Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Fernando’s er nýr veitingastaður í Reykjanesbæ – Alvöru eldbakaðar pizzur

Birting:

þann

Mæðginin, Claudia Serrano og Francisco Valladares Serrano

Mæðginin, Claudia Serrano og Francisco Valladares Serrano

Fernando’s er nýr Ítalskur veitingastaður í Reykjanesbæ við Hafnargötu 36A.  Eigendur eru hjónin Francisco Valladares Serrano og Rúna Björk Einarsdottir.  Staðurinn tekur 35 manns í sæti og er opið frá kl. 11:00 – 22:00 mánudaga til miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11:000 – 23:00, laugardaga frá kl. 13:00 – 23:00 og sunnudaga frá kl. 15:00 – 22:00.

Eigendur byggðu eldofninn sjálf, sem er hinn glæsilegasti

Eigendur byggðu eldofninn sjálf, sem er hinn glæsilegasti

Boðið er upp á hamborgara og pizzur sem eru eldbakaðar og er ekki annað en að Fernando’s sé eini veitingastaðurinn sem býður upp á eldbakaðar pizzur í Reykjanesbæ.  Fréttamaður fékk strax tilfinningu fyrir því að að hér væri á ferðinni ekta Ítalskur veitingastaður;  fjölskyldan starfar á staðnum, andrúmsloftið er heimilislegt og umhverfið þægilegt.

Francisco sagði í samtali við veitingageirinn.is að mikil leynd sé yfir uppskrift af sósunni og pizzudeiginu sem fylgt hefur fjölskyldunni í tugi ára.  Til gamans má geta þess að þau byggðu eldofninn sjálf, sem er hinn glæsilegasti.

Eldbakaðar pizzur standa alltaf fyrir sínu og er staðurinn góð viðbót í veitingaflóru Reykjanesbæjar.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið