Vertu memm

Áhugavert

Ferð í leit að hinum sanna jólailmi

Birting:

þann

Móri ehf. - Krossholt - Silja Björg Ísafoldardóttir og Þórður Sveinsson

Með Baldri yfir Breiðafjörð

Það er aðventa og hörkufrost þegar ég lagði í hann,með ferjunni Baldri yfir Breiðafjörð. Tilgangur fararinnar að leita að hinum sanna jólailmi sem fylgt hefur okkur sem þjóð frá öndverðu. Eftir 3ja tíma siglingu var komið að  landi á Brjánslæk. Eftir stuttan akstur kom ég að litlum byggðakjarna  sem nefnist Krossholt, en það hitti ég hjónin Silju Björg Ísafoldardóttur og Þórð Sveinsson en þau eru með sjálfbært fjárbú auk gistingar fyrir ferðamenn.

Móri ehf. - Krossholt - Silja Björg Ísafoldardóttir og Þórður Sveinsson

Þórður Sveinsson og Silja Björg Ísafoldardóttir

Þau tóku mér virktum og á örskotsstundu var framreiddur kvöldmatur eldaður úr þeirra eigin afurðum. Lambalundir með eigin jurtablöndu, bláberja og hvítlaukskryddað ærinnralæri, soðið hvítkál og gulrætur, lambasósa með villtu sveppum. Algjört sælgæti, eldað með umhyggju og gleði eins og allt sem þau gera. Hún er algjör galdrakona hún Silja og er með krydd ýmiskonar, lækningarjurtir sem henta í te og inntöku, svo gerir hún postulínsdiska og margt margt fleira.

Móri ehf. - Krossholt - Silja Björg Ísafoldardóttir og Þórður Sveinsson

Fyrirtækið þeirra heitir Móra ehf. og nefnt eftir fyrstu gimbrinni sem Þórður gaf Silju. Fyrirtækið er orðið 20 ára, stofnað 1999. Stofninn telur yfir eitt hundrað ær og auka tveggja hrúta af verðlaunakyni, þau segja þetta Strandafé af bestu tegund. Vinnan við búið og afurðirnar er sjálfbær, þau vinna allt kjötið sjálf í vottaðri vinnslu sinni og ná að selja allt kjöt innan sem utan sveitar, þ.e. „beint frá býli“. Viðskiptavinir geta fengið allt kjöt meðhöndlað og  afhent að eigin óskum.

Þá var gengið á ilminn sem leitað var að en hann kom úr reykhúsinu þeirra þar var heldur betur matarlegt um að líta. Þau pækilsprauta og þurrsalta kjötið fyrir reykingu en kveikt er undir taði o.fl síðustu viku október mánaðar. Já hinn sanni jólailmur heilsaði nefi og augnakonfekt blasti við  augum. Tilgangur ferðarinnar var fullkomnaður. Einungis var eftir að lesta kjöt og kveðja þessi heiðurshjón sem með elju og umhyggju framleiða fyrirtaks vörur vestur á fjörðum á Krossholti á Barðaströnd.

Móri ehf. - Krossholt - Silja Björg Ísafoldardóttir og Þórður Sveinsson

Dorranir (hrútarnir) voru farnir að iða í skinninu að komast til ánna og gegna skyldu sinni að leggja til í  ný lömb sem svo verða tilbúin næsta haust.

Þó gat ég ekki setið á mér að kíkja í fjárhúsið og þar voru allir nýklipptir fyrir jólin og dorranir (hrútarnir) voru farnir að iða í skinninu að komast til ánna og gegna skyldu sinni að leggja til í  ný lömb sem svo verða tilbúin næsta haust. Svona er sem sagt hringrás lífsins.

Þau fóru með fulllestaða bíla sína á Patró að afhenda hangikjötið. En ég hélt akandi á braut með ilmandi góðgæti í farteskinu um hina ísilögðu eyðifirði sem liggja suður.

Með þessari hugvekju óska ég öllum gleðilegra jóla.

p.s. Hjónin á ströndinni komast í jólaskapið  þegar síðasti hangikjötsbitinn er farinn frá þeim fyrir jólin og alltaf hugsa þau til þeirra sem borða hangikjötið þeirra á jóladag.

Facebook / Móri – Sími 8469474

Sigurður Einarsson, ( Siggi Einars. ) matreiðslumeistari, lærði og vann á Hótel Sögu 1973 – 1977, 1984- 1988 vaktstjóri í Grillinu á Sögu. Hefur unnið við matreiðslu og flest sem viðkemur hótelfaginu bæði hérlendis sem og erlendis. Starfað fyrir Félag Matreiðslumanna og Klúbb matreiðslumeistara, skrifað um mat og kennt matreiðslu bæði á Íslandi og noregi. Hægt er að hafa samband við Sigurð á netfangið: [email protected]

Áhugavert

Mest lesnu fréttir ársins 2020 – 672 þúsund heimsóknir á heimasíðuna Veitingageirinn.is

Birting:

þann

Veitingastaður - Matur

Eftirfarandi listi sýnir tuttugu vinsælustu fréttirnar á árinu 2020. Að meðaltali eru um 56 þúsund manns sem heimsækja veitingageirinn.is í hverjum mánuði eða um 672 þúsund heimsóknir á hverju ári.

Litli Mosi opnar í dag – Mosa hjónin opna nýjan veitingastað á Hótel Akureyri


 

Nýr matarvagn/veitingastaður opnar á Akureyri – Ingi matreiðslumaður: „Við verðum með smá fine dining infusion“


 

Plútó Pizza er nýr veitingastaður við Hagamel


 

Gunnlaugur bakari og konditor opnar veisluþjónustu


 

Flottur og girnilegur matseðill hjá Duck & Rose


 

Þórarinn ætlar að bjóða upp á 33 til 66 % ódýrari pizzur en þekkist annars staðar


 

Metnaðarfullur rekstrarstjóri á nýjum veitingastað í Reykjavík


 

Þessir veitingastaðir opnuðu á árinu 2019


 

Matlifun er nýtt veitingafyrirtæki á Akureyri


 

Sælkerabúðin – Það styttist í herlegheitin – Sjáðu myndirnar


 

Veitingastaðurinn Sjáland opnar – Sjáðu myndirnar af staðnum, kokteilunum og matnum


 

Matstöðin opnar á Höfðabakka


 

Silli kokkur með nýjan matarvagn


 

Café París lokar og Duck & Rose tekur við


 

Matarvagnar ferðast um borgina – Vel heppnuð Mathöll á hjólum, sjáðu myndbandið


 

Nýtt bakarí opnar á Selfossi


 

Ostabúðin opnar út á Granda


 

ÉTA er nýr veitingastaður í Vestmannaeyjum


 

Eliza Reid forsetafrú afhenti Íslensku lambakjötsverðlaunin


 

Um átján veitingastaðir lokaðir eða farnir í gjaldþrot

Mynd: úr safni

Lesa meira

Áhugavert

Vinsælustu uppskriftir ársins 2020

Birting:

þann

Á Veitingageirinn.is er stór uppskriftarbanki, en uppskriftirnar eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín.

Hér að neðan eru 15 vinsælustu uppskriftirnar á heimasíðunni þetta árið, klassískar, nýstárlegar og spennandi uppskriftir.

Leyniuppskriftin að KFC kryddblöndunni

Leyniuppskriftin að KFC kryddblöndunni

Eggjapúns | Eggnog

Eggjapúns | Eggnog

Heitur brauðréttur með aspas og camembert

Heitur brauðréttur með aspas og camembert – Aspasbrauð

Krækiberjasulta

Krækiberjasulta

Nautalund Wellington – Tvær uppskriftir

Nautalund Wellington – Tvær uppskriftir

Hreindýrasteik með hefðbundinni villisósu

Hreindýrasteik með hefðbundinni villisósu

Steiktir fiskiklattar

Steiktir fiskiklattar

Gæsalæraconfit

Gæsalæraconfit

Heilsubrauð

Heilsubrauð

Plokkfiskur að hætti Úlfars

Plokkfiskur að hætti Úlfars

Heimalagaðar humarrúllur

Heimalagaðar humarrúllur

Súrdeigspönnukökur

Súrdeigspönnukökur

Óáfengur Mojito

Óáfengur Mojito

Vegan eftirrétturinn sem allir eru að tala um

Vegan eftirrétturinn sem allir eru að tala um

Piparkökur

Piparkökur

 

Sjá allar uppskriftir hér.

Lesa meira

Áhugavert

Sælkerabúð – Torgið – Veitingarýni

Birting:

þann

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Nokkrir veitingastaðir hafa opnað Sælkerabúðir inn á sínum stöðum, þar sem girnilegt og flott úrval er í boði af allskyns sælkeravörum.

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Árlega höldum við fjölskyldan litlu jólin, þar sem boðið er upp á jólahlaðborð og horft á jólabíómynd. Í ár ákváðum við að versla gjafakörfu og fyrir valinu var Sælkerabúð Torgsins á Siglufirði.

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Tekin var stærri askjan sem kostaði 10.990 krónur og eftirfarandi var í öskjunni:

*Grafin gæsabringa
*Grafin lax
*Graflaxsósa
*Pikklaður rauðlaukur
*Sultaður rauðlaukur
*Reykt gæsabringa
Reyktur lax
*Pressuð svið
Jólapaté/kæfa
*Cumberland sósa
*Bláberjasulta
*Síldarsalat að hætti TORGSINS
*Jólarauðkál að hætti TORGSINS
* Handunnið af matreiðslumönnum Torgsins.

Alveg þrælsniðugt að kaupa svona tilbúna og vandaða forrétti, þægilegt og auðvelt að bera fram. Í aðalrétt var soðið hangikjöt með uppstúf, rauðkáli og kartöflum.

Reykta og grafna gæsin alveg einstaklega góð og villibragðið kom vel í gegn. Pikklaði og sultaði rauðlaukurinn virkilega góður, pikklaði alveg passlegur, ekki of súr og sultaði rauðlaukurinn var algjört nammi.

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Grafinn lax klikkar ekki ef uppskriftin og aðferðin er rétt og það var allt upp á tíu hér, mjög góður.

Sviðasultan fær alveg toppeinkunn, þvílíkt sælgæti.

Cumberland sósa góð og eins bláberjasultan. Ég elska síldarsalöt og finnst fátt betra en góð síld. Síldarsalötin voru virkilega góð á bragðið, en síldin var frekar smátt skorin, mætti vera grófari bitar.

Danski eftirrétturinn Risalamande var svo punkturinn yfir i-ið, virkilega góður.

Yfir heildina var þetta virkilega gott og greinilega mikill metnaður lagður í sælkerakörfu Torgsins, alveg upp á tíu.

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag