Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Fjölmennt á aðalfundi Klúbbs matreiðslumeistara – Ný stjórn

Birting:

þann

Klúbbur matreiðslumeistara - Logo merkiAðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara (KM) var haldinn í gær á Hótel Sögu. Fjölmennt var á fundinum sem byrjaði strax í gærmorgun þar sem venjuleg aðalfundarstörf fóru fram.

Fundarstjóri kynnti svo frambjóðendur í nýja stjórn, nýjum stjórnameðlimum var fagnað og samþykktir einróma með lófaklappi.

Stjórnin fyrir 2019-2020:

  • Björn Bragi Bragason, forseti
  • Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti & ritari
  • Andreas Jacobsen, gjaldkeri
  • Júlía Skarphéðinsdóttir, meðstjórnandi
  • Logi Brynjarsson meðstjórnandi
  • Jóhann Sveinsson, meðstjórnandi
  • Ragnar Marínó Kristjánsson, meðstjórnandi
  • Þórir Thorir Erlingsson, varamaður

Um kvöldið var árshátíð KM, þar sem fram fór orðuveiting, happadrættið fræga var á sínum stað þar sem Ragnar Marínó Kristjánsson matreiðslumeistari stjórnaði með glæsibrag. Á meðal vinninga voru gjafabréf á MatBar, Skál, Kröst og Jómfrúna, gjafakörfur fullar af sælkeravörum, og margt fleira.

Bjarni Töframaður Baldvinsson sá um skemmtiatriðin.

Matseðill kvöldsins var glæsilegur:

Humar, hvítlauksmauk, nípuchips & charonsósa.
Lambahryggvöðvi, jarðskokka & kartöflukaka, rauðbeða & lambasoð, gulbeðu- & rauðbeðulauf.
Krukka með mjólkursúkkulaðimús, salthnetum & bláberjum.

Vegan:
Gulrætur, granatepli, klettasalat & rauðbeður.
Linsubaunakaka, kartöflur, rótargrænmeti & kryddjurtarskilningur.
Súkkulaði-vatns-ganas, berjakrap & jarðaber.

Síðan tók við Bjartur Logi Finnsson, bakari, kökugerðarmaður, sölumaður hjá Garra, trúbador með meiru og hélt uppi góðri stemningu fram eftir kvöldi.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið