Uppskriftir
Flatkökur – Flatkaka

Nýbökuð flatkaka með hangikjöti, baunasalati og rófustöppu er mjög góð samsetning
Mynd úr safni: Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari
150 g hveiti
150 g heilhveiti
150 g rúgmjöl
100 g sykur
3 tsk lyftiduft
½ tsk salt
400 g heit mjólk
Blandið öllum þurrefnunum saman, setjið heita mjólkina saman við og hrærið í gott deig. Fletjið deigið mjög þunnt út og skerið niður í hring, pikkið með gaffli hér og þar.
Bakið deigið á mjög heitri pönnu þar til góður litur er kominn, snúið þá við og bakið hinum megin þar til fallegur litur er kominn á kökuna.
Úðið kökurnar með vatni þegar búið er að baka þær og leggið rakan klút yfir þær.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





