Vertu memm

Keppni

Fersk Íslensk ýsa flutt með flugi fyrir heita matinn á Ólympíuleikunum í matreiðslu

Birting:

þann

Í morgun var fersk ýsa frá Hafinu fiskverslun flutt með flugi fyrir Kokkalandsliðið þar sem liðið keppir í heita matnum á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Erfurt í Þýskalandi. Kokkalandsliðið stillti upp kalda borðinu í morgun fyrir dómarana sem skilaði liðinu gull og silfur.

Núna tekur við undirbúningur fyrir heita matinn, en landsliðið keppir í heitum þriggja rétta kvöldverði á þriðjudaginn 25. október 2016.

Íslensk ýsa heitum þriggja rétta kvöldverði á Ólympíuleikunum í matreiðslu

Að sjálfsögðu býður Kokkalandsliðið upp á íslenskt hrá­efni á Ólympíuleikunum í matreiðslu

Íslensk ýsa heitum þriggja rétta kvöldverði á Ólympíuleikunum í matreiðslu

Steinar Bjarki Magnússon matreiðslumeistari og gæðastjóri hjá Hafinu fiskverslun flaug í morgun einungis til að afhenda hráefnið, en hann fer til baka strax í fyrramálið til Íslands. Um 30 kg af ýsu og 30 kg af grænmeti og ávöxtum var afhent til Kokkalandsliðsins.

Íslensk ýsa heitum þriggja rétta kvöldverði á Ólympíuleikunum í matreiðslu

Steinar afhendi Val Bergmundssyni matreiðslumeistara á flugvellinum í Frankfurt hráefnið sem er sveppir, perur, baunir, blóðberg, vatnakarsa og ýsu frá Hafinu fiskverslun.

Hafið Fiskverslun

Steinar Bjarki Magnússon er matreiðslumeistari að mennt, en hann gæðastjóri hjá Hafinu fiskverslun og sér um vöruþróunina sem og markaðsmálin hjá fyrirtækinu.

Fleira tengt efni:

[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/kokkalandslid/feed/“ number=“6″ ]

 

Myndir: Hafið fiskverslun

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið