíkur á þessu tímabili.

Við ákváðum að renna við hjá þeim um daginn, núna þegar ferðamenn voru á hraðferð út úr landi og kórónuveirufaraldurinn að herða tökin, okkur langaði að sjá hvað staðurinn hefur uppá að bjóða.

Mig langaði einnig til að spjalla aðeins við Sævar Lárusson yfirmatreiðslumann um nýja seðilinn hjá þeim og hvernig þeir ætla að takast á við breyttar aðstæður.

Til gamans þá fór ég á netið áður en ég fór á staðinn, því mig langaði aðeins að skoða „netsöguna“, eins ég geri iðulega áður en ég fer út að borða en þar kennir oft margra grasa og skemmtilegra.

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg

Á netinu er að finna mjög fjölskrúðugar myndir og umfjallanir um Kol frá liðnum árum enda gleymir netið ekki neinu. Mér finnst einnig gaman að skoða matseðla veitingastaða á netinu en það vill æði oft brenna við að það er lítil rækt lögð við að uppfæra og stafsetja rétt. Matseðilinn hjá Kol er mjög aðgengilegur og heimasíðan í allastaði smekkleg, auðvelt er að panta borð á síðunni.

Sjá fleiri fréttir hér.

Þetta verður svona „casual fine dining“

Á netinu rakst ég einnig á gamalt viðtal við einn af frumkvöðlunum og sem var birt í Fréttablaðinu 7 des 2013 og ég tók mér það bessaleyfi að birta hluta af því hér og sem hljóðar svona:

„Þetta verður svona „casual fine dining“ veitingastaður en við ætlum einnig að hafa hann svona stemningastað því við erum líka með stóran bar,“

segir Óli Már Ólason, einn þriggja eigenda nýs veitingastaðar sem ber nafnið Kol Restaurant. Ásamt Óla eru þeir Stefán Magnússon, Andri Björn Björnsson og Sævar Lárusson eigendur staðarins.

Gamalt hesthús

„Við viljum gjarnan nýta hesthúsið sem er í bakgarðinum.“ Í bakgarðinum stendur elsta hesthús Reykjavíkur og er stefnt að því að nýta það sem hluta af staðnum.  Húsafriðunarnefnd berst nú fyrir því að það verði ekki rifið en við viljum tengja það veitingastaðnum,“

bætir Óli við.

Metnaðarfullir eigendur

Svo mörg voru þau orð en ég veit að nú eiga einnig nokkrir lykilmenn í staðnum, en það eru Óli Már Ólason, Andri Björnsson, Gunnar Rafn Heiðarsson og Sævar Lárusson. Það hefur runnið mikið vatn til sjávar síðan þessar línur voru skrifaðar, sumt hefur breyst og annað ekki en metnaðurinn hjá eigendum og starfsmönnum Kol virðist vera sá sami.

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg

Mikilvægt að halda í frábært starfsfólk

Ég koma fyrst við í eldhúsið til að spjallaði við Sævar Lárusson yfirmatreiðslumann áður en við settumst en ég hef fylgst með honum lengi eða frá því að hann byrjaði að læra enda er feikilega metnaðarfullur og duglegur matreiðslumaður sem er þar á ferð.

Sævar sagði mér að núna væru verið reyna að mæta breyttum tímum á ýmsan máta því það skipti máli að halda í frábært starfsfólk og mikilvæga fastagesti, til dæmis hefðu þeir breytt matseðlinum verulega og sett inn mikið af smáréttum og léttari smakki sem hefði slegið í gegn og væri vinsælt bæði hjá íslensku og þeim fáu erlendu eftirlegukindum sem væru á ferðinni. En sannarlega væru þetta erfiðir tímar þar sem ekki má reka á reiðanum heldur andæfa og halda sjó viturlega.

Matseðilinn á Kol er mjög fjölbreyttur og það sem við fengum að smakka var virkilega spennandi, en eins og venjulega þá ætla ég að láta myndirnar tala en svo sannarlega má mæla með heimsókn á Kol.

Þjónustan var einnig til háborinnar fyrirmyndar og var gaman hversu vel þjónninn var vel að sér í matseðlinum og hvað var verið að bjóða uppá.

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg - Reyktur lax

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið