Vertu memm

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Flottir framtíðar fagmenn á Íslandsmóti nema | Veitingageirinn.is verður á staðnum

Birting:

þann

Undirbúningur fyrir Íslandsmótið í fullum gangi í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi

Undirbúningur fyrir Íslandsmótið í fullum gangi í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi

Íslandsmót nema í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn verður haldið í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi í Vatnsendahverfi, dagana 6. – 8. mars næstkomandi.  Opið er fyrir almenning alla daga og er aðgangur ókeypis.

Þessa daga er Íslandsmót iðn- og verkgreina  þar sem rúmlega 5000 grunnskólanemar úr grunnskólum af nánast öllu landinu, en keppt verður í um 25 greinum á Íslandsmótinu. Allar keppnirnar eru skipulagðar af World skills á Íslandi.

Í matreiðslu sóttu samtals 24 nemar um að fá að taka þátt í keppninni í ár og var haldið forpróf og eftirtalin keppa til úrslita (raðað eftir stafrófsröð):

  • Arnar Ingi Gunnarsson – Slippbarinn
  • Arnar Þór Stefánsson – Radisson SAS Blu
  • Bergsteinn Guðmundsson – Grillmarkaðurinn
  • Bragi Þór Hansson – Hótel Rangá
  • Eysteinn Eyjólfsson – Kolabrautin
  • Fjóla Þórisdóttir – Fiskfélagið
  • Hrafn Vigfússon – Humarhúsið
  • Ísak Sigfússon – Natura
  • Karl Óskar Smárason – Hilton VOX
  • Þór Ingi Erlingsson – Kopar

Í framreiðslu keppa eftirtalin til úrslita (raðað eftir stafrófsröð):

  • Alex Örn Heimisson – Natura
  • Alfreð Ingvar Gústavsson – Fellini
  • Almar Ingi Garðarsson – VOX
  • Ásta Steina Skúladóttir – VOX
  • Berglind Kristjánsdóttir – VOX
  • Fannar Páll Vilhjálmsson – Natura
  • Hugrún Birta Egilsdóttir – VOX
  • Ingvar Örn Arnarson – Natura
  • Jón Bjarni Óskarsson – Natura
  • Róbert Sindri Gunnarsson – Natura
  • Sunnefa Hildur Aðalsteinsdóttir – Natura

Í kjötskurði keppa til úrslita (raðað eftir stafrófsröð):

  • Daníel Ingi Hrafnsson – Sláturfélag Suðurlands
  • Jón Gísli Jónsson – Kjötsmiðjan
  • Jónas Þórólfsson – Norðlenska
  • Sebastian Gabriel Magureanu – Esja Gæðafæði

Í bakaraiðn keppa til úrslita (raðað eftir stafrófsröð):

  • Dörthe Zenker – Almar bakari
  • Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir – Hérastubbur
  • Magnús Steinar Magnússon – Reynir bakari
  • Stefán Gaukur Rafnsson – Sveinsbakarí

Veitingageirinn.is verður á staðnum og gerir góð skil á keppnunum næstu daga, birta myndir, úrslit ofl.

Fylgist vel með.

 

Mynd: af facebook síðu Skills Iceland.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið