Vertu memm

Frétt

Fjórar sendingar af ófrosnu kjöti frá áramótum

Birting:

þann

Kjöt - Kælir - Kjötborð

Frá áramótum hafa fjórar sendingar af ófrosnu kjöti verið fluttar inn til landsins. Sýni sem voru tekin úr þessum sendingum reyndust öll neikvæð fyrir salmonellu og öll tilskilin vottorð og skjöl fylgdu sendingunum.

Þetta kemur fram í samantekt Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna aukins eftirlits við innflutning á ákveðnum landbúnaðarafurðum í kjölfar afnáms leyfisveitingakerfis sem tók gildi um síðustu áramót. Skýrslan er unnin í tengslum við átaksverkefni um aukið eftirlit sem hófst samhliða afnámi leyfisveitingakerfisins.

Á árinu 2020 hafa 21 fyrirtæki flutt inn kjötvörur sem falla undir viðbótartryggingar en í því felst að tekin hafa verið sýni úr sérhverri sendingu á kjúklingakjöti, kalkúnakjöti, eggjum, svínakjöti og nautakjöti og þau rannsökuð með tilliti til salmonellu. Alls hafa 130 sendingar verið skoðaðar sérstaklega á tímabilinu 1.janúar- 2. apríl sl. Sendingarnar skiptust þannig að 43% þeirra var alifuglakjöt, 25% nautakjöt og 23% svínakjöt. Eina kjötið sem flutt hefur verið til landsins ófrosið er nautakjöt og aðeins einn innflutningsaðili hefur staðið að þeim innflutningi. Fjórar sendingar komu af ófrystu nautakjöti.

Eftirlitsaðilar yfirfara einnig öll skjöl og voru flest þeirra til staðar og reyndust rétt fyllt út. Nokkur tilfelli komu upp þar sem viðskiptaskjölum var ábótavant en brugðist var við þeim ábendingum.

Leiðbeiningar hafa verið unnar fyrir eftirlitsaðila þar sem farið er yfir þær reglur sem gilda og hvernig framkvæmd eftirlits skuli háttað. Fyrirhugað er að halda kynningu fyrir alla eftirlitsaðila í landinu í maí 2020 þar sem farið verður yfir verkefnið, niðurstöður þess, leiðbeiningar og gátlista.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Tíu ísbúðir þurfa að bæta verðmerkingar

Birting:

þann

Ísbúð - Ís

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá 30 ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu, dagana 23. til 26. júní sl. Samhliða því skoðaði Neytendastofa vefsíður 17 ísbúða til að athuga hvort þar væru veittar upplýsingar um fyrirtækin.

Seljendur verða að birta verð með skýrum og greinargóðum hætti þannig að neytendur viti endanlegt verð vöru og þjónustu fyrir kaup. Þá skal þess gætt á vefsíðum að fram komi upplýsingar um fyrirtækið svo sem kennitala, heimilisfang, netfang, virðisaukaskattsnúmer, hvort fyrirtækið er ehf. eða hf. og starfsleyfi.

Könnun Neytendastofu leiddi í ljós að 20 ísbúðir voru með allar vörur verðmerktar.Í 10 ísbúðum vantaði vermerkingar á einhverjar af þeim vörum sem þær selja. Í flestum tilvikum sem vantaði verðmerkingar var það á gosi, sælgæti eða íspinnum. Þá vantaði upplýsingar um fyrirtækið á öllum vefsíðunum sem skoðaðar voru.

Neytendastofa upplýsti ísbúðirnar í framhaldinu um þær skyldur sem á þeim hvíla og fór fram á úrbætur þar sem þörf var á.

Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum um verðmerkingar til skila í gegnum Mínar síður sem finna má á vefslóðinni www.neytendastofa.is

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Sælkerabúðin – Starfsmaður óskast

Birting:

þann

Sælkerabúðin - Starfsmaður óskast

Lesa meira

Frétt

Götubitahátíð Íslands á Miðbakkanum 18 – 19 júlí

Birting:

þann

Reykjavik Street Food - Götubitahátíð 2019 - Fish and Chips Wagon

Mynd frá Götubitahátíðinni í fyrra

Götubitahátíð Íslands (Iceland Street Food Festival) verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík, 18-19 júlí n.k.

Hátíðin mun saman standa af mismunandi söluaðilum þar sem götubiti verður seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. Einnig verða, bjórbíllinn, kaffivagn, skemmtanir fyrir börnin, hjólabretta keppni, körfubolta veisla ásamt öðrum nýjungum. Boðið verður uppá lifandi tónlist og önnur frábær skemmtiatriði.

Samhliða hátíðinni þá verður haldin í annað sinn keppnin í “Iceland Street Food Awards” þar sem fjölmargir íslenskir aðilar muna keppa upp titilinn besti “Götubitinn 2020”.

Sjá einnig:

Fish & Chips vagninn og Jömm með áhugaverðustu götubitana – Myndir frá Götubita hátíðinni

Sigurvegarinn mun svo í framhaldi keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni – “European Street Food Awards” sem haldin verður seinna í haust og kynna þar íslenskan götubita.

Sjá einnig:

Jömm keppti á meðal bestu í heimi í European Street Food Awards

Heimsþekktir dómarar innan matvælageirans dæma í keppninni þar ytra og mikill áhugi hjá erlendum blaðamönnum á viðburðinum.

Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag